Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. ágúst 2025 15:09 Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, skrifaði grein vegna banaslyss í Reynisfjöru. Vísir/Samsett Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er banaslys sem varð við Reynisfjöru í fyrradag þegar níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést. „Hættur fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum,“ skrifar Róbert. Hann segir að samkvæmt annarri grein mannréttindasáttmála Evrópu hafi fólk rétt til lífs og því þurfi íslenska ríkið að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Það sé hluti af svokölluðum jákvæðum skyldum ríkisins. Ef í ljós kæmi að íslenska ríkið hafi ekki sett fullnægjandi reglur um varnir gegn slysum á vinsælum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir gæti íslenska ríkið talist brotlegt við mannréttindasáttmálann. Skýrsla til staðar en ekkert frumvarp Róbert bendir á að í byrjun árs 2022 hafi Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra auk Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, skipað verkefnastjórn sem skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Skýrsla verkefnastjórnarinnar fjallaði um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila en megintillaga hennar hafi verið að „skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannstöðum“ með það að markmiði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á ákveðnum svæðum. „Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim,“ segir Róbert. „Auðvitað vil ég ekki með þessu draga neinar ályktanir um ábyrgð í þessu tilviki eða öðrum heldur tel að það er ástæða til að rifja upp að árið 2022 var verkefnastjórn sett á laggirnar til að skoða þessi mál og þessi verkefnastjórn lagði til að það yrðu sétt sérlög um þetta efni,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Slíkt frumvarp hafi enn ekki verið lagt fram í dag. „Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars.“ Reynisfjara Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er banaslys sem varð við Reynisfjöru í fyrradag þegar níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést. „Hættur fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum,“ skrifar Róbert. Hann segir að samkvæmt annarri grein mannréttindasáttmála Evrópu hafi fólk rétt til lífs og því þurfi íslenska ríkið að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Það sé hluti af svokölluðum jákvæðum skyldum ríkisins. Ef í ljós kæmi að íslenska ríkið hafi ekki sett fullnægjandi reglur um varnir gegn slysum á vinsælum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir gæti íslenska ríkið talist brotlegt við mannréttindasáttmálann. Skýrsla til staðar en ekkert frumvarp Róbert bendir á að í byrjun árs 2022 hafi Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra auk Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, skipað verkefnastjórn sem skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Skýrsla verkefnastjórnarinnar fjallaði um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila en megintillaga hennar hafi verið að „skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannstöðum“ með það að markmiði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á ákveðnum svæðum. „Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim,“ segir Róbert. „Auðvitað vil ég ekki með þessu draga neinar ályktanir um ábyrgð í þessu tilviki eða öðrum heldur tel að það er ástæða til að rifja upp að árið 2022 var verkefnastjórn sett á laggirnar til að skoða þessi mál og þessi verkefnastjórn lagði til að það yrðu sétt sérlög um þetta efni,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Slíkt frumvarp hafi enn ekki verið lagt fram í dag. „Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars.“
Reynisfjara Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira