Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2025 19:02 Það var erfið stemning á tjaldsvæðinu í Eyjum í morgun en töluvert skárra veður nú síðdegis. Vísir/Viktor Freyr Fjölmargir þjóðhátíðargestir sem hugðust gista í tjöldum í nótt í Vestmannaeyjum þurftu að leita sér skjóls í Herjólfshöll en þrumuveður, rok og rigning lék skipuleggjendur grátt. Þjóðhátíðargestir sem fréttastofa ræddi við segjast enn blautir eftir gærnóttina og þá eru stígvél uppseld á eyjunni. Veðrið í Vestmannaeyjum í nótt þegar verst var lítur ekki sérlega vel út á upptökum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum en Þjóðhátíðarnefnd hafði fyrr um kvöldið virkað viðbragðsáætlun, hætt við að kveikja í brennunni á Fjósakletti og opnað dyr Herjólfshallarinnar fyrir gestum. Á miðnætti kom hvellur með tilheyrandi hvassviðri sem tók með sér nokkur hvít tjöld og þegar skipuleggjendur hugðust taka niður bjórtjaldið fauk tjaldið og eyðilagðist. Veðrið í eyjunni var töluvert skárra í dag en nú síðdegis var tilkynnt að vegna aðstæðna í Landeyjahöfn muni ferðir Herjólfs falla niður í kvöld. Aðstæður til siglinga á morgun verða metnar út frá nýjustu veðurspá og tilkynning send um morgundaginn klukkan fimm í fyrramálið. Kristófer Kári Magnússon gisti ásamt þremur félögum sínum í tjaldi í Eyjum í nótt. „Vindurinn var náttúrulega svakalegur. Tjöldin voru svona, járnin sem halda þeim niðri, þau voru alveg að taka þau af, við þurftum að fara þrisvar til fjórum sinnum út að laga þau. Rigningin var ekki góð, við fórum út að laga þetta og komum bara inn jafnblautir og þegar við vorum að koma úr Dalnum. Nóttin var erfið, það var erfitt að sofna og já þetta var bara erfitt.“ Gestum hafi sérstaklega brugðið þegar teknótjaldið svokallaða hafi einfaldlega farið á hvolf vegna veðurs. „Það voru pollar þarna út um mörg svæði þar sem fólk var að dansa, þetta var mikið álag. Maður hafði alveg gaman. Þetta er meira veðurhugarfar, maður á alltaf að búast við vondu veðri. Ég hafði alveg gaman en nóttin var erfið og morguninn klárlega erfiður.“ Hann segist enn blautur eftir ævintýri næturinnar. Vinkonurnar Ásdís Gréta Stefánsdóttir og Tinna Björk Arnarsdóttir segjast aldrei hafa upplifað annað eins veður. „Ég hef aldrei lent í öðru eins sko. Þetta var hræðilegt. Ég var alveg bara: Já, það er bara smá rigning. Nei nei það var bara rigning og rok og allt sko, díses,“ segir Tinna. „Ég var í strigaskóm og þeir eru rennandi blautir,“ segir Ásdís en vinkona hennar segir hlæjandi: „Hún eitthvað: Já já, ég gat alveg verið í þeim í fyrra, ég ætla bara að vera í þeim aftur núna. Ásdís segist hafa farið í Icewear og ætlað að kaupa sér stígvél. Hún kom að tómum kofa. „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld. Ég fór í nokkrar búðir.“ @idunnragg ♬ Jet2 Advert - ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧 Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Veðrið í Vestmannaeyjum í nótt þegar verst var lítur ekki sérlega vel út á upptökum sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum en Þjóðhátíðarnefnd hafði fyrr um kvöldið virkað viðbragðsáætlun, hætt við að kveikja í brennunni á Fjósakletti og opnað dyr Herjólfshallarinnar fyrir gestum. Á miðnætti kom hvellur með tilheyrandi hvassviðri sem tók með sér nokkur hvít tjöld og þegar skipuleggjendur hugðust taka niður bjórtjaldið fauk tjaldið og eyðilagðist. Veðrið í eyjunni var töluvert skárra í dag en nú síðdegis var tilkynnt að vegna aðstæðna í Landeyjahöfn muni ferðir Herjólfs falla niður í kvöld. Aðstæður til siglinga á morgun verða metnar út frá nýjustu veðurspá og tilkynning send um morgundaginn klukkan fimm í fyrramálið. Kristófer Kári Magnússon gisti ásamt þremur félögum sínum í tjaldi í Eyjum í nótt. „Vindurinn var náttúrulega svakalegur. Tjöldin voru svona, járnin sem halda þeim niðri, þau voru alveg að taka þau af, við þurftum að fara þrisvar til fjórum sinnum út að laga þau. Rigningin var ekki góð, við fórum út að laga þetta og komum bara inn jafnblautir og þegar við vorum að koma úr Dalnum. Nóttin var erfið, það var erfitt að sofna og já þetta var bara erfitt.“ Gestum hafi sérstaklega brugðið þegar teknótjaldið svokallaða hafi einfaldlega farið á hvolf vegna veðurs. „Það voru pollar þarna út um mörg svæði þar sem fólk var að dansa, þetta var mikið álag. Maður hafði alveg gaman. Þetta er meira veðurhugarfar, maður á alltaf að búast við vondu veðri. Ég hafði alveg gaman en nóttin var erfið og morguninn klárlega erfiður.“ Hann segist enn blautur eftir ævintýri næturinnar. Vinkonurnar Ásdís Gréta Stefánsdóttir og Tinna Björk Arnarsdóttir segjast aldrei hafa upplifað annað eins veður. „Ég hef aldrei lent í öðru eins sko. Þetta var hræðilegt. Ég var alveg bara: Já, það er bara smá rigning. Nei nei það var bara rigning og rok og allt sko, díses,“ segir Tinna. „Ég var í strigaskóm og þeir eru rennandi blautir,“ segir Ásdís en vinkona hennar segir hlæjandi: „Hún eitthvað: Já já, ég gat alveg verið í þeim í fyrra, ég ætla bara að vera í þeim aftur núna. Ásdís segist hafa farið í Icewear og ætlað að kaupa sér stígvél. Hún kom að tómum kofa. „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld. Ég fór í nokkrar búðir.“ @idunnragg ♬ Jet2 Advert - ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir „Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út“ Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira