Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 00:36 „Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ segir Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar. aðsend Tveimur starfsmönnum fjölmiðilsins Heimildarinnar var sagt upp störfum um mánaðamót. Í haust verður sú breyting jafnframt gerð að blaðið komi út mánaðarlega en hingað til hefur það komið út vikulega. Samstöðin og Ríkiútvarpið greina frá. Þar kemur fram að blaðamönnunum Margréti Marteinsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, fréttastjóra vefs, hafi verið sagt upp síðustu mánaðamót. Í umfjöllun Samstöðvarinnar segir að blaðakonurnar tvær séu ekki þær einu sem frá hverfa af miðlinum. Jón Trausti Reynisson birti færslu á Facebook í kvöld, eftir að fréttir af uppsögnunum voru birtar á miðlana tvo. Þar skrifar hann um aukna óvissu í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Hann vekur athygli á að engin lög séu í gildi um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla vegna ársins 2024, því frumvarp um einfalda framlengingu hafi ekki verið afgreitt á Alþingi fyrir þinglok. Þá séu heldur engin lög í gildi um hvernig rekstrarstyrkir ríkisins yrðu vegna núverandi rekstrarárs, eða hvort þeir verði til staðar. Einungis liggi fyrir áform ríkisstjórnarmeirihlutans um að breyta þeim frá grunni. „Síðustu ár hefur verið í gildi styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem hluti ritstjórnarkostnaðar er endurgreiddur. Fólk getur verið með þeim eða á móti þeim, en staðreyndin er að alls kyns rekstur nýtur skattafríðinda eða styrkja frá ríkinu, af ýmsum ástæðum,“ skrifar Jón Trausti. Það sem er vitað núna sé viljayfirlýsing ráðherra um að slíkir styrkir verði væntanlega greiddir út vegna 2024 og að þingmeirihlutinn hafi valið, við myndun fjárlaga, að beita aðhaldskröfu á styrkina og lækka þá um 50 milljónir króna, en hækka fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins um 390 milljónir króna. „Í rekstrarlegu tilliti hefði þurft að liggja fyrir áður en árið 2024 hófst hvernig lagaumhverfi reksturinn byggi við, svo hægt væri að áætla farsællega. Styrkir sem þessir eru síðan gjarnan nýttir sem veð í skammtímafjármögnun til að mæta sveiflum í sjóðsstreymi, sem er ekki hægt í dag, en var hægt í fyrra. Þetta skiptir hins vegar engu máli fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem er niðurgreitt af hagsmunaaðilum, eins og til dæmis útgáfufélag Morgunblaðsins, sem fær um milljón krónur á dag frá útgerðarfélögunum og hagar efnistökum oft eftir hagsmununum. Eða Bændablaðið, sem nýtir ríkisstyrki til Bændasamtakanna í fjölmiðlarekstur og fær líka stuðning eins og um einkarekinn fjölmiðil sé að ræða. Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ skrifar Jón Trausti á Facebook. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Samstöðin og Ríkiútvarpið greina frá. Þar kemur fram að blaðamönnunum Margréti Marteinsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, fréttastjóra vefs, hafi verið sagt upp síðustu mánaðamót. Í umfjöllun Samstöðvarinnar segir að blaðakonurnar tvær séu ekki þær einu sem frá hverfa af miðlinum. Jón Trausti Reynisson birti færslu á Facebook í kvöld, eftir að fréttir af uppsögnunum voru birtar á miðlana tvo. Þar skrifar hann um aukna óvissu í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Hann vekur athygli á að engin lög séu í gildi um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla vegna ársins 2024, því frumvarp um einfalda framlengingu hafi ekki verið afgreitt á Alþingi fyrir þinglok. Þá séu heldur engin lög í gildi um hvernig rekstrarstyrkir ríkisins yrðu vegna núverandi rekstrarárs, eða hvort þeir verði til staðar. Einungis liggi fyrir áform ríkisstjórnarmeirihlutans um að breyta þeim frá grunni. „Síðustu ár hefur verið í gildi styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem hluti ritstjórnarkostnaðar er endurgreiddur. Fólk getur verið með þeim eða á móti þeim, en staðreyndin er að alls kyns rekstur nýtur skattafríðinda eða styrkja frá ríkinu, af ýmsum ástæðum,“ skrifar Jón Trausti. Það sem er vitað núna sé viljayfirlýsing ráðherra um að slíkir styrkir verði væntanlega greiddir út vegna 2024 og að þingmeirihlutinn hafi valið, við myndun fjárlaga, að beita aðhaldskröfu á styrkina og lækka þá um 50 milljónir króna, en hækka fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins um 390 milljónir króna. „Í rekstrarlegu tilliti hefði þurft að liggja fyrir áður en árið 2024 hófst hvernig lagaumhverfi reksturinn byggi við, svo hægt væri að áætla farsællega. Styrkir sem þessir eru síðan gjarnan nýttir sem veð í skammtímafjármögnun til að mæta sveiflum í sjóðsstreymi, sem er ekki hægt í dag, en var hægt í fyrra. Þetta skiptir hins vegar engu máli fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem er niðurgreitt af hagsmunaaðilum, eins og til dæmis útgáfufélag Morgunblaðsins, sem fær um milljón krónur á dag frá útgerðarfélögunum og hagar efnistökum oft eftir hagsmununum. Eða Bændablaðið, sem nýtir ríkisstyrki til Bændasamtakanna í fjölmiðlarekstur og fær líka stuðning eins og um einkarekinn fjölmiðil sé að ræða. Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ skrifar Jón Trausti á Facebook.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira