Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 07:01 Tæknin í dag er ótrúleg! Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun. En eins og Ben frændi sagði „Með miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Mikið af þeirri tækni sem við notum daglega - samfélagsmiðlar, leikir, forrit og öpp - er hönnuð með eitt markmið: að grípa athyglina okkar og halda henni eins lengi og hægt er. Ekki endilega til að fræða okkur, styrkja sambönd eða styðja við velferð, heldur til að hámarka gróða. Með því að halda okkur fast í straumnum er hægt að safna gögnum, birta auglýsingar og móta hegðun okkar í þágu kerfa sem við sjáum oft ekki og skiljum ekki alveg. Tækniheimurinn er ekki hlutlaus. Hann hefur áhrif á börnin okkar, hugsanir okkar, sjálfsmynd okkar, lýðheilsu og lýðræði. Við sjáum hvernig samfélagsmiðlar matar okkur af efni sem eykur óöryggi, ýtir undir samanburð, einangrun og vanlíðan. Við finnum hvernig skjárinn kallar, truflar, tæmir orku, sviptir nærveru og rýfur tengslin við okkur sjálf og aðra. Við sjáum börnin okkar stara stjörf á skjáinn, skrolla endalaust, á meðan þau missa af samskiptum, útiveru, ævintýrum… missa af lífinu sjálfu. Við þurfum ekki alltaf að „nýta tæknina betur“. Stundum þurfum við einfaldlega að taka hana úr sambandi. Að leggja símann frá okkur. Að sleppa samfélagsmiðlum. Að velja raunveruleg samtöl fram yfir skjásamskipti. Að gefa okkur og börnunum okkar tækifæri til að finna frið í því að vera ótrufluð. Við eigum rétt á einbeitingu og raunverulegum tengslum. Við eigum að geta lifað lífi án stanslausts áreitis og eftir skoðunum sem mótast af algoritma. En hvernig finnum við þetta jafnvægi? Gott er að setjast niður saman sem fjölskylda og ákveða ykkar heimilisreglur um skjánotkun. Hvenær er gott að nota tæknina og hvenær er gott að vera án hennar. Áður en þið byrjið er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga: Börn hafa margt að segja um skjánotkun foreldra sinna. Hlustið á þau og setjið jafnar reglur um börn og foreldra. Skrifið reglurnar niður á blað og hafið sýnilegar á heimilinu. Haldið reglunum fáum, einföldum og raunhæfum. Hér er dæmi um reglurnar á mínu heimili: Engir símar í svefnherbergjum - þetta á líka við yfir daginn, ekki bara á kvöldin. Engir símar við matarborðið - allir matartímar eru tími fjölskyldunnar til að tala saman. Símar fara í hleðslu á nóttunni í símakassa í eldhúsinu. Ef þig vantar vekjaraklukku, þá kaupum við eina slíka. Ekki má vera í símanum á meðan við horfum saman á sjónvarpið. Engir leikir eða samfélagsmiðlar í bílnum. Síma má þó nota til að stilla tónlist eða sem leiðsögutæki. Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili og fundið mun betra stafrænt jafnvægi. Við eigum að nota tæknina þegar hún styður okkur.Við eigum líka að hafna henni þegar hún skaðar okkur. Við eigum að nota tæknina.Tæknin á ekki að nota okkur. Höfundur er móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Símanotkun barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Tæknin í dag er ótrúleg! Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun. En eins og Ben frændi sagði „Með miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Mikið af þeirri tækni sem við notum daglega - samfélagsmiðlar, leikir, forrit og öpp - er hönnuð með eitt markmið: að grípa athyglina okkar og halda henni eins lengi og hægt er. Ekki endilega til að fræða okkur, styrkja sambönd eða styðja við velferð, heldur til að hámarka gróða. Með því að halda okkur fast í straumnum er hægt að safna gögnum, birta auglýsingar og móta hegðun okkar í þágu kerfa sem við sjáum oft ekki og skiljum ekki alveg. Tækniheimurinn er ekki hlutlaus. Hann hefur áhrif á börnin okkar, hugsanir okkar, sjálfsmynd okkar, lýðheilsu og lýðræði. Við sjáum hvernig samfélagsmiðlar matar okkur af efni sem eykur óöryggi, ýtir undir samanburð, einangrun og vanlíðan. Við finnum hvernig skjárinn kallar, truflar, tæmir orku, sviptir nærveru og rýfur tengslin við okkur sjálf og aðra. Við sjáum börnin okkar stara stjörf á skjáinn, skrolla endalaust, á meðan þau missa af samskiptum, útiveru, ævintýrum… missa af lífinu sjálfu. Við þurfum ekki alltaf að „nýta tæknina betur“. Stundum þurfum við einfaldlega að taka hana úr sambandi. Að leggja símann frá okkur. Að sleppa samfélagsmiðlum. Að velja raunveruleg samtöl fram yfir skjásamskipti. Að gefa okkur og börnunum okkar tækifæri til að finna frið í því að vera ótrufluð. Við eigum rétt á einbeitingu og raunverulegum tengslum. Við eigum að geta lifað lífi án stanslausts áreitis og eftir skoðunum sem mótast af algoritma. En hvernig finnum við þetta jafnvægi? Gott er að setjast niður saman sem fjölskylda og ákveða ykkar heimilisreglur um skjánotkun. Hvenær er gott að nota tæknina og hvenær er gott að vera án hennar. Áður en þið byrjið er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga: Börn hafa margt að segja um skjánotkun foreldra sinna. Hlustið á þau og setjið jafnar reglur um börn og foreldra. Skrifið reglurnar niður á blað og hafið sýnilegar á heimilinu. Haldið reglunum fáum, einföldum og raunhæfum. Hér er dæmi um reglurnar á mínu heimili: Engir símar í svefnherbergjum - þetta á líka við yfir daginn, ekki bara á kvöldin. Engir símar við matarborðið - allir matartímar eru tími fjölskyldunnar til að tala saman. Símar fara í hleðslu á nóttunni í símakassa í eldhúsinu. Ef þig vantar vekjaraklukku, þá kaupum við eina slíka. Ekki má vera í símanum á meðan við horfum saman á sjónvarpið. Engir leikir eða samfélagsmiðlar í bílnum. Síma má þó nota til að stilla tónlist eða sem leiðsögutæki. Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili og fundið mun betra stafrænt jafnvægi. Við eigum að nota tæknina þegar hún styður okkur.Við eigum líka að hafna henni þegar hún skaðar okkur. Við eigum að nota tæknina.Tæknin á ekki að nota okkur. Höfundur er móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar