Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 08:17 Clara Ganslandt er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Vísir/Samsett Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. Greint hefur verið frá því að verndartollar leggist á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi eftir þrjár vikur að óbreyttu en formlegt samtal á milli íslenskra og evrópskra stjórnvalda stendur nú yfir. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi. Sveitarstjórnir á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit hafa miklar áhyggjur af áformunum og telja að þau ógni atvinnulífi svæðisins með beinum hætti. Fjöldi starfa eru undir og forstjóri Elkem á Íslandi hefur sagt samkeppnishæfni starfseminnar hverfa á einu bretti við álagningu tollanna. Enn er margt óljóst um framhaldið enda stendur svokölluð verndarráðstafanarannsókn yfir í Brussel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Evrópusambandsins felur slík rannsókn í sér að kanna hvort innflutningur á tiltekinni vöru ógni afkomu framleiðenda innan bandalagsins. Ef framkvæmdastjórnin kemst að þeirri niðurstöðu er henni heimilt að leggja tolla eða kvóta á innflutninginn. Ísland hefur notið góðs af EES-samningnum hvað útflutning til Evrópu varðar en EES-samningurinn er ekki það sama og að tilheyra tollabandalagi Evrópusambandsins. Þegar fréttastofa hafði samband við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi um málið sögðust þau lítið geta tjáð sig um málið. „Hvað járnblendið varðar hefur sendinefndin ekki haft neina aðkomu að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið verndarráðstafanarannsókn. Þar sem rannsóknin stendur enn yfir er framkvæmdastjórninni ekki fært um að tjá sig um niðurstöður hennar,“ sagði sendinefndin í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Greint hefur verið frá því að verndartollar leggist á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi eftir þrjár vikur að óbreyttu en formlegt samtal á milli íslenskra og evrópskra stjórnvalda stendur nú yfir. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi. Sveitarstjórnir á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit hafa miklar áhyggjur af áformunum og telja að þau ógni atvinnulífi svæðisins með beinum hætti. Fjöldi starfa eru undir og forstjóri Elkem á Íslandi hefur sagt samkeppnishæfni starfseminnar hverfa á einu bretti við álagningu tollanna. Enn er margt óljóst um framhaldið enda stendur svokölluð verndarráðstafanarannsókn yfir í Brussel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Evrópusambandsins felur slík rannsókn í sér að kanna hvort innflutningur á tiltekinni vöru ógni afkomu framleiðenda innan bandalagsins. Ef framkvæmdastjórnin kemst að þeirri niðurstöðu er henni heimilt að leggja tolla eða kvóta á innflutninginn. Ísland hefur notið góðs af EES-samningnum hvað útflutning til Evrópu varðar en EES-samningurinn er ekki það sama og að tilheyra tollabandalagi Evrópusambandsins. Þegar fréttastofa hafði samband við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi um málið sögðust þau lítið geta tjáð sig um málið. „Hvað járnblendið varðar hefur sendinefndin ekki haft neina aðkomu að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið verndarráðstafanarannsókn. Þar sem rannsóknin stendur enn yfir er framkvæmdastjórninni ekki fært um að tjá sig um niðurstöður hennar,“ sagði sendinefndin í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.
Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira