Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 09:37 Donald Trump Bandaríkjaforseti og stuðningsmenn brasilíska landsliðsins. Getty/ Bradley Kanaris Ef það er eitthvað sem er hægt að ganga að vísu þá er það að Brasilíumenn mæta í stórum og litríkum hópum til að styðja við bakið á sínu liði á heimsmeistaramótunum í fótbolta. Kannski þó ekki mikið lengur. Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins gætu orðið fórnarlamb þess slæma milliríkjasambands sem ríkir nú á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og núverandi leiðtoga Brasilíu. CNN í Brasilíu slær því upp að svo gæti hreinlega farið að Trump bannaði Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta í Bandaríkjunum næsta sumar. Stuðningsmennirnir yrðu samt ekki beint skotmark hjá Trump heldur myndi hann banna öll brasilísk vegabréf í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar sagt að hann ætli að leggja fimmtíu prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnti áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Svo gæti farið að deilurnar stigmagnist eins og er oft sagan með Trump og Brasilíumenn óttast núna að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin. CNN leitaði eftir viðbrögðum frá Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA og forseta þess Gianni Infantino en fékk engin svör. Infantino og Trump eru miklir mátar og Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum. Brasilía hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum sögunnar í karlaflokki og unnið oftast allra þjóða eða fimm sinnum (1958, 1962, 1970, 1994 og 2002). View this post on Instagram A post shared by CNN Esportes (@cnnesportes) HM 2026 í fótbolta Donald Trump Brasilía Bandaríkin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Sjá meira
Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins gætu orðið fórnarlamb þess slæma milliríkjasambands sem ríkir nú á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og núverandi leiðtoga Brasilíu. CNN í Brasilíu slær því upp að svo gæti hreinlega farið að Trump bannaði Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta í Bandaríkjunum næsta sumar. Stuðningsmennirnir yrðu samt ekki beint skotmark hjá Trump heldur myndi hann banna öll brasilísk vegabréf í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar sagt að hann ætli að leggja fimmtíu prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnti áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Svo gæti farið að deilurnar stigmagnist eins og er oft sagan með Trump og Brasilíumenn óttast núna að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin. CNN leitaði eftir viðbrögðum frá Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA og forseta þess Gianni Infantino en fékk engin svör. Infantino og Trump eru miklir mátar og Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum. Brasilía hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum sögunnar í karlaflokki og unnið oftast allra þjóða eða fimm sinnum (1958, 1962, 1970, 1994 og 2002). View this post on Instagram A post shared by CNN Esportes (@cnnesportes)
HM 2026 í fótbolta Donald Trump Brasilía Bandaríkin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Sjá meira