Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2025 12:27 Steinar Smári Guðbergsson hefur ýmsa fjöruna sopið í baráttunni við veggjalús og önnur kvikindi. Vísir/Einar Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir að gríðarleg aukning hafi orðið á tilkynningum vegna veggjalúsar á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum hafi útköll vegna þeirra verið að jafnaði eitt á viku, en þau séu orðin allt að þrjú á dag. Steinar segir að veggjalús sé ekki ýkja hættuleg, en erlendis séu vísindamenn að rífast um það hvort hún geti borið sjúkdóma með sér. „Það er verið að rífast um það, ég veit ekki hvernig það fer. En þegar ég er að leita að veggjalús í híbýlum fólks eða hótelum, þá er ég undantekningalaust með hanska.“ „Ef ég væri með sár á mér, og segjum að hún hafi verið að nærast á einhverjum sem er með lifrabólgu, alnæmi eða svoleiðis, svo færi ég rúmið og er ekki með hanska, lúsin springur og þá fæ ég blóðið úr þeim sem hún var að bíta í mitt blóð. Ég myndi halda að það væri hættulegast,“ segir Steinar, sem ræddi málið í Bítinu Bylgjunni í morgun. Steinar segir að meindýraeyðir þurfi líka að vera svolítill sálfræðingur, óvelkomnir gestir eins og veggjalús fari illa með sálarlíf fólks. Lúsin sé orðin landlæg og komi ekki bara frá hótelum erlendis. „Þetta er orðið svolítið landlægt í bústöðum, svo er þetta að pikkast upp á hótelum hérna heima, alveg eins og hótelum úti.“ „Úti getur þú pikkað þetta upp á tannlæknastofu, leigubílum eða í rútu því þar er hitastigið hærra. Hún hreyfir sig ekki mikið ef hitastigið er undir 14 gráðum. En hérna heima, þegar þú ferð á hótel, setur ferðatöskuna upp í rúm, þá skríður ein ofan í töskuna hjá þér og þú tekur hana með þér heim,“ segir Steinar. Þrjú bit í röð einkenni lúsarinnar Steinar segir að á sumrin sé stundum erfitt að segja til um það hvort bit séu frá veggjalús, fló, mýi eða öðru kvikindi sem sé á ferðinni á sumrin. Aðalsmerki veggjalúsarinnar séu þrjú bit í röð. „Það eru þrjú bit í röð, og yfirleitt einn og hálfur sentimetri milli bita. Flóin bítur bara einu sinni á handabakið og einu sinni á öxlina.“ „Veggjalúsin er löt, ef hún er við höfðagaflinn hjá þér þá fer hún ekkert að bíta þig í tásurnar, hún fer þá bara á axlirnar, andlitið eða svoleiðis.“ Veggjalús geti herjað á hvaða heimili sem er, skortur á þrifum og slíkt hafi þar engin áhrif. Fólk eitri alls ekki sjálft Steinar segir að fólk eigi alls ekki að grípa til eigin ráða og reyna eitra sjálft fyrir veggjalús, geri hún vart við sig á heimilum þeirra. „Þær eru bara orðnar ónæmar fyrir þessum eiturefnum. Þú kaupir eitthvað sprey, og spreyið drepur kannski 20 - 30 prósent af pöddunni. Hin 70 prósentin verða fyrir einhverri irriteringu af eitrinu, og þá verður bara sprenging.“ „Þær eru við rúmið, þú spreyjar rúmið, þeim fer að líða illa en drepast ekki, þá fara þær fram í næsta herbergi, fram í stofu, og jafnvel í næstu íbúðir.“ Besta leiðin sé því yfirleitt að henda rúmum og jafnvel náttborðum líka, og ef til vill fleiri húsgögnum í svefnherbergjum fólks. Þetta geti orðið gríðarlegt fjárhagstjón fyrir fólk. „Mér fyndist allt í lagi að tryggingarnar myndu aðeins fara taka þetta upp, þetta er gríðarlegt tjón, ég man eftir hjónum sem hentu nýlegu Hästens rúmi, það er ekki ódýrt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Skordýr Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Steinar segir að veggjalús sé ekki ýkja hættuleg, en erlendis séu vísindamenn að rífast um það hvort hún geti borið sjúkdóma með sér. „Það er verið að rífast um það, ég veit ekki hvernig það fer. En þegar ég er að leita að veggjalús í híbýlum fólks eða hótelum, þá er ég undantekningalaust með hanska.“ „Ef ég væri með sár á mér, og segjum að hún hafi verið að nærast á einhverjum sem er með lifrabólgu, alnæmi eða svoleiðis, svo færi ég rúmið og er ekki með hanska, lúsin springur og þá fæ ég blóðið úr þeim sem hún var að bíta í mitt blóð. Ég myndi halda að það væri hættulegast,“ segir Steinar, sem ræddi málið í Bítinu Bylgjunni í morgun. Steinar segir að meindýraeyðir þurfi líka að vera svolítill sálfræðingur, óvelkomnir gestir eins og veggjalús fari illa með sálarlíf fólks. Lúsin sé orðin landlæg og komi ekki bara frá hótelum erlendis. „Þetta er orðið svolítið landlægt í bústöðum, svo er þetta að pikkast upp á hótelum hérna heima, alveg eins og hótelum úti.“ „Úti getur þú pikkað þetta upp á tannlæknastofu, leigubílum eða í rútu því þar er hitastigið hærra. Hún hreyfir sig ekki mikið ef hitastigið er undir 14 gráðum. En hérna heima, þegar þú ferð á hótel, setur ferðatöskuna upp í rúm, þá skríður ein ofan í töskuna hjá þér og þú tekur hana með þér heim,“ segir Steinar. Þrjú bit í röð einkenni lúsarinnar Steinar segir að á sumrin sé stundum erfitt að segja til um það hvort bit séu frá veggjalús, fló, mýi eða öðru kvikindi sem sé á ferðinni á sumrin. Aðalsmerki veggjalúsarinnar séu þrjú bit í röð. „Það eru þrjú bit í röð, og yfirleitt einn og hálfur sentimetri milli bita. Flóin bítur bara einu sinni á handabakið og einu sinni á öxlina.“ „Veggjalúsin er löt, ef hún er við höfðagaflinn hjá þér þá fer hún ekkert að bíta þig í tásurnar, hún fer þá bara á axlirnar, andlitið eða svoleiðis.“ Veggjalús geti herjað á hvaða heimili sem er, skortur á þrifum og slíkt hafi þar engin áhrif. Fólk eitri alls ekki sjálft Steinar segir að fólk eigi alls ekki að grípa til eigin ráða og reyna eitra sjálft fyrir veggjalús, geri hún vart við sig á heimilum þeirra. „Þær eru bara orðnar ónæmar fyrir þessum eiturefnum. Þú kaupir eitthvað sprey, og spreyið drepur kannski 20 - 30 prósent af pöddunni. Hin 70 prósentin verða fyrir einhverri irriteringu af eitrinu, og þá verður bara sprenging.“ „Þær eru við rúmið, þú spreyjar rúmið, þeim fer að líða illa en drepast ekki, þá fara þær fram í næsta herbergi, fram í stofu, og jafnvel í næstu íbúðir.“ Besta leiðin sé því yfirleitt að henda rúmum og jafnvel náttborðum líka, og ef til vill fleiri húsgögnum í svefnherbergjum fólks. Þetta geti orðið gríðarlegt fjárhagstjón fyrir fólk. „Mér fyndist allt í lagi að tryggingarnar myndu aðeins fara taka þetta upp, þetta er gríðarlegt tjón, ég man eftir hjónum sem hentu nýlegu Hästens rúmi, það er ekki ódýrt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Skordýr Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00
Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu. 7. október 2023 14:30