Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2025 08:42 Árásin átti sér stað 20. desember síðastlðinn. Getty/Halil Sagirkaya Einstaklingar sem urðu fyrir meiðslum þegar maður ók á fólk á jólamarkaði í Magdeburg í desember síðastliðnum, segjast hafa orðið fyrir öðru áfalli nú þegar þeim bárust á dögunum afsökunarbeiðnir frá gerandanum. Sex létust, þeirra á meðal sex ára gamalt barn, og hundruð særðust, nokkrir alvarlega, þegar geðlæknirinn Taleb al-Abdulmohsen, frá Sádi Arabíu, ók inn í mannþröngina á jólamarkaðnum. Hann situr í gæsluvarðhaldi þar sem málið hefur ekki enn ratað fyrir dómstóla. „Við trúðum þessu ekki í fyrstu,“ hefur dagblaðið Magdeburger Volksstimme eftir einum af þeim sem fékk handskrifað bréf sent frá al-Abdulmohsen. „Við fengum sjokk þegar við snérum aftur úr fríi og fundum bréfið í bréfakassanum,“ sagði annar í samtali við MDR. „Hvernig getur morðingi nálgast heimilisföng þolenda?“ Samkvæmt miðlum í Magdeburg bað al-Abdulmohsen, 50 ára, viðkomandi fyrirgefningar og óskaði þeim velfarnaðar. En hann lét einnig fylgja ruglingslegar hugleiðingar á borð við þær sem hann birti á samfélagsmiðlum áður en hann lét til skarar skríða. Þær vörðuðu reiði gagnvart stjórnvöldum í Þýskalandi og samsæriskenningar um meinta viðleitni stjórnvalda til að íslam-væða Evrópu. Undir bréfin ritaði hann: „Vinakveðja“. Talið er að al-Abdulmohsen hafi fengið heimilisföngin í gegnum gögn frá verjendum sínum. Ljóst er að saksóknaraembættið sem fer með málið gegn honum vissi að hann hefði sent bréfin en það hafði merkt þau sérstaklega til að vara viðtakendurna við innihaldinu. Eftir atvikið hefur reglum verið breytt og framvegis haft samband við þolendur símleiðis áður en bréf frá gerendum eru send áfram. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Erlend sakamál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Sex létust, þeirra á meðal sex ára gamalt barn, og hundruð særðust, nokkrir alvarlega, þegar geðlæknirinn Taleb al-Abdulmohsen, frá Sádi Arabíu, ók inn í mannþröngina á jólamarkaðnum. Hann situr í gæsluvarðhaldi þar sem málið hefur ekki enn ratað fyrir dómstóla. „Við trúðum þessu ekki í fyrstu,“ hefur dagblaðið Magdeburger Volksstimme eftir einum af þeim sem fékk handskrifað bréf sent frá al-Abdulmohsen. „Við fengum sjokk þegar við snérum aftur úr fríi og fundum bréfið í bréfakassanum,“ sagði annar í samtali við MDR. „Hvernig getur morðingi nálgast heimilisföng þolenda?“ Samkvæmt miðlum í Magdeburg bað al-Abdulmohsen, 50 ára, viðkomandi fyrirgefningar og óskaði þeim velfarnaðar. En hann lét einnig fylgja ruglingslegar hugleiðingar á borð við þær sem hann birti á samfélagsmiðlum áður en hann lét til skarar skríða. Þær vörðuðu reiði gagnvart stjórnvöldum í Þýskalandi og samsæriskenningar um meinta viðleitni stjórnvalda til að íslam-væða Evrópu. Undir bréfin ritaði hann: „Vinakveðja“. Talið er að al-Abdulmohsen hafi fengið heimilisföngin í gegnum gögn frá verjendum sínum. Ljóst er að saksóknaraembættið sem fer með málið gegn honum vissi að hann hefði sent bréfin en það hafði merkt þau sérstaklega til að vara viðtakendurna við innihaldinu. Eftir atvikið hefur reglum verið breytt og framvegis haft samband við þolendur símleiðis áður en bréf frá gerendum eru send áfram.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Erlend sakamál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira