Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 08:17 Clara Ganslandt er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Vísir/Samsett Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. Greint hefur verið frá því að verndartollar leggist á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi eftir þrjár vikur að óbreyttu en formlegt samtal á milli íslenskra og evrópskra stjórnvalda stendur nú yfir. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi. Sveitarstjórnir á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit hafa miklar áhyggjur af áformunum og telja að þau ógni atvinnulífi svæðisins með beinum hætti. Fjöldi starfa eru undir og forstjóri Elkem á Íslandi hefur sagt samkeppnishæfni starfseminnar hverfa á einu bretti við álagningu tollanna. Enn er margt óljóst um framhaldið enda stendur svokölluð verndarráðstafanarannsókn yfir í Brussel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Evrópusambandsins felur slík rannsókn í sér að kanna hvort innflutningur á tiltekinni vöru ógni afkomu framleiðenda innan bandalagsins. Ef framkvæmdastjórnin kemst að þeirri niðurstöðu er henni heimilt að leggja tolla eða kvóta á innflutninginn. Ísland hefur notið góðs af EES-samningnum hvað útflutning til Evrópu varðar en EES-samningurinn er ekki það sama og að tilheyra tollabandalagi Evrópusambandsins. Þegar fréttastofa hafði samband við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi um málið sögðust þau lítið geta tjáð sig um málið. „Hvað járnblendið varðar hefur sendinefndin ekki haft neina aðkomu að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið verndarráðstafanarannsókn. Þar sem rannsóknin stendur enn yfir er framkvæmdastjórninni ekki fært um að tjá sig um niðurstöður hennar,“ sagði sendinefndin í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Greint hefur verið frá því að verndartollar leggist á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi eftir þrjár vikur að óbreyttu en formlegt samtal á milli íslenskra og evrópskra stjórnvalda stendur nú yfir. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi. Sveitarstjórnir á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit hafa miklar áhyggjur af áformunum og telja að þau ógni atvinnulífi svæðisins með beinum hætti. Fjöldi starfa eru undir og forstjóri Elkem á Íslandi hefur sagt samkeppnishæfni starfseminnar hverfa á einu bretti við álagningu tollanna. Enn er margt óljóst um framhaldið enda stendur svokölluð verndarráðstafanarannsókn yfir í Brussel. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Evrópusambandsins felur slík rannsókn í sér að kanna hvort innflutningur á tiltekinni vöru ógni afkomu framleiðenda innan bandalagsins. Ef framkvæmdastjórnin kemst að þeirri niðurstöðu er henni heimilt að leggja tolla eða kvóta á innflutninginn. Ísland hefur notið góðs af EES-samningnum hvað útflutning til Evrópu varðar en EES-samningurinn er ekki það sama og að tilheyra tollabandalagi Evrópusambandsins. Þegar fréttastofa hafði samband við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi um málið sögðust þau lítið geta tjáð sig um málið. „Hvað járnblendið varðar hefur sendinefndin ekki haft neina aðkomu að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið verndarráðstafanarannsókn. Þar sem rannsóknin stendur enn yfir er framkvæmdastjórninni ekki fært um að tjá sig um niðurstöður hennar,“ sagði sendinefndin í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.
Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira