„Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2025 09:00 Elísa Kristinsdóttir, hlaupakona. Vísir/Ívar Elísa Kristinsdóttir kom sá og sigraði í Gyðjuhlaupinu, fjallahlaupi við Akureyri, um helgina. Hún bætti fyrra met í hlaupinu um heilar 90 mínútur. Hún trúði því vart hversu góður tími hennar var. Elísa hljóp 100 kílómetra í krefjandi hlaupi sem Gyðjan er. Í hlaupinu er 3580 metra hækkun, en það hefst við Goðafoss, yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði niður til Akureyrar í gegnum Kjarnaskóg, upp bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum aftur inn í miðbæ Akureyrar. Henni leið þó vel eftir hlaupið og endurhæfing gengið vel síðan á laugardaginn var. „Um leið og ég stoppaði fann ég, úff, hvað ég var stíf í lærunum. En ég fór beint í pottinn eftir þetta. Þegar ég kem upp úr honum er ég eins og ný og hef verið góð síðan,“ segir Elísa. Stefndi á undir tólf tíma Elísa kom í mark á tíu klukkustundum, 45 mínútum og 17 sekúndum, sem er met í hlaupinu. Hún var lang fyrst í mark og bætti fyrra met um heilar 90 mínútur. Sjálf hafði hún sett sér vægari markmið og fylgdist ekki með klukkunni á meðan hlaupinu stóð. Aðspurð hvort þetta hafi verið markmiðið segir Elísa: „Nei, alls ekki. Ég var að horfa á að fara undir tólf tíma. Ég var sátt við 11:59 og lægra. Það var það sem mig langaði.“ Tilfinningarnar voru miklar þegar Elísa kom í mark.Aðsend Hvernig var þá tilfinningin þegar þú komst í mark? „Mjög óraunveruleg. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Ég var ekkert að fylgjast með tímanum í hlaupinu sjálfu. Ég vissi í raun aldrei tímann minn fyrr það voru átta kílómetrar eftir, þá fór ég að kíkja á tímann. Ég hélt ég hefði stoppað úrið, að þetta væri bara ekki rétt. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ Mikil hjálp í góðu teymi og stuðningi fjölskyldunnar Elísa hefur bætt allsvakalega á skömmum tíma í fjallahlaupunum, og líkt og áður segir er bótin á fyrra meti Andreu Kolbeinsdóttur í Gyðjuhlaupinu upp á heilar 90 mínútur. Því er vert að spyrja hvernig maður bæti sig svona svakalega á stuttum tíma? „Úff, það er góð spurning. Ég eiginlega veit það ekki. Ég er í fjallahlaupaþjálfun og fer eftir plani frá Evu og Tobba. Ég er með mjög gott teymi á bakvið mig. Sonja er búin að hjálpa mér mjög mikið. Ég er með mikinn stuðning á bakvið mig frá fjölskyldu, vinum og hlaupahópnum. Svo er þetta rosalega mikill áhugi líka. Ég reyni að gera allt til þess að ná sem bestum árangri, það er ekki bara að hlaupa, heldur hinir þættirnir líka. Það kemur allt saman,“ „Frá því í febrúar hef ég verið að vinna mikið í hraða sem hefur skilað sér í sumar. Svo hef ég tekið styrkinn mjög föstum tökum, sem er að skila,“ segir Elísa. Bakgarðshlaupin á hilluna Fjallahlaupin eiga nú hug Elísu allan. Hún hefur vakið athygli í Bakgarðshlaupunum hérlendis en þau fá frí næstu misserin. „Ég er búin að setja bakgarðsskóna mína á hilluna í bili. En þeir verða kannski teknir niður einn daginn, þegar ég er orðin eldri. Við sjáum til,“ segir Elísa. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hlaup Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Elísa hljóp 100 kílómetra í krefjandi hlaupi sem Gyðjan er. Í hlaupinu er 3580 metra hækkun, en það hefst við Goðafoss, yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði niður til Akureyrar í gegnum Kjarnaskóg, upp bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum aftur inn í miðbæ Akureyrar. Henni leið þó vel eftir hlaupið og endurhæfing gengið vel síðan á laugardaginn var. „Um leið og ég stoppaði fann ég, úff, hvað ég var stíf í lærunum. En ég fór beint í pottinn eftir þetta. Þegar ég kem upp úr honum er ég eins og ný og hef verið góð síðan,“ segir Elísa. Stefndi á undir tólf tíma Elísa kom í mark á tíu klukkustundum, 45 mínútum og 17 sekúndum, sem er met í hlaupinu. Hún var lang fyrst í mark og bætti fyrra met um heilar 90 mínútur. Sjálf hafði hún sett sér vægari markmið og fylgdist ekki með klukkunni á meðan hlaupinu stóð. Aðspurð hvort þetta hafi verið markmiðið segir Elísa: „Nei, alls ekki. Ég var að horfa á að fara undir tólf tíma. Ég var sátt við 11:59 og lægra. Það var það sem mig langaði.“ Tilfinningarnar voru miklar þegar Elísa kom í mark.Aðsend Hvernig var þá tilfinningin þegar þú komst í mark? „Mjög óraunveruleg. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Ég var ekkert að fylgjast með tímanum í hlaupinu sjálfu. Ég vissi í raun aldrei tímann minn fyrr það voru átta kílómetrar eftir, þá fór ég að kíkja á tímann. Ég hélt ég hefði stoppað úrið, að þetta væri bara ekki rétt. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ Mikil hjálp í góðu teymi og stuðningi fjölskyldunnar Elísa hefur bætt allsvakalega á skömmum tíma í fjallahlaupunum, og líkt og áður segir er bótin á fyrra meti Andreu Kolbeinsdóttur í Gyðjuhlaupinu upp á heilar 90 mínútur. Því er vert að spyrja hvernig maður bæti sig svona svakalega á stuttum tíma? „Úff, það er góð spurning. Ég eiginlega veit það ekki. Ég er í fjallahlaupaþjálfun og fer eftir plani frá Evu og Tobba. Ég er með mjög gott teymi á bakvið mig. Sonja er búin að hjálpa mér mjög mikið. Ég er með mikinn stuðning á bakvið mig frá fjölskyldu, vinum og hlaupahópnum. Svo er þetta rosalega mikill áhugi líka. Ég reyni að gera allt til þess að ná sem bestum árangri, það er ekki bara að hlaupa, heldur hinir þættirnir líka. Það kemur allt saman,“ „Frá því í febrúar hef ég verið að vinna mikið í hraða sem hefur skilað sér í sumar. Svo hef ég tekið styrkinn mjög föstum tökum, sem er að skila,“ segir Elísa. Bakgarðshlaupin á hilluna Fjallahlaupin eiga nú hug Elísu allan. Hún hefur vakið athygli í Bakgarðshlaupunum hérlendis en þau fá frí næstu misserin. „Ég er búin að setja bakgarðsskóna mína á hilluna í bili. En þeir verða kannski teknir niður einn daginn, þegar ég er orðin eldri. Við sjáum til,“ segir Elísa. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hlaup Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira