Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. ágúst 2025 14:08 Breiðablik á besta sénsinn á sæti í Sambandsdeildinni. Myndin er úr leik liðsins gegn KA í gær. vísir / diego Dregið var í umspil Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Breiðablik fer til Sviss eða Hollands ef liðið vinnur næsta einvígi en Moldóvu eða San Marínó ef tap verður niðurstaðan. Víkingur fer til Frakklands ef liðið vinnur sitt einvígi en dettur úr leik ef tap verður niðurstaðan. Bæði lið eiga einvígi framundan í vikunni og eftir úrslitum þar ræðst hvert þau fara næst. Breiðablik Breiðablik er á leið í einvígi gegn Zrinskij Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu. Fyrri leikurinn verður spilaður ytra en sá seinni á Kópavogsvelli. Ef Blikarnir vinna einvígið eru þeir með Sambandsdeildarsæti tryggt og fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni gegn sigurvegaranum úr einvígi Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Ef Blikarnir tapa einvíginu fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni, gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Drátturinn verður að teljast nokkuð hagstæður Breiðabliki þar sem mun sterkari lið en Milsami og Virtus voru í pottinum. Víkingur Víkingur er á leið í einvígi gegn Bröndby frá Danmörku og þarf að vinna það til að komast í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn verður í Víkinni en sá seinni ytra. Ef Víkingur tapar einvíginu er liðið úr leik og á ekki möguleika á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Víkingarnir vinna einvígið fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni gegn Strasbourg, sem endaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eiga þau möguleika? Miði er möguleiki og vonin er sannarlega á lífi hjá báðum liðum en Breiðablik á margfalt betra möguleika á því að komast í Sambandsdeildina, sem er yfirlýst markmið beggja félaga. Víkingur þarf að fara í gegnum erfiðari andstæðing í báðum einvígunum og má ekki misstíga sig, á meðan Breiðablik hefur efni á því að tapa næsta einvígi. Víkingar geta þó verið nokkuð bjartsýnir fyrir einvígið gegn Bröndby, þeir fá fyrri leikinn á heimavelli og Bröndby hefur ekki unnið útileik í Evrópukeppni í síðustu þrettán tilraunum. Góð úrslit í Víkinni og þéttur varnarleikur í Danmörku ætti að skila þeim örugglega áfram. Svo verður að koma ljós hvernig Frakkarnir spila. Blikarnir geta sömuleiðis verið bjartsýnir fyrir einvígið gegn Zrinskij Mostar, þrátt fyrir að hafa tapað gegn þeim fyrir tveimur árum. Bosníska liðið vann vissulega einvígið þá, þökk sé hryllilegum fyrri hálfleik hjá Breiðablik í útileiknum, en Blikarnir unnu síðan heimaleikinn og voru alls ekki verri aðilinn. Svo búa ríkjandi Íslandsmeistararnir líka við þann lúxus að mega tapa og fá samt annan séns. Ef þeir tapa fyrir Zrinskij Mostar ættu þeir sannarlega að geta lagt lið frá Moldóvu eða San Marínó til að tryggja sætið. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Bæði lið eiga einvígi framundan í vikunni og eftir úrslitum þar ræðst hvert þau fara næst. Breiðablik Breiðablik er á leið í einvígi gegn Zrinskij Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu. Fyrri leikurinn verður spilaður ytra en sá seinni á Kópavogsvelli. Ef Blikarnir vinna einvígið eru þeir með Sambandsdeildarsæti tryggt og fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni gegn sigurvegaranum úr einvígi Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Ef Blikarnir tapa einvíginu fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni, gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Drátturinn verður að teljast nokkuð hagstæður Breiðabliki þar sem mun sterkari lið en Milsami og Virtus voru í pottinum. Víkingur Víkingur er á leið í einvígi gegn Bröndby frá Danmörku og þarf að vinna það til að komast í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn verður í Víkinni en sá seinni ytra. Ef Víkingur tapar einvíginu er liðið úr leik og á ekki möguleika á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Víkingarnir vinna einvígið fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni gegn Strasbourg, sem endaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eiga þau möguleika? Miði er möguleiki og vonin er sannarlega á lífi hjá báðum liðum en Breiðablik á margfalt betra möguleika á því að komast í Sambandsdeildina, sem er yfirlýst markmið beggja félaga. Víkingur þarf að fara í gegnum erfiðari andstæðing í báðum einvígunum og má ekki misstíga sig, á meðan Breiðablik hefur efni á því að tapa næsta einvígi. Víkingar geta þó verið nokkuð bjartsýnir fyrir einvígið gegn Bröndby, þeir fá fyrri leikinn á heimavelli og Bröndby hefur ekki unnið útileik í Evrópukeppni í síðustu þrettán tilraunum. Góð úrslit í Víkinni og þéttur varnarleikur í Danmörku ætti að skila þeim örugglega áfram. Svo verður að koma ljós hvernig Frakkarnir spila. Blikarnir geta sömuleiðis verið bjartsýnir fyrir einvígið gegn Zrinskij Mostar, þrátt fyrir að hafa tapað gegn þeim fyrir tveimur árum. Bosníska liðið vann vissulega einvígið þá, þökk sé hryllilegum fyrri hálfleik hjá Breiðablik í útileiknum, en Blikarnir unnu síðan heimaleikinn og voru alls ekki verri aðilinn. Svo búa ríkjandi Íslandsmeistararnir líka við þann lúxus að mega tapa og fá samt annan séns. Ef þeir tapa fyrir Zrinskij Mostar ættu þeir sannarlega að geta lagt lið frá Moldóvu eða San Marínó til að tryggja sætið.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira