Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2025 13:00 Ólafur Jóhann er upplitsdjarfur og segir Eyjamenn ekki munu láta veðurspár hafa áhrif á Þjóðhátíð. Þjóðhátíð í Eyjum var sett í gær með árlegu húkkaraballi. Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir vel hafa gengið í gær og segir að Eyjamenn séu vel búnir undir veðrið. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir farþegafjölda koma á óvart, ekkert rof verði á ferðum Herjólfs. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri segjast búast við margmenni. „Við erum búnir að gera ráðstafanir, festa bjórtjöldin sérstaklega vel og allt okkar dót og gera ráðstafanir í því,“ segir Jónas Már. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi í nótt á Suðurlandi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun líklegt að tjöld myndu fjúka í Eyjum. Þó væru góðu fréttirnar þær að veðrið muni fara fyrr yfir en áður hafði verið talið. „Það sem hefur breyst frá spánum sem voru fyrr í vikunni er að það er meiri vindur í þessu í kvöld og í nótt en þetta fer hraðar yfir. Það fer oft saman þegar bætir í vindinn þá eru kerfin fljótari að fara yfir,“ segir Haraldur. „Þannig rigningin, þessi laugardagsrigning verður eiginlega búin þegar vaknar í fyrramálið. En svo tekur bara við skúraveður, bæði á morgun og sunnudag þá verður strekkingsvindur og skúrir á Suður- og Vesturlandi.“ Færri hvít tjöld eru á hátíðinni í ár, um fimmtíu færri en í fyrra, þegar 150 ára afmælishátíð fór fram. Jónas segir þá hátíð hafa verið sérstaklega vel sótta. „Það kannski situr í fólki og það vill kannski hvíla sig bara, eina Þjóðhátíð. Kemur svo bara aftur ferskt inn á næsta ári, ég veit ekki skýringuna en ég giska að það sé eitthvað svoleiðis.“ Herjólfur muni halda sínu striki Ólafur Jóhann Borgþórsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir skipið munu sigla samkvæmt áætlun í kvöld þrátt fyrir gula veðurviðvörun. „Herjólfur siglir bara fulla áætlun í dag, átta ferðir og við erum ekki að sjá að veðurspáin muni hafa nokkur áhrif á siglingar í dag eða helgina og reiknum bara með því að geta komið öllum til Eyja og frá Eyjum og að menn verði bara glaðir við komu og brottför því Þjóðhátíð hefur verið haldin í 151 ár og það hafa verið allskyns veður en ég held að allir og allar kynslóðir hafa talað um það að það sé alltaf gaman hvort sem sólin skín eða það rignir í dalnum, þannig við erum bara bjartsýn á helgina þrátt fyrir óhagfellda veðurspá.“ Hann segist ekki merkja mikla fækkun farþega með Herjólfi þessa helgina í ár þrátt fyrir spárnar. „Farþegafjöldinn er bara nokkuð svipaður og verið hefur og mjög ánægjulegt að sjá, eins og við sjáum bara í dag og í gær, að það eru fleiri heldur en í rauninni við reiknuðum með miðað við hvernig bókað var bara í síðustu viku, þannig fólk virðist ekki vera að láta veðurspána hafa mikil áhrif á sig.“ Ein með öllu aldrei litið betur út Skipuleggjendur fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri eru aftur á móti himinlifandi með veðurspár fyrir helgina. Halldór Kristinn Harðarson skipuleggjandi segist búast við margmenni í ljósi þessa. „Þetta leggst bara frábærlega í okkur. Við erum að fá rosa góða spá. Við erum að prufukeyra hérna glænýtt viðburðarsvæði, það hefur verið notað kannski tvisvar áður en það er dálítið síðan og það er Akureyrarvöllur. Við erum að flytja sparitónleikana sem voru alltaf á leikhúsfletinum við erum að flytja það þangað yfir og bæði tívolíin verða hér ásamt slatta af matarvögnum og ég stend hérna núna í miðri uppsetningu og ég held þetta hafi aldrei litið betur út.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Við erum búnir að gera ráðstafanir, festa bjórtjöldin sérstaklega vel og allt okkar dót og gera ráðstafanir í því,“ segir Jónas Már. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi í nótt á Suðurlandi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun líklegt að tjöld myndu fjúka í Eyjum. Þó væru góðu fréttirnar þær að veðrið muni fara fyrr yfir en áður hafði verið talið. „Það sem hefur breyst frá spánum sem voru fyrr í vikunni er að það er meiri vindur í þessu í kvöld og í nótt en þetta fer hraðar yfir. Það fer oft saman þegar bætir í vindinn þá eru kerfin fljótari að fara yfir,“ segir Haraldur. „Þannig rigningin, þessi laugardagsrigning verður eiginlega búin þegar vaknar í fyrramálið. En svo tekur bara við skúraveður, bæði á morgun og sunnudag þá verður strekkingsvindur og skúrir á Suður- og Vesturlandi.“ Færri hvít tjöld eru á hátíðinni í ár, um fimmtíu færri en í fyrra, þegar 150 ára afmælishátíð fór fram. Jónas segir þá hátíð hafa verið sérstaklega vel sótta. „Það kannski situr í fólki og það vill kannski hvíla sig bara, eina Þjóðhátíð. Kemur svo bara aftur ferskt inn á næsta ári, ég veit ekki skýringuna en ég giska að það sé eitthvað svoleiðis.“ Herjólfur muni halda sínu striki Ólafur Jóhann Borgþórsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir skipið munu sigla samkvæmt áætlun í kvöld þrátt fyrir gula veðurviðvörun. „Herjólfur siglir bara fulla áætlun í dag, átta ferðir og við erum ekki að sjá að veðurspáin muni hafa nokkur áhrif á siglingar í dag eða helgina og reiknum bara með því að geta komið öllum til Eyja og frá Eyjum og að menn verði bara glaðir við komu og brottför því Þjóðhátíð hefur verið haldin í 151 ár og það hafa verið allskyns veður en ég held að allir og allar kynslóðir hafa talað um það að það sé alltaf gaman hvort sem sólin skín eða það rignir í dalnum, þannig við erum bara bjartsýn á helgina þrátt fyrir óhagfellda veðurspá.“ Hann segist ekki merkja mikla fækkun farþega með Herjólfi þessa helgina í ár þrátt fyrir spárnar. „Farþegafjöldinn er bara nokkuð svipaður og verið hefur og mjög ánægjulegt að sjá, eins og við sjáum bara í dag og í gær, að það eru fleiri heldur en í rauninni við reiknuðum með miðað við hvernig bókað var bara í síðustu viku, þannig fólk virðist ekki vera að láta veðurspána hafa mikil áhrif á sig.“ Ein með öllu aldrei litið betur út Skipuleggjendur fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri eru aftur á móti himinlifandi með veðurspár fyrir helgina. Halldór Kristinn Harðarson skipuleggjandi segist búast við margmenni í ljósi þessa. „Þetta leggst bara frábærlega í okkur. Við erum að fá rosa góða spá. Við erum að prufukeyra hérna glænýtt viðburðarsvæði, það hefur verið notað kannski tvisvar áður en það er dálítið síðan og það er Akureyrarvöllur. Við erum að flytja sparitónleikana sem voru alltaf á leikhúsfletinum við erum að flytja það þangað yfir og bæði tívolíin verða hér ásamt slatta af matarvögnum og ég stend hérna núna í miðri uppsetningu og ég held þetta hafi aldrei litið betur út.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira