„Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. ágúst 2025 20:47 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var ánægður með að liðið hafi klárað leikinn einum færri síðustu átján mínúturnar. „Varnarleikurinn var fínn það var gott skipulag þegar við vorum búnar að jafna okkur á því að hafa lent einum færri. Við vorum með tvær fjögurra manna línur og ein fremst og vorum ekkert að æða mikið út úr stöðum en það komu fyrirgjafir og við erum með fínan markmann. Þetta var ákveðin seigla,“ sagði Ólafur eftir leik. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk beint rautt spjald þar sem hún togaði í hárið á Lindu Líf Boama. „Ég sá þetta ekki. Ef það er rifið í hár þá er það hárrétt en ég held að Sóley hafi ekki verið að toga hana niður og ég set spurningarmerki við að vera með slegið hár hvort það eigi ekki að vera með tagl eða eitthvað svoleiðis. Þetta var slysalegt og ef hún reif í hárið á henni þá er það rautt spjald.“ Aðspurður út í hvort Ólafur hafi leitað eftir viðbrögðum frá sínum leikmanni eða Marit Skurdal, dómara leiksins, sem er frá Noregi sagðist Ólafur bara hafa talað við Sóleyju. „Ég er búin að tala við Sóley og hún var svekkt að hafa verið rekin út af. Þú þarft að hrista svona af þér og það er bara áfram gakk. Dómarinn bara dæmir þetta og tekur sínar ákvarðanir og við lifum með því. Ég þarf ekkert að ræða við hana enda norskan farin að ryðga.“ Víkingur byrjaði leikinn betur en Þróttur gekk á lagið eftir því sem leið á fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. „Víkingur er með fínt lið og þær eru að berjast fyrir lífi sínu og komu grimmar inn í leikinn. Mér fannst við ná ágætis tökum á þessu þegar við fengum ró á boltann og fórum út í breiddina,“ sagði Ólafur að lokum og bætti við að þetta hafi ekki verið fallegasti fótboltaleikurinn en að þetta hafi verið seigla. Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
„Varnarleikurinn var fínn það var gott skipulag þegar við vorum búnar að jafna okkur á því að hafa lent einum færri. Við vorum með tvær fjögurra manna línur og ein fremst og vorum ekkert að æða mikið út úr stöðum en það komu fyrirgjafir og við erum með fínan markmann. Þetta var ákveðin seigla,“ sagði Ólafur eftir leik. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk beint rautt spjald þar sem hún togaði í hárið á Lindu Líf Boama. „Ég sá þetta ekki. Ef það er rifið í hár þá er það hárrétt en ég held að Sóley hafi ekki verið að toga hana niður og ég set spurningarmerki við að vera með slegið hár hvort það eigi ekki að vera með tagl eða eitthvað svoleiðis. Þetta var slysalegt og ef hún reif í hárið á henni þá er það rautt spjald.“ Aðspurður út í hvort Ólafur hafi leitað eftir viðbrögðum frá sínum leikmanni eða Marit Skurdal, dómara leiksins, sem er frá Noregi sagðist Ólafur bara hafa talað við Sóleyju. „Ég er búin að tala við Sóley og hún var svekkt að hafa verið rekin út af. Þú þarft að hrista svona af þér og það er bara áfram gakk. Dómarinn bara dæmir þetta og tekur sínar ákvarðanir og við lifum með því. Ég þarf ekkert að ræða við hana enda norskan farin að ryðga.“ Víkingur byrjaði leikinn betur en Þróttur gekk á lagið eftir því sem leið á fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. „Víkingur er með fínt lið og þær eru að berjast fyrir lífi sínu og komu grimmar inn í leikinn. Mér fannst við ná ágætis tökum á þessu þegar við fengum ró á boltann og fórum út í breiddina,“ sagði Ólafur að lokum og bætti við að þetta hafi ekki verið fallegasti fótboltaleikurinn en að þetta hafi verið seigla.
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira