Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 11:22 Strangtrúaðir gyðingar biðja við eitt að hliðunum að Musterishæðinni. Gyðingar mega samkvæmt gömlu samkomulagi heimsækja svæðið en ekki biðja þar. AP Photo/Ohad Zwigenberg) Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Yfirvöld í Jórdaníu hafa í raun stjórn á Musterishæðinni vegna gamals samkomulags og samkvæmt óskrifuðu samkomulagi milli Jórdana og Ísraela mega gyðingar heimsækja svæðið en ekki biðja þar. Undanfarin ár hefur ítrekað komið til átaka á þessu svæði en þó Jórdanar fari með formlega stjórn á því eru inngangar að því mannaðir ísraelskum lögregluþjónum og landamæravörðum. Sem þjóðaröryggisráðherra Ísrael er Ben Gvir hæst setti yfirmaður þeirra. Ráðamenn í Jórdaníu hafa þegar fordæmt bænastund Ben Gvir og segja hana blygðunarlaust brot á áðurnefndu samkomulagi og venjum, samkvæmt frétt Al Jazeera. Bænastundin hefur einnig verið fordæmd af leiðtogum Palestínu og ráðamönnum í Sádi-Arabíu. Í færslu sem hann birti í kjölfarið á samfélagsmiðlum kallaði Ben Gvir enn og aftur eftir því að Ísraelar hernæmu alla Gasaströndina og að Palestínumönnum yrði gert að yfirgefa svæðið. Sagði hann það einu leiðina til að bjarga þeim gíslum er enn eru í haldi Hamas og að sigra Hamas. Sjá einnig: Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja sex manns hafa dáið úr hungri í dag. Í heildina er fjöldi þeirra sem dáið hafa úr hungri kominn í 175 og þar af eru 93 börn. Að minnsta kosti 23 Palestínumenn voru þar að auki skotnir til bana í morgun, við það að reyna að verða sér út um matvæli og aðrar nauðsynjar. Slíkt hefur ítrekað gerst á undanförnum vikum. Segir stefnu Ísrael ekki hafa breyst Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sendi samkvæmt Times of Israel út yfirlýsingu eftir bænastundina umdeildu og staðhæfði þar að opinber stefna Ísraelsríkis væri að viðhalda samkomulaginu við Jórdaníu um Musterishæð. Það hefði ekki og myndi ekki breytast. Ben Gvir hefur þó allt frá því hann varð þjóðaröryggisráðherra árið 2022 ítrekað sagt opinberlega að hann vilji að gyðingar megi biðja á Musterishæðinni. Þetta var þó í fyrsta sinn sem hann gerir það með opinberum hætti en með honum voru um 1.250 aðrir gyðingar, samkvæmt stofnuninni sem stýrir Musterishæðinni fyrir hönd Jórdana. תיעוד מהר הבית: בן גביר הוביל את התפילה, עשרות רקדו ושרו https://t.co/5OEwX8dJ5a pic.twitter.com/CTKuuPOcL7— ערוץ 7 (@arutz7heb) August 3, 2025 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Yfirvöld í Jórdaníu hafa í raun stjórn á Musterishæðinni vegna gamals samkomulags og samkvæmt óskrifuðu samkomulagi milli Jórdana og Ísraela mega gyðingar heimsækja svæðið en ekki biðja þar. Undanfarin ár hefur ítrekað komið til átaka á þessu svæði en þó Jórdanar fari með formlega stjórn á því eru inngangar að því mannaðir ísraelskum lögregluþjónum og landamæravörðum. Sem þjóðaröryggisráðherra Ísrael er Ben Gvir hæst setti yfirmaður þeirra. Ráðamenn í Jórdaníu hafa þegar fordæmt bænastund Ben Gvir og segja hana blygðunarlaust brot á áðurnefndu samkomulagi og venjum, samkvæmt frétt Al Jazeera. Bænastundin hefur einnig verið fordæmd af leiðtogum Palestínu og ráðamönnum í Sádi-Arabíu. Í færslu sem hann birti í kjölfarið á samfélagsmiðlum kallaði Ben Gvir enn og aftur eftir því að Ísraelar hernæmu alla Gasaströndina og að Palestínumönnum yrði gert að yfirgefa svæðið. Sagði hann það einu leiðina til að bjarga þeim gíslum er enn eru í haldi Hamas og að sigra Hamas. Sjá einnig: Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja sex manns hafa dáið úr hungri í dag. Í heildina er fjöldi þeirra sem dáið hafa úr hungri kominn í 175 og þar af eru 93 börn. Að minnsta kosti 23 Palestínumenn voru þar að auki skotnir til bana í morgun, við það að reyna að verða sér út um matvæli og aðrar nauðsynjar. Slíkt hefur ítrekað gerst á undanförnum vikum. Segir stefnu Ísrael ekki hafa breyst Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sendi samkvæmt Times of Israel út yfirlýsingu eftir bænastundina umdeildu og staðhæfði þar að opinber stefna Ísraelsríkis væri að viðhalda samkomulaginu við Jórdaníu um Musterishæð. Það hefði ekki og myndi ekki breytast. Ben Gvir hefur þó allt frá því hann varð þjóðaröryggisráðherra árið 2022 ítrekað sagt opinberlega að hann vilji að gyðingar megi biðja á Musterishæðinni. Þetta var þó í fyrsta sinn sem hann gerir það með opinberum hætti en með honum voru um 1.250 aðrir gyðingar, samkvæmt stofnuninni sem stýrir Musterishæðinni fyrir hönd Jórdana. תיעוד מהר הבית: בן גביר הוביל את התפילה, עשרות רקדו ושרו https://t.co/5OEwX8dJ5a pic.twitter.com/CTKuuPOcL7— ערוץ 7 (@arutz7heb) August 3, 2025
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira