Innlent

Ó­veður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalt­eyri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Veðrið í Vestmannaeyjum hafði töluverð áhrif á hátíðarhöld í eyjunni í nótt en hætt var við að kveikja í brennu á Fjósakletti auk þess sem nokkur hátíðarhöld fuku.

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Þjóðhátíðarnefndar, sem vonar að það versta sé af staðið og veðrið fari að skána. Veðrið var mun betra á Flúðum, þar sem tónleikar Ljótu hálfvitanna í gærkvöldi voru stappfullir. 

Í smábyggðinni Hjalteyri er líf og fjör um helgina og er þar hálfgerð verbúðarstemning. Dorgað verður á bryggjunni í dag, þar verður kyndilganga í kvöld, grillveisla og flugeldasýning. 

Veðurfræðingur varar ferðalanga við miklu hvassviðri sem spáð er í dag á Vesturlandi. Hann segir útlit fyrir að blautt verði í veðri það sem eftir lifir helgar á Suðurlandi.

Við heyrum í þjálfara ÍBV en árlegi Þjóðhátíðarleikurinn fer fram í dag. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×