Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2025 08:42 Árásin átti sér stað 20. desember síðastlðinn. Getty/Halil Sagirkaya Einstaklingar sem urðu fyrir meiðslum þegar maður ók á fólk á jólamarkaði í Magdeburg í desember síðastliðnum, segjast hafa orðið fyrir öðru áfalli nú þegar þeim bárust á dögunum afsökunarbeiðnir frá gerandanum. Sex létust, þeirra á meðal sex ára gamalt barn, og hundruð særðust, nokkrir alvarlega, þegar geðlæknirinn Taleb al-Abdulmohsen, frá Sádi Arabíu, ók inn í mannþröngina á jólamarkaðnum. Hann situr í gæsluvarðhaldi þar sem málið hefur ekki enn ratað fyrir dómstóla. „Við trúðum þessu ekki í fyrstu,“ hefur dagblaðið Magdeburger Volksstimme eftir einum af þeim sem fékk handskrifað bréf sent frá al-Abdulmohsen. „Við fengum sjokk þegar við snérum aftur úr fríi og fundum bréfið í bréfakassanum,“ sagði annar í samtali við MDR. „Hvernig getur morðingi nálgast heimilisföng þolenda?“ Samkvæmt miðlum í Magdeburg bað al-Abdulmohsen, 50 ára, viðkomandi fyrirgefningar og óskaði þeim velfarnaðar. En hann lét einnig fylgja ruglingslegar hugleiðingar á borð við þær sem hann birti á samfélagsmiðlum áður en hann lét til skarar skríða. Þær vörðuðu reiði gagnvart stjórnvöldum í Þýskalandi og samsæriskenningar um meinta viðleitni stjórnvalda til að íslam-væða Evrópu. Undir bréfin ritaði hann: „Vinakveðja“. Talið er að al-Abdulmohsen hafi fengið heimilisföngin í gegnum gögn frá verjendum sínum. Ljóst er að saksóknaraembættið sem fer með málið gegn honum vissi að hann hefði sent bréfin en það hafði merkt þau sérstaklega til að vara viðtakendurna við innihaldinu. Eftir atvikið hefur reglum verið breytt og framvegis haft samband við þolendur símleiðis áður en bréf frá gerendum eru send áfram. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Erlend sakamál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Sex létust, þeirra á meðal sex ára gamalt barn, og hundruð særðust, nokkrir alvarlega, þegar geðlæknirinn Taleb al-Abdulmohsen, frá Sádi Arabíu, ók inn í mannþröngina á jólamarkaðnum. Hann situr í gæsluvarðhaldi þar sem málið hefur ekki enn ratað fyrir dómstóla. „Við trúðum þessu ekki í fyrstu,“ hefur dagblaðið Magdeburger Volksstimme eftir einum af þeim sem fékk handskrifað bréf sent frá al-Abdulmohsen. „Við fengum sjokk þegar við snérum aftur úr fríi og fundum bréfið í bréfakassanum,“ sagði annar í samtali við MDR. „Hvernig getur morðingi nálgast heimilisföng þolenda?“ Samkvæmt miðlum í Magdeburg bað al-Abdulmohsen, 50 ára, viðkomandi fyrirgefningar og óskaði þeim velfarnaðar. En hann lét einnig fylgja ruglingslegar hugleiðingar á borð við þær sem hann birti á samfélagsmiðlum áður en hann lét til skarar skríða. Þær vörðuðu reiði gagnvart stjórnvöldum í Þýskalandi og samsæriskenningar um meinta viðleitni stjórnvalda til að íslam-væða Evrópu. Undir bréfin ritaði hann: „Vinakveðja“. Talið er að al-Abdulmohsen hafi fengið heimilisföngin í gegnum gögn frá verjendum sínum. Ljóst er að saksóknaraembættið sem fer með málið gegn honum vissi að hann hefði sent bréfin en það hafði merkt þau sérstaklega til að vara viðtakendurna við innihaldinu. Eftir atvikið hefur reglum verið breytt og framvegis haft samband við þolendur símleiðis áður en bréf frá gerendum eru send áfram.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Erlend sakamál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira