Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2025 19:02 Það var erfið stemning á tjaldsvæðinu í Eyjum í morgun en töluvert skárra veður nú síðdegis. Vísir/Viktor Freyr Fjölmargir þjóðhátíðargestir sem hugðust gista í tjöldum í nótt í Vestmannaeyjum þurftu að leita sér skjóls í Herjólfshöll en þrumuveður, rok og rigning lék skipuleggjendur grátt. Þjóðhátíðargestir sem fréttastofa ræddi við segjast enn blautir eftir gærnóttina og þá eru stígvél uppseld á eyjunni. Veðrið í Vestmannaeyjum í nótt þegar verst var lítur ekki sérlega vel út á upptökum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum en Þjóðhátíðarnefnd hafði fyrr um kvöldið virkað viðbragðsáætlun, hætt við að kveikja í brennunni á Fjósakletti og opnað dyr Herjólfshallarinnar fyrir gestum. Á miðnætti kom hvellur með tilheyrandi hvassviðri sem tók með sér nokkur hvít tjöld og þegar skipuleggjendur hugðust taka niður bjórtjaldið fauk tjaldið og eyðilagðist. Veðrið í eyjunni var töluvert skárra í dag en nú síðdegis var tilkynnt að vegna aðstæðna í Landeyjahöfn muni ferðir Herjólfs falla niður í kvöld. Aðstæður til siglinga á morgun verða metnar út frá nýjustu veðurspá og tilkynning send um morgundaginn klukkan fimm í fyrramálið. Kristófer Kári Magnússon gisti ásamt þremur félögum sínum í tjaldi í Eyjum í nótt. „Vindurinn var náttúrulega svakalegur. Tjöldin voru svona, járnin sem halda þeim niðri, þau voru alveg að taka þau af, við þurftum að fara þrisvar til fjórum sinnum út að laga þau. Rigningin var ekki góð, við fórum út að laga þetta og komum bara inn jafnblautir og þegar við vorum að koma úr Dalnum. Nóttin var erfið, það var erfitt að sofna og já þetta var bara erfitt.“ Gestum hafi sérstaklega brugðið þegar teknótjaldið svokallaða hafi einfaldlega farið á hvolf vegna veðurs. „Það voru pollar þarna út um mörg svæði þar sem fólk var að dansa, þetta var mikið álag. Maður hafði alveg gaman. Þetta er meira veðurhugarfar, maður á alltaf að búast við vondu veðri. Ég hafði alveg gaman en nóttin var erfið og morguninn klárlega erfiður.“ Hann segist enn blautur eftir ævintýri næturinnar. Vinkonurnar Ásdís Gréta Stefánsdóttir og Tinna Björk Arnarsdóttir segjast aldrei hafa upplifað annað eins veður. „Ég hef aldrei lent í öðru eins sko. Þetta var hræðilegt. Ég var alveg bara: Já, það er bara smá rigning. Nei nei það var bara rigning og rok og allt sko, díses,“ segir Tinna. „Ég var í strigaskóm og þeir eru rennandi blautir,“ segir Ásdís en vinkona hennar segir hlæjandi: „Hún eitthvað: Já já, ég gat alveg verið í þeim í fyrra, ég ætla bara að vera í þeim aftur núna. Ásdís segist hafa farið í Icewear og ætlað að kaupa sér stígvél. Hún kom að tómum kofa. „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld. Ég fór í nokkrar búðir.“ @idunnragg ♬ Jet2 Advert - ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧 Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Veðrið í Vestmannaeyjum í nótt þegar verst var lítur ekki sérlega vel út á upptökum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum en Þjóðhátíðarnefnd hafði fyrr um kvöldið virkað viðbragðsáætlun, hætt við að kveikja í brennunni á Fjósakletti og opnað dyr Herjólfshallarinnar fyrir gestum. Á miðnætti kom hvellur með tilheyrandi hvassviðri sem tók með sér nokkur hvít tjöld og þegar skipuleggjendur hugðust taka niður bjórtjaldið fauk tjaldið og eyðilagðist. Veðrið í eyjunni var töluvert skárra í dag en nú síðdegis var tilkynnt að vegna aðstæðna í Landeyjahöfn muni ferðir Herjólfs falla niður í kvöld. Aðstæður til siglinga á morgun verða metnar út frá nýjustu veðurspá og tilkynning send um morgundaginn klukkan fimm í fyrramálið. Kristófer Kári Magnússon gisti ásamt þremur félögum sínum í tjaldi í Eyjum í nótt. „Vindurinn var náttúrulega svakalegur. Tjöldin voru svona, járnin sem halda þeim niðri, þau voru alveg að taka þau af, við þurftum að fara þrisvar til fjórum sinnum út að laga þau. Rigningin var ekki góð, við fórum út að laga þetta og komum bara inn jafnblautir og þegar við vorum að koma úr Dalnum. Nóttin var erfið, það var erfitt að sofna og já þetta var bara erfitt.“ Gestum hafi sérstaklega brugðið þegar teknótjaldið svokallaða hafi einfaldlega farið á hvolf vegna veðurs. „Það voru pollar þarna út um mörg svæði þar sem fólk var að dansa, þetta var mikið álag. Maður hafði alveg gaman. Þetta er meira veðurhugarfar, maður á alltaf að búast við vondu veðri. Ég hafði alveg gaman en nóttin var erfið og morguninn klárlega erfiður.“ Hann segist enn blautur eftir ævintýri næturinnar. Vinkonurnar Ásdís Gréta Stefánsdóttir og Tinna Björk Arnarsdóttir segjast aldrei hafa upplifað annað eins veður. „Ég hef aldrei lent í öðru eins sko. Þetta var hræðilegt. Ég var alveg bara: Já, það er bara smá rigning. Nei nei það var bara rigning og rok og allt sko, díses,“ segir Tinna. „Ég var í strigaskóm og þeir eru rennandi blautir,“ segir Ásdís en vinkona hennar segir hlæjandi: „Hún eitthvað: Já já, ég gat alveg verið í þeim í fyrra, ég ætla bara að vera í þeim aftur núna. Ásdís segist hafa farið í Icewear og ætlað að kaupa sér stígvél. Hún kom að tómum kofa. „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld. Ég fór í nokkrar búðir.“ @idunnragg ♬ Jet2 Advert - ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira