Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 22:04 Sigmar segir sér hafa hætt að lítast á blikuna. Vísir/Vilhelm Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður lýsti langvarandi áreitni og umsáturseinelti af hálfu konu í hlaðvarpi sínu á dögunum. Hann segir eltihrelli hafa ofsótt hann undanfarin þrjú ár, setið um hann í bílakjöllurum, bankað upp á heima hjá honum og áreitt kærustu hans og vini. Sigmar ræddi áreitið í Reykjavík síðdegis í dag en hann upplifir sig hálfráðalausan frammi fyrir áreitinu. Það sé hálfvandræðalegt fyrir karlmann að kveinka sér undan því að kona sem hann hefur talsverða líkamlega yfirburði yfir áreiti hann en einhvers staðar verði að staðar nema og segja: nú er nóg komið. Hætt að lítast á blikuna Hann segist aldrei hafa upplifað það áður að honum sé hætt að lítast á blikuna í slíkum aðstæðum. „Maður veit ekkert í hvaða sálræna hugarástandi viðkomandi er, hvers viðkomandi grípur til næst,“ segir Sigmar. Umrædd kona segist Sigmar hafa kynnst þegar fyrirtæki í hans eigu átti í viðskiptum við fyrirtæki sem hún starfaði hjá. Þar af leiðandi vann þessi kona óbeint fyrir Sigmar en hann undirstrikar að hann hafi ekki átt í neinum beinum samskiptum við hana. Hafi þau verið einhver hafi þau verið vinnutengd og í mýflugumynd. „Þetta lýsir sér þannig að hún vill meina að við tengjumst á kynferðislegan hátt einhvers staðar uppi í stjörnuhvolfinu. Það er einhvern veginn það sem hún gengur um með í maganum,“ segir hann. Áreitið birtist á ýmsan hátt. Sigmar segir eltihrellinn hafa áreitt sig, kærustu sína og vini á netinu, bankað upp á heima hjá sér og í einu sérstaklega óhugnanlegu tilfelli setið um hann í bílakjallaranum þegar hann kom úr útvarpsviðtali á Bylgjunni. Síðast hafi hún látið á sér kræla fyrir rúmri viku síðan eftir um tíu mánaða hlé. Hálfvandræðalegt að leita sér aðstoðar Sigmar segist hvergi hafa leitað sér aðstoðar þó margir hafi bent honum á að hegðun konunnar sé óásættanleg. Hann segir það hafa hvarflað að sér að hringja í neyðarlínuna eða farið í Bjarkarhlíð. „Og þá kom upp þessi hugmynd: „er ég hérna 115 kílóa maðurinn að fara að rölta inn í Bjarkarhlíð til að kveinka mér undan konu sem ég líkamlega hef yfirburði yfir en er samt að valda mér þessum óþægindum?“ Ég veit ekki. Mér finnst þetta svo skrítið,“ segir hann. „Manni finnst þetta einhvern veginn vandræðalegt,“ bætir hann við. Sigmar segist hafa beðið umrædda konu margítrekað um að láta hann vera en að hún taki ekki sönsum. „Þetta hefur skapað óþægindi og svo fer maður að hugsa hvað ef þetta stækkar. Er ég að gera mér óleik með því að ræða þetta við ykkur núna? Kannski voru það algjör mistök að láta þetta flakka í hlaðvarpinu,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður. Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigmar ræddi áreitið í Reykjavík síðdegis í dag en hann upplifir sig hálfráðalausan frammi fyrir áreitinu. Það sé hálfvandræðalegt fyrir karlmann að kveinka sér undan því að kona sem hann hefur talsverða líkamlega yfirburði yfir áreiti hann en einhvers staðar verði að staðar nema og segja: nú er nóg komið. Hætt að lítast á blikuna Hann segist aldrei hafa upplifað það áður að honum sé hætt að lítast á blikuna í slíkum aðstæðum. „Maður veit ekkert í hvaða sálræna hugarástandi viðkomandi er, hvers viðkomandi grípur til næst,“ segir Sigmar. Umrædd kona segist Sigmar hafa kynnst þegar fyrirtæki í hans eigu átti í viðskiptum við fyrirtæki sem hún starfaði hjá. Þar af leiðandi vann þessi kona óbeint fyrir Sigmar en hann undirstrikar að hann hafi ekki átt í neinum beinum samskiptum við hana. Hafi þau verið einhver hafi þau verið vinnutengd og í mýflugumynd. „Þetta lýsir sér þannig að hún vill meina að við tengjumst á kynferðislegan hátt einhvers staðar uppi í stjörnuhvolfinu. Það er einhvern veginn það sem hún gengur um með í maganum,“ segir hann. Áreitið birtist á ýmsan hátt. Sigmar segir eltihrellinn hafa áreitt sig, kærustu sína og vini á netinu, bankað upp á heima hjá sér og í einu sérstaklega óhugnanlegu tilfelli setið um hann í bílakjallaranum þegar hann kom úr útvarpsviðtali á Bylgjunni. Síðast hafi hún látið á sér kræla fyrir rúmri viku síðan eftir um tíu mánaða hlé. Hálfvandræðalegt að leita sér aðstoðar Sigmar segist hvergi hafa leitað sér aðstoðar þó margir hafi bent honum á að hegðun konunnar sé óásættanleg. Hann segir það hafa hvarflað að sér að hringja í neyðarlínuna eða farið í Bjarkarhlíð. „Og þá kom upp þessi hugmynd: „er ég hérna 115 kílóa maðurinn að fara að rölta inn í Bjarkarhlíð til að kveinka mér undan konu sem ég líkamlega hef yfirburði yfir en er samt að valda mér þessum óþægindum?“ Ég veit ekki. Mér finnst þetta svo skrítið,“ segir hann. „Manni finnst þetta einhvern veginn vandræðalegt,“ bætir hann við. Sigmar segist hafa beðið umrædda konu margítrekað um að láta hann vera en að hún taki ekki sönsum. „Þetta hefur skapað óþægindi og svo fer maður að hugsa hvað ef þetta stækkar. Er ég að gera mér óleik með því að ræða þetta við ykkur núna? Kannski voru það algjör mistök að láta þetta flakka í hlaðvarpinu,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður.
Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira