Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. ágúst 2025 12:35 Eiríkur Finnsson ljóstraði upp um leyndardóma íslensku pítusósunnar í Bítinu. Guðfaðir íslensku pítusósunnar vildi upphaflega búa til sósu sem læki ekki of mikið og innihéldi minni hvítlauk en tzatziki-sósa. Fyrir stofnun Pítunnar þurfti að finna bakara sem gæti bakað pítubrauð og koma nafninu í gegnum Íslenska málnefnd. Eiríkur Finnsson, eigandi E. Finnsson og guðfaðir pítusósunnar, var á línunni frá Spáni í Bítinu á Bylgjunni og fræddi hlustendur um sögu pítusósunnar. „Pítusósan fæddist í Asparfellinu í Breiðholti, það kemur allt gott úr Breiðholti,“ segir Eiríkur sem segir hugmyndina þó hafa kviknað þegar hann heimsótti pítustað á ferðalagi í Danmörku. „Þá sá ég möguleika með pítubrauð og þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá annað en þetta kebab. Þeir buðu upp á pítu með lambakótilettum, sem voru grilllaðar og hafðar sér, og svo bara grænmetispítu,“ segir hann. „Sósan var þessi hefðbundna sem þau eru með, jógúrt, böns af hvítlauk og smá saxaðar gúrkur. Á þessum tíma þegar ég byrja með Pítuna '82 var hvítlaukur ekki vinsæll á Íslandi.“ Fengu nafnið í gegn þó „píta væri ekki íslenska“ Eiríkur ákvað því að reyna að hefja eigin pítustað. Á þessum tíma voru ekki til pítubrauð og leitaði hann því til bakara fyrir pítubaksturinn en hann gekk afar brösuglega í byrjun. Ekki nóg með það heldur fór Háskólinn að vasast í stofnun staðarins. „Þegar við ætluðum að skrá fyrirtækið fengum við það ekki svo auðveldlega í gegn því það var einhver nefnd í Háskólanum og þetta þurfti að fara í gegnum hana og við mættum þarna á fund,“ segir Eiríkur. Hvað var verið að tala um í nefndinni, nafnið á staðnum? „Píta væri ekki íslenska,“ segir Eiríkur. „Það kom nú upp úr einum á þessum fundi, því þetta var svona brauð sem er hægt að opna: ,Er ekki hægt að kalla þetta vasabrauð?“ og þá sagði ég við manninn: ,Bíddu þá halda allir að ég sé að selja hérna sænskt hrökkbrauð frá Vasa.',“ segir Eiríkur. „En við fengum þetta í gegn, þetta varð nýyrði og varð að vera með í-i en ekki i-i,“ segir hann. „Einfaldleikinn er alltaf bestur“ „Þá var að fara að búa til einhverja sósu sem væri ekki með öllum þessum hvítlauk og læki ekki svona niður um allt. Þannig þetta var bara í eldhúsinu heima í Asparfelli,“ segir Eiríkur. „Einfaldleikinn er alltaf bestur. Þess vegna var svo gaman þegar fólk sagði: ,Ertu með þetta krydd og þetta krydd?' En þetta var bara ein tilbúin kryddblanda: mayoran, majónes og sýrður rjómi,“ segir hann. „Pítusósan í dag er ekkert eins og hún var, það er komin ný kynslóð sem veit ekkert hvernig hún var en samt er hún ennþá svona vinsæl,“ bætir hann við. Upphaflega bragðið, heldurðu að það myndi ekki falla í kramið í dag? „Jú jú jú, örugglega. Það voru rosaleg skrif á netinu, sem þið getið flett upp, eftir að ég seldi og þeir sem keyptu fóru að breyta. Það voru heitar umræður um að hún væri ekki eins og hún var,“ segir Eiríkur. Fólk nái ekki að endurgera pítusósuna heima því það flæki málið um of. Sjálfur segist Eiríkur búa yfir kryddbanka sem geri honum kleift að smakka hluti í heilanum áður en hann býr þá til. Bítið Sósur Matur Neytendur Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Eiríkur Finnsson, eigandi E. Finnsson og guðfaðir pítusósunnar, var á línunni frá Spáni í Bítinu á Bylgjunni og fræddi hlustendur um sögu pítusósunnar. „Pítusósan fæddist í Asparfellinu í Breiðholti, það kemur allt gott úr Breiðholti,“ segir Eiríkur sem segir hugmyndina þó hafa kviknað þegar hann heimsótti pítustað á ferðalagi í Danmörku. „Þá sá ég möguleika með pítubrauð og þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá annað en þetta kebab. Þeir buðu upp á pítu með lambakótilettum, sem voru grilllaðar og hafðar sér, og svo bara grænmetispítu,“ segir hann. „Sósan var þessi hefðbundna sem þau eru með, jógúrt, böns af hvítlauk og smá saxaðar gúrkur. Á þessum tíma þegar ég byrja með Pítuna '82 var hvítlaukur ekki vinsæll á Íslandi.“ Fengu nafnið í gegn þó „píta væri ekki íslenska“ Eiríkur ákvað því að reyna að hefja eigin pítustað. Á þessum tíma voru ekki til pítubrauð og leitaði hann því til bakara fyrir pítubaksturinn en hann gekk afar brösuglega í byrjun. Ekki nóg með það heldur fór Háskólinn að vasast í stofnun staðarins. „Þegar við ætluðum að skrá fyrirtækið fengum við það ekki svo auðveldlega í gegn því það var einhver nefnd í Háskólanum og þetta þurfti að fara í gegnum hana og við mættum þarna á fund,“ segir Eiríkur. Hvað var verið að tala um í nefndinni, nafnið á staðnum? „Píta væri ekki íslenska,“ segir Eiríkur. „Það kom nú upp úr einum á þessum fundi, því þetta var svona brauð sem er hægt að opna: ,Er ekki hægt að kalla þetta vasabrauð?“ og þá sagði ég við manninn: ,Bíddu þá halda allir að ég sé að selja hérna sænskt hrökkbrauð frá Vasa.',“ segir Eiríkur. „En við fengum þetta í gegn, þetta varð nýyrði og varð að vera með í-i en ekki i-i,“ segir hann. „Einfaldleikinn er alltaf bestur“ „Þá var að fara að búa til einhverja sósu sem væri ekki með öllum þessum hvítlauk og læki ekki svona niður um allt. Þannig þetta var bara í eldhúsinu heima í Asparfelli,“ segir Eiríkur. „Einfaldleikinn er alltaf bestur. Þess vegna var svo gaman þegar fólk sagði: ,Ertu með þetta krydd og þetta krydd?' En þetta var bara ein tilbúin kryddblanda: mayoran, majónes og sýrður rjómi,“ segir hann. „Pítusósan í dag er ekkert eins og hún var, það er komin ný kynslóð sem veit ekkert hvernig hún var en samt er hún ennþá svona vinsæl,“ bætir hann við. Upphaflega bragðið, heldurðu að það myndi ekki falla í kramið í dag? „Jú jú jú, örugglega. Það voru rosaleg skrif á netinu, sem þið getið flett upp, eftir að ég seldi og þeir sem keyptu fóru að breyta. Það voru heitar umræður um að hún væri ekki eins og hún var,“ segir Eiríkur. Fólk nái ekki að endurgera pítusósuna heima því það flæki málið um of. Sjálfur segist Eiríkur búa yfir kryddbanka sem geri honum kleift að smakka hluti í heilanum áður en hann býr þá til.
Bítið Sósur Matur Neytendur Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira