Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2025 23:48 Víkingarnir voru snúnir við þegar stuðningsmenn Bröndby réðust skyndilega að þeim. skjáskot Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn sem Víkingur vann 3-0 og ollu milljónatjóni en létu sér það ekki nægja. Eftir að hafa verið beittir piparúða voru þeir þyrstir í slagsmál og löbbuðu á Ölver, þar sem þeir vissu að stuðningsmenn Víkinga væru. Hér má sjá stuðningsmenn Bröndby arka í átt að Ölver, úti á miðri götu í fylgd tveggja lögreglubíla. aðsend Eðli málsins samkvæmt var þeim fylgt af lögreglu, sem kom í veg fyrir að slagsmál brytust strax út en eftir að lögreglan fór slapp fjandinn laus. Lögreglan sá til þess að stuðningsmenn Bröndby kæmust ekki inn á Ölver.aðsend Flestir stuðningsmenn Bröndby höfðu þá yfirgefið svæðið, þegar þeir sáu að ekkert yrði úr slagsmálum. Stuðningsmenn Víkinga héldu sig inni á Ölver en einn þeirra gerði þau mistök, ef svo mætti kalla, að fara út til að tala í símann. „Ég fór út af Ölver til að taka símtal og þá koma þrír Bröndby menn upp að mér og spyrja hvort ég sé með vesen. Ég spyr til baka hvort þeir séu tapsárir og þeir ýta í mig og lemja mig í andlitið“ sagði stuðningsmaður Víkings, sem kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég labba frá þeim og fer inn á Ölver aftur, segi Víkingunum frá þessu og þeir koma allir út. Þá bakka þeir [stuðningsmenn Bröndby] frá okkur en koma svo aftur, allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur. Það endaði í blóðugum slag, sem betur fer fór enginn upp á slysó, en þeir eru greinilega tapsárir“ sagði nafnlaus stuðningsmaður Víkings einnig. Slagsmálin áttu sér stað eftir að stuðningsmenn Víkings höfðu ítrekað reynt að malda í móinn og beðið menn um að róa sig niður. Víkingarnir voru meira að segja svo góðir að bjóða Bröndby mönnum bjór en þeir afþökkuðu. Stuðningsmenn Bröndby virtust svo vera að yfirgefa svæðið en sneru aftur með meiri mannskap, fimm til viðbótar og átta talsins settu hettur yfir höfuð og réðust á stuðningsmenn Víkings sem voru að labba burt. En líkt og í leiknum fyrr í kvöld áttu Bröndby menn við ofurefli að etja. Hluti af slagsmálunum náðist á filmu og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stuðningsmenn Bröndby réðust á Víkinga Þorvaldur Fleming er búsettur í Danmörku og reglulegur viðmælandi Bítisins á Bylgjunni. Þorvaldur ræddi stuðningsmenn danska liðsins í Bítinu morguninn eftir lætin þar sem hann lýsti því ástandi sem reglulega skapast á knattspyrnuleikjum hjá frændum okkar. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:30 að morgni 8. ágúst 2025. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn sem Víkingur vann 3-0 og ollu milljónatjóni en létu sér það ekki nægja. Eftir að hafa verið beittir piparúða voru þeir þyrstir í slagsmál og löbbuðu á Ölver, þar sem þeir vissu að stuðningsmenn Víkinga væru. Hér má sjá stuðningsmenn Bröndby arka í átt að Ölver, úti á miðri götu í fylgd tveggja lögreglubíla. aðsend Eðli málsins samkvæmt var þeim fylgt af lögreglu, sem kom í veg fyrir að slagsmál brytust strax út en eftir að lögreglan fór slapp fjandinn laus. Lögreglan sá til þess að stuðningsmenn Bröndby kæmust ekki inn á Ölver.aðsend Flestir stuðningsmenn Bröndby höfðu þá yfirgefið svæðið, þegar þeir sáu að ekkert yrði úr slagsmálum. Stuðningsmenn Víkinga héldu sig inni á Ölver en einn þeirra gerði þau mistök, ef svo mætti kalla, að fara út til að tala í símann. „Ég fór út af Ölver til að taka símtal og þá koma þrír Bröndby menn upp að mér og spyrja hvort ég sé með vesen. Ég spyr til baka hvort þeir séu tapsárir og þeir ýta í mig og lemja mig í andlitið“ sagði stuðningsmaður Víkings, sem kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég labba frá þeim og fer inn á Ölver aftur, segi Víkingunum frá þessu og þeir koma allir út. Þá bakka þeir [stuðningsmenn Bröndby] frá okkur en koma svo aftur, allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur. Það endaði í blóðugum slag, sem betur fer fór enginn upp á slysó, en þeir eru greinilega tapsárir“ sagði nafnlaus stuðningsmaður Víkings einnig. Slagsmálin áttu sér stað eftir að stuðningsmenn Víkings höfðu ítrekað reynt að malda í móinn og beðið menn um að róa sig niður. Víkingarnir voru meira að segja svo góðir að bjóða Bröndby mönnum bjór en þeir afþökkuðu. Stuðningsmenn Bröndby virtust svo vera að yfirgefa svæðið en sneru aftur með meiri mannskap, fimm til viðbótar og átta talsins settu hettur yfir höfuð og réðust á stuðningsmenn Víkings sem voru að labba burt. En líkt og í leiknum fyrr í kvöld áttu Bröndby menn við ofurefli að etja. Hluti af slagsmálunum náðist á filmu og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Stuðningsmenn Bröndby réðust á Víkinga Þorvaldur Fleming er búsettur í Danmörku og reglulegur viðmælandi Bítisins á Bylgjunni. Þorvaldur ræddi stuðningsmenn danska liðsins í Bítinu morguninn eftir lætin þar sem hann lýsti því ástandi sem reglulega skapast á knattspyrnuleikjum hjá frændum okkar. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10:30 að morgni 8. ágúst 2025.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47
Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Víkingur pakkaði Bröndby saman í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur í Víkinni 3-0 heimamönnum í vil og það reyndist of mikið fyrir sumt stuðningsfólk gestanna. 7. ágúst 2025 21:40
„Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32