„Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 13:02 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink Tæplega ársgamalt hlaðvarpsviðtal við Kristrúnu Frostadóttur, þar sem hún segir ekki tímabært að fara í „þá vegferð“ að ganga í Evrópusambandið, fer nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrir tilstuðlan stjórnarandstöðunnar. „Í Evrópumálum hef ég verið mjög skýr á því, að ég tel ekki að þetta sé tíminn til að fara í þá vegferð. Mér finnst mikilvægara að sameina jafnaðarfólk um atriði sem eru í nærumhverfi okkar akkurat núna og það bara skiptir máli að fólk viti hvar ég stend í því.“ Þetta sagði Kristrún Frostadóttir í hlaðvarpsþættinum Chess after dark 27. ágúst í fyrra, en ungir sjálfstæðismenn rifjuðu þáttinn upp og birtu klippur úr honum á samfélagsmiðlum í gær. View this post on Instagram A post shared by Ungir sjálfstæðismenn (@ungirxd) Evrópusambandið reddi ekki vondu efnahagsástandi „Þetta er mjög stór breyting fyrir íslenskt samfélag og þú verður að vera með ofboðslega sterkt umboð til verka og þú getur ekki verið með einn til tvo stjórnmálaflokka sem ætla að leiða það verkefni,“ sagði Kristrún. „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið er þegar það gengur illa, þegar það er komin verðbólga, þegar það eru háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í Evrópusambandið.“ „Þetta er ekki til að redda vondu efnahagsástandi af því að staðreyndin er líka sú, við vorum að tala áður um fólk sem er að lenda í vanda út af vöxtum, verðbólgu og þess háttar. Ég mun ekki bjarga því núna í bráð með því að ganga í Evrópusambandið ... og það eru aðrir hlutir sem er hægt að gera til skemmri og milli langs tíma til að ná tökum á þessum hlutum,“ sagði Kristrún. „Ég veit að fólk er, svona heldur að ég sé að blöffa með þetta. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ „Auðvitað geta hlutir breyst skiljið þið? Aðstæður geta breyst, en þegar ég segi að forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem þú getur ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs,“ sagði Kristrún Frostadóttir í þættinum. „Það er bannað að plata“ Þingmenn og aðrir stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar hafa nú deilt viðtalsbútnum eins og vindurinn og ljóst er að mörgum þykir hún hafa gengið á bak orða sinna. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í færslu að það væri full ástæða til að rifja upp orð forsætisráðherrans, þar sem nú væri ríkisstjórnin, undir forystu Viðreisnar, „komin á fleygiferð við að undirbúa inngöngu Íslands í ESB, án þess að viðurkenna það.“ „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætti kannski að hlusta á þetta viðtal við Kristrúnu í Chess After Dark áður en hún þjófstartar endanlega aðildarviðræðunum við ESB fyrir Íslands hönd.“ „Flestar þær forsendur sem Kristrún taldi fyrir ári síðan að þyrftu að vera fyrir hendi til að hægt væri að hefja viðræður um aðild Íslands að ESB eru það svo sannarlega ekki, heldur fjarri því,“ segir Sigurður Kári. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einhver reynslumesti bloggari landsins, skrifar á bloggsíðu sinni um „ESB-blöff Kristrúnar.“ „Eftir að Kristrún hefur setið í rúmt hálft ár sem forsætisráðherra blasir við að hún var að „blöffa með þetta“. Hún hefur snúið hlutunum algjörlega á hvolf sem forsætisráðherra,“ segir Björn. Björn Bjarnason segir að Kristrún hafi snúið hlutunum algjörlega á hvolf eftir að hún varð forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Stóra sleggjan sem átti að nota til að slá niður verðbólgu og vexti hefur breyst í safngrip. Ursula von der Leyen notar á hinn bóginn hótanir um tolla á kísiljárn í von um að þröngva Kristrúnu inn fyrir tollmúra ESB í sömu andrá og hún fellir alla tolla niður gagnvart Trump.“ Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu rétt að minna Kristrúnu á eigin orð. Segir hann ljóst að þingflokkar Samfylkingar og Viðreisnar ætli sér, með þungvopnuðu baklandi sínu, að marsera með Ísland inn í Evrópusambandið, hvað sem tautar og raular. „Ferðalagið í ESB er komið á fulla ferð. Án þjóðaratkvæðagreiðslu. Án samráðs við utanríkismálanefnd og án umræðu á Alþingi. Allt ber þetta að sama brunni, kjósendur voru plataðir,“ segir Bergþór Ólason. Samfylkingin Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Í Evrópumálum hef ég verið mjög skýr á því, að ég tel ekki að þetta sé tíminn til að fara í þá vegferð. Mér finnst mikilvægara að sameina jafnaðarfólk um atriði sem eru í nærumhverfi okkar akkurat núna og það bara skiptir máli að fólk viti hvar ég stend í því.“ Þetta sagði Kristrún Frostadóttir í hlaðvarpsþættinum Chess after dark 27. ágúst í fyrra, en ungir sjálfstæðismenn rifjuðu þáttinn upp og birtu klippur úr honum á samfélagsmiðlum í gær. View this post on Instagram A post shared by Ungir sjálfstæðismenn (@ungirxd) Evrópusambandið reddi ekki vondu efnahagsástandi „Þetta er mjög stór breyting fyrir íslenskt samfélag og þú verður að vera með ofboðslega sterkt umboð til verka og þú getur ekki verið með einn til tvo stjórnmálaflokka sem ætla að leiða það verkefni,“ sagði Kristrún. „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið er þegar það gengur illa, þegar það er komin verðbólga, þegar það eru háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í Evrópusambandið.“ „Þetta er ekki til að redda vondu efnahagsástandi af því að staðreyndin er líka sú, við vorum að tala áður um fólk sem er að lenda í vanda út af vöxtum, verðbólgu og þess háttar. Ég mun ekki bjarga því núna í bráð með því að ganga í Evrópusambandið ... og það eru aðrir hlutir sem er hægt að gera til skemmri og milli langs tíma til að ná tökum á þessum hlutum,“ sagði Kristrún. „Ég veit að fólk er, svona heldur að ég sé að blöffa með þetta. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ „Auðvitað geta hlutir breyst skiljið þið? Aðstæður geta breyst, en þegar ég segi að forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem þú getur ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs,“ sagði Kristrún Frostadóttir í þættinum. „Það er bannað að plata“ Þingmenn og aðrir stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar hafa nú deilt viðtalsbútnum eins og vindurinn og ljóst er að mörgum þykir hún hafa gengið á bak orða sinna. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í færslu að það væri full ástæða til að rifja upp orð forsætisráðherrans, þar sem nú væri ríkisstjórnin, undir forystu Viðreisnar, „komin á fleygiferð við að undirbúa inngöngu Íslands í ESB, án þess að viðurkenna það.“ „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætti kannski að hlusta á þetta viðtal við Kristrúnu í Chess After Dark áður en hún þjófstartar endanlega aðildarviðræðunum við ESB fyrir Íslands hönd.“ „Flestar þær forsendur sem Kristrún taldi fyrir ári síðan að þyrftu að vera fyrir hendi til að hægt væri að hefja viðræður um aðild Íslands að ESB eru það svo sannarlega ekki, heldur fjarri því,“ segir Sigurður Kári. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einhver reynslumesti bloggari landsins, skrifar á bloggsíðu sinni um „ESB-blöff Kristrúnar.“ „Eftir að Kristrún hefur setið í rúmt hálft ár sem forsætisráðherra blasir við að hún var að „blöffa með þetta“. Hún hefur snúið hlutunum algjörlega á hvolf sem forsætisráðherra,“ segir Björn. Björn Bjarnason segir að Kristrún hafi snúið hlutunum algjörlega á hvolf eftir að hún varð forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Stóra sleggjan sem átti að nota til að slá niður verðbólgu og vexti hefur breyst í safngrip. Ursula von der Leyen notar á hinn bóginn hótanir um tolla á kísiljárn í von um að þröngva Kristrúnu inn fyrir tollmúra ESB í sömu andrá og hún fellir alla tolla niður gagnvart Trump.“ Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu rétt að minna Kristrúnu á eigin orð. Segir hann ljóst að þingflokkar Samfylkingar og Viðreisnar ætli sér, með þungvopnuðu baklandi sínu, að marsera með Ísland inn í Evrópusambandið, hvað sem tautar og raular. „Ferðalagið í ESB er komið á fulla ferð. Án þjóðaratkvæðagreiðslu. Án samráðs við utanríkismálanefnd og án umræðu á Alþingi. Allt ber þetta að sama brunni, kjósendur voru plataðir,“ segir Bergþór Ólason.
Samfylkingin Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira