Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 22:04 Sigmar segir sér hafa hætt að lítast á blikuna. Vísir/Vilhelm Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður lýsti langvarandi áreitni og umsáturseinelti af hálfu konu í hlaðvarpi sínu á dögunum. Hann segir eltihrelli hafa ofsótt hann undanfarin þrjú ár, setið um hann í bílakjöllurum, bankað upp á heima hjá honum og áreitt kærustu hans og vini. Sigmar ræddi áreitið í Reykjavík síðdegis í dag en hann upplifir sig hálfráðalausan frammi fyrir áreitinu. Það sé hálfvandræðalegt fyrir karlmann að kveinka sér undan því að kona sem hann hefur talsverða líkamlega yfirburði yfir áreiti hann en einhvers staðar verði að staðar nema og segja: nú er nóg komið. Hætt að lítast á blikuna Hann segist aldrei hafa upplifað það áður að honum sé hætt að lítast á blikuna í slíkum aðstæðum. „Maður veit ekkert í hvaða sálræna hugarástandi viðkomandi er, hvers viðkomandi grípur til næst,“ segir Sigmar. Umrædd kona segist Sigmar hafa kynnst þegar fyrirtæki í hans eigu átti í viðskiptum við fyrirtæki sem hún starfaði hjá. Þar af leiðandi vann þessi kona óbeint fyrir Sigmar en hann undirstrikar að hann hafi ekki átt í neinum beinum samskiptum við hana. Hafi þau verið einhver hafi þau verið vinnutengd og í mýflugumynd. „Þetta lýsir sér þannig að hún vill meina að við tengjumst á kynferðislegan hátt einhvers staðar uppi í stjörnuhvolfinu. Það er einhvern veginn það sem hún gengur um með í maganum,“ segir hann. Áreitið birtist á ýmsan hátt. Sigmar segir eltihrellinn hafa áreitt sig, kærustu sína og vini á netinu, bankað upp á heima hjá sér og í einu sérstaklega óhugnanlegu tilfelli setið um hann í bílakjallaranum þegar hann kom úr útvarpsviðtali á Bylgjunni. Síðast hafi hún látið á sér kræla fyrir rúmri viku síðan eftir um tíu mánaða hlé. Hálfvandræðalegt að leita sér aðstoðar Sigmar segist hvergi hafa leitað sér aðstoðar þó margir hafi bent honum á að hegðun konunnar sé óásættanleg. Hann segir það hafa hvarflað að sér að hringja í neyðarlínuna eða farið í Bjarkarhlíð. „Og þá kom upp þessi hugmynd: „er ég hérna 115 kílóa maðurinn að fara að rölta inn í Bjarkarhlíð til að kveinka mér undan konu sem ég líkamlega hef yfirburði yfir en er samt að valda mér þessum óþægindum?“ Ég veit ekki. Mér finnst þetta svo skrítið,“ segir hann. „Manni finnst þetta einhvern veginn vandræðalegt,“ bætir hann við. Sigmar segist hafa beðið umrædda konu margítrekað um að láta hann vera en að hún taki ekki sönsum. „Þetta hefur skapað óþægindi og svo fer maður að hugsa hvað ef þetta stækkar. Er ég að gera mér óleik með því að ræða þetta við ykkur núna? Kannski voru það algjör mistök að láta þetta flakka í hlaðvarpinu,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður. Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Sigmar ræddi áreitið í Reykjavík síðdegis í dag en hann upplifir sig hálfráðalausan frammi fyrir áreitinu. Það sé hálfvandræðalegt fyrir karlmann að kveinka sér undan því að kona sem hann hefur talsverða líkamlega yfirburði yfir áreiti hann en einhvers staðar verði að staðar nema og segja: nú er nóg komið. Hætt að lítast á blikuna Hann segist aldrei hafa upplifað það áður að honum sé hætt að lítast á blikuna í slíkum aðstæðum. „Maður veit ekkert í hvaða sálræna hugarástandi viðkomandi er, hvers viðkomandi grípur til næst,“ segir Sigmar. Umrædd kona segist Sigmar hafa kynnst þegar fyrirtæki í hans eigu átti í viðskiptum við fyrirtæki sem hún starfaði hjá. Þar af leiðandi vann þessi kona óbeint fyrir Sigmar en hann undirstrikar að hann hafi ekki átt í neinum beinum samskiptum við hana. Hafi þau verið einhver hafi þau verið vinnutengd og í mýflugumynd. „Þetta lýsir sér þannig að hún vill meina að við tengjumst á kynferðislegan hátt einhvers staðar uppi í stjörnuhvolfinu. Það er einhvern veginn það sem hún gengur um með í maganum,“ segir hann. Áreitið birtist á ýmsan hátt. Sigmar segir eltihrellinn hafa áreitt sig, kærustu sína og vini á netinu, bankað upp á heima hjá sér og í einu sérstaklega óhugnanlegu tilfelli setið um hann í bílakjallaranum þegar hann kom úr útvarpsviðtali á Bylgjunni. Síðast hafi hún látið á sér kræla fyrir rúmri viku síðan eftir um tíu mánaða hlé. Hálfvandræðalegt að leita sér aðstoðar Sigmar segist hvergi hafa leitað sér aðstoðar þó margir hafi bent honum á að hegðun konunnar sé óásættanleg. Hann segir það hafa hvarflað að sér að hringja í neyðarlínuna eða farið í Bjarkarhlíð. „Og þá kom upp þessi hugmynd: „er ég hérna 115 kílóa maðurinn að fara að rölta inn í Bjarkarhlíð til að kveinka mér undan konu sem ég líkamlega hef yfirburði yfir en er samt að valda mér þessum óþægindum?“ Ég veit ekki. Mér finnst þetta svo skrítið,“ segir hann. „Manni finnst þetta einhvern veginn vandræðalegt,“ bætir hann við. Sigmar segist hafa beðið umrædda konu margítrekað um að láta hann vera en að hún taki ekki sönsum. „Þetta hefur skapað óþægindi og svo fer maður að hugsa hvað ef þetta stækkar. Er ég að gera mér óleik með því að ræða þetta við ykkur núna? Kannski voru það algjör mistök að láta þetta flakka í hlaðvarpinu,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður.
Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira