Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 14:07 Lesa má um málið í Mánudagsblaðinu árið 1975. Maður sem tók þátt í því sem kallað var fyrsta bankaránið á Íslandi árið 1975 gaf sig loksins fram við lögregluna í sumar, fimmtíu árum eftir verknaðinn. Maðurinn, sem var á fermingaraldri 1975, stal rúmlega 30 þúsund krónum úr Útvegsbankanum sáluga í Kópavogi. Varðandi hugsanlega refsingu segir lögregla að málið sé fyrnt. Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að í ársbyrjun 1975 hafi rúmlega 30 þúsund krónum verið stolið úr Útvegsbankanum sáluga í Kópavogi. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar samsvarar það rúmlega 181 þúsund krónum í dag. „Á þessum tíma stóðu yfir framkvæmdir við húsnæði bankans og af þeirri ástæðu áttu þjófarnir greiða leið inn í bankann í skjóli nætur. Innandyra var m.a. að finna allnokkrar fötur með smámynt í og þeim stálu þjófarnir. Á litlu var að byggja við rannsókn málsins, en einhverjir voru þó yfirheyrðir án þess þó að tækist að upplýsa þjófnaðinn.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fjallað var um málið í Mánudagsblaðinu á sínum tíma en þar var því velt upp hvort um væri að ræða fyrsta bankaránið á Íslandi. Fjallað var um málið í Mánudagsblaðinu á sínum tíma. „Segja má að málið hafi fallið í gleymsku allt þar til í sumar að einn þjófanna gaf sig fram við lögregluna og greindi frá öllu saman. Hvað varð til þess að maðurinn játaði sök hálfri öld síðar skal ósagt látið, en sjálfsagt er alltaf gott að létta á samviskunni.“ Maðurinn hafi sagst hafa verið að verki ásamt nokkrum vinum sínum, og allir hafi þeir verið um fermingaraldur. Þeir hefðu falið peningana á góðum stað og gengið í þá eftir þörfum, og notað þá til að gera sér glaðan dag. Í því hafi aðallega falist að gera vel við sig í mat og drykk, og borga fyrir aðra dægrastyttingu sem þá var vinsæl meðal unglinga. „Um hugsanlega refsingu fyrir brotið er það að segja að málið er fyrnt.“ Sævar Þór Jónsson ræddi fyrningu slíkra mála í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Lögreglumál Kópavogur Einu sinni var... Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að í ársbyrjun 1975 hafi rúmlega 30 þúsund krónum verið stolið úr Útvegsbankanum sáluga í Kópavogi. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar samsvarar það rúmlega 181 þúsund krónum í dag. „Á þessum tíma stóðu yfir framkvæmdir við húsnæði bankans og af þeirri ástæðu áttu þjófarnir greiða leið inn í bankann í skjóli nætur. Innandyra var m.a. að finna allnokkrar fötur með smámynt í og þeim stálu þjófarnir. Á litlu var að byggja við rannsókn málsins, en einhverjir voru þó yfirheyrðir án þess þó að tækist að upplýsa þjófnaðinn.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fjallað var um málið í Mánudagsblaðinu á sínum tíma en þar var því velt upp hvort um væri að ræða fyrsta bankaránið á Íslandi. Fjallað var um málið í Mánudagsblaðinu á sínum tíma. „Segja má að málið hafi fallið í gleymsku allt þar til í sumar að einn þjófanna gaf sig fram við lögregluna og greindi frá öllu saman. Hvað varð til þess að maðurinn játaði sök hálfri öld síðar skal ósagt látið, en sjálfsagt er alltaf gott að létta á samviskunni.“ Maðurinn hafi sagst hafa verið að verki ásamt nokkrum vinum sínum, og allir hafi þeir verið um fermingaraldur. Þeir hefðu falið peningana á góðum stað og gengið í þá eftir þörfum, og notað þá til að gera sér glaðan dag. Í því hafi aðallega falist að gera vel við sig í mat og drykk, og borga fyrir aðra dægrastyttingu sem þá var vinsæl meðal unglinga. „Um hugsanlega refsingu fyrir brotið er það að segja að málið er fyrnt.“ Sævar Þór Jónsson ræddi fyrningu slíkra mála í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Lögreglumál Kópavogur Einu sinni var... Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira