Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2025 15:41 Konan er ákærð fyrir manndráp og tilraun til manndráps á heimili fjölskyldunnar við Súlunes í Garðabæ. Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona sem hefur verið ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og tilraun til að bana móður sinni í Garðabæ í apríl síðastliðnum hefur talað um að foreldrar sínir hafi hlotið áverka sína vegna þess að þau féllu til jarðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum sem hafa verið birtir á vef Landsréttar. Líkt og fréttastofa hefur greint frá er Margrét grunuð um að hafa í aðdraganda andláts föðurins, sem bar að þann 11. apríl síðastliðinn, beitt foreldra sína ofbeldi í tíu klukkustundir. Hún er jafnframt grunuð um að beita foreldrana margvíslegu ofbeldi mánuðina á undan, en þau höfðu ítrekað leitað á sjúkrahús og til læknis áður en faðir hennar, sem var áttræður, lést. Síðast hafði hann farið á sjúkrahús tveimur dögum áður en hann féll frá. Ljóst að þarna hafði mikið gengið á Í úrskurðinum er aðkomu lögreglu á vettvang, heimili þeirra í Súlunesi, lýst. Faðirinn mun hafa verið meðvitundarlaus og móðirin að reyna að aðstoða hann. Dóttir þeirra, Margrét, hafi staðið innan við forstofuna. Endurlífgun hófst á vettvangi, en hún gekk ekki. Fram kemur að blóðslettur hafi verið víðs vegar um húsið, meðal annars á veggjum, og þótti lögreglu ljóst að þarna hafði eitthvað gengið á. Sagðist hafa heyrt dynk Í gæsluvarðhaldsúrskurðum Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, kemur fram að Margrét hafi í skýrslutökum hjá lögreglu neitað sök. Miklum áverkum foreldranna er þar lýst, en jafnframt áverkum á handleggjum og bringu Margrétar. Hún hafi talað um að daginn sem faðirinn lést og hún handtekin hafi hún verið inni í svefnherbergi hjá sér og heyrt dynk. Hún hafi farið fram og séð föður sinn liggjandi á gólfinu. Kvaðst hún halda að hann hefði dottið. Aðspurð um áverka á móður sinni talaði hún á sama veg. Hún sagði að móðir sín hefði nýlega dottið eða rekið sig í. Áttu í handalögmálum nokkrum mánuðum fyrr Þá sagði hún að þann 15. apríl hefði komið til handalögmála á milli einstaklinga. Í úrskurðinum sem birtur hefur verið á netinu hafa upplýsingar um hverjir áttu í þessum meintu upplýsingum verið afmáðar, en þar virðast, miðað við hennar lýsingar, að minnsta kosti foreldrarnir og hún tekist á . Margrét mun hafa talað um að í þetta skipti hafi þau öll ýtt hvert öðru. Hún kvaðst hafa slegið frá sér til þeirra beggja og höggin lent á andliti þeirra Vitni lýsa ofbeldishegðun Skýrslur hafa verið teknar af vitnum sem hafa lýst ofbeldishegðun Margrétar í garð foreldra sinna. Þá liggi fyrir gögn frá fagaðilum þar sem fram kemur að hún hafi beitt þau ofbeldi. Hún mun hafa lýst því að ofbeldisástand hafi verið á heimilinu síðan hún var barn. Áverkarnir líklega komið fram á mismunandi tímum Fram kemur í réttarkrufningu að áverkarnir á líki föðurins bendi sterklega til þess að „annar einstaklingur, eða einstaklingar, hafi veitt honum allflesta áverkana“. Áverkanir hafi verið margvíslegir í eðli. Líklega hafi þeir komið fram á „mismunandi tímum og undir ólíkum hornum“. Í þessari niðurstöðu krufningarinnar lá dánarorsök föðurins ekki fyrir, en þó segir að áverkarnir séu þess eðlis að þeir hafi getað valdið dauða og að óhikað megi íhuga þann möguleika að um manndráp hafi verið að ræða. Lögreglumál Dómsmál Rannsókn á andláti í Garðabæ Garðabær Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum sem hafa verið birtir á vef Landsréttar. Líkt og fréttastofa hefur greint frá er Margrét grunuð um að hafa í aðdraganda andláts föðurins, sem bar að þann 11. apríl síðastliðinn, beitt foreldra sína ofbeldi í tíu klukkustundir. Hún er jafnframt grunuð um að beita foreldrana margvíslegu ofbeldi mánuðina á undan, en þau höfðu ítrekað leitað á sjúkrahús og til læknis áður en faðir hennar, sem var áttræður, lést. Síðast hafði hann farið á sjúkrahús tveimur dögum áður en hann féll frá. Ljóst að þarna hafði mikið gengið á Í úrskurðinum er aðkomu lögreglu á vettvang, heimili þeirra í Súlunesi, lýst. Faðirinn mun hafa verið meðvitundarlaus og móðirin að reyna að aðstoða hann. Dóttir þeirra, Margrét, hafi staðið innan við forstofuna. Endurlífgun hófst á vettvangi, en hún gekk ekki. Fram kemur að blóðslettur hafi verið víðs vegar um húsið, meðal annars á veggjum, og þótti lögreglu ljóst að þarna hafði eitthvað gengið á. Sagðist hafa heyrt dynk Í gæsluvarðhaldsúrskurðum Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, kemur fram að Margrét hafi í skýrslutökum hjá lögreglu neitað sök. Miklum áverkum foreldranna er þar lýst, en jafnframt áverkum á handleggjum og bringu Margrétar. Hún hafi talað um að daginn sem faðirinn lést og hún handtekin hafi hún verið inni í svefnherbergi hjá sér og heyrt dynk. Hún hafi farið fram og séð föður sinn liggjandi á gólfinu. Kvaðst hún halda að hann hefði dottið. Aðspurð um áverka á móður sinni talaði hún á sama veg. Hún sagði að móðir sín hefði nýlega dottið eða rekið sig í. Áttu í handalögmálum nokkrum mánuðum fyrr Þá sagði hún að þann 15. apríl hefði komið til handalögmála á milli einstaklinga. Í úrskurðinum sem birtur hefur verið á netinu hafa upplýsingar um hverjir áttu í þessum meintu upplýsingum verið afmáðar, en þar virðast, miðað við hennar lýsingar, að minnsta kosti foreldrarnir og hún tekist á . Margrét mun hafa talað um að í þetta skipti hafi þau öll ýtt hvert öðru. Hún kvaðst hafa slegið frá sér til þeirra beggja og höggin lent á andliti þeirra Vitni lýsa ofbeldishegðun Skýrslur hafa verið teknar af vitnum sem hafa lýst ofbeldishegðun Margrétar í garð foreldra sinna. Þá liggi fyrir gögn frá fagaðilum þar sem fram kemur að hún hafi beitt þau ofbeldi. Hún mun hafa lýst því að ofbeldisástand hafi verið á heimilinu síðan hún var barn. Áverkarnir líklega komið fram á mismunandi tímum Fram kemur í réttarkrufningu að áverkarnir á líki föðurins bendi sterklega til þess að „annar einstaklingur, eða einstaklingar, hafi veitt honum allflesta áverkana“. Áverkanir hafi verið margvíslegir í eðli. Líklega hafi þeir komið fram á „mismunandi tímum og undir ólíkum hornum“. Í þessari niðurstöðu krufningarinnar lá dánarorsök föðurins ekki fyrir, en þó segir að áverkarnir séu þess eðlis að þeir hafi getað valdið dauða og að óhikað megi íhuga þann möguleika að um manndráp hafi verið að ræða.
Lögreglumál Dómsmál Rannsókn á andláti í Garðabæ Garðabær Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira