Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2025 20:30 Óttar er staddur á bát í Frönsku Pólýnesíu. Hann stóð flóðbylgjuvaktina á bátnum á meðan aðrir áhafnarliðar sváfu. Vísir Íslendingur í Frönsku Pólýnesíu segist hafa fyllst skelfingu þegar fregnir bárust af jarðskjálfta undan ströndum Rússlands og gefnar voru út flóðbylgjuviðvaranir. Skjálftinn var 8,8 að stærð en betur fór en á horfðist. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma og voru upptök hans austur af Kamtsjatka-skaga á 47 kílómetra dýpi. Skjálftaflóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út um allt Kyrrahafið og var sérstaklega óttast um flóðbylgjur á Havaí og í Japan. Undanfari eldgoss Hæstu flóðbylgjurnar lentu á hafnarborgum á Kamtsjatkaskaga, þar sem öldur náðu fjögurra metra hæð í borginni Severo-Kurilsk, þar sem sjórinn sópaði með sér öllu steini léttara. Grjót hrundi úr hlíðum skagans og sjómenn náðu myndum af sæljónum flýja í hafið á meðan skjálftinn reið yfir. Eldgos hófst svo í Kljútsjevskoj-fjalli eftir hádegi að íslenskum tíma en en reglulega hefur gosið í fjallinu á síðustu árum. Við strendur Kyrrahafsins flúðu margir á hærra land og mynduðust umferðarteppur víða. Áhrifin voru þó minni en talið var að yrði í fyrstu Hræðileg upplifun Óttar Ómarsson er staddur í Frönsku Pólýnesíu, þar sem hann er á mánaðarlangri siglingu ásamt níu manna danskri áhöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Óttari var hann einn áhafnarmeðlima sem var vakandi - hann stóð flóðbylgjuvaktina á meðan aðrir sváfu. Klukkan var þá hálf tvö um nótt. „Að upplifa þetta er hræðilegt því við fréttum af þessu á meðan við erum að borða hrísgrjónagrautinn okkar í kvöldmat,“ segir Óttar. Fregnir bárust þá af jarðskjálfta við Rússlandsstrendur, um 9.000 kílómetra í burtu. Hópurinn fylgdist grannt með fréttum frá Havaí, þar sem bylgjurnar skullu fyrst á. „Eins og við vitum núna þá fór ekkert úrskeiðis, ekkert það slæmt. Nú er komið að okkur að fá sömu bylgjur, eða öldur.“ Óttaðist endurtekningu frá 2004 Bátur Óttars er undan ströndum Tahítí en fyrir innan rifið, sem veitir eyjunum nokkuð skjól. Hefði allt farið á versta veg var áhöfnin með neyðarplan tilbúið. „Þannig að við vorum búin að safna vegabréfunum frá öllum í einn poka og tilbúin með bátinn og svo voru allir með töskurnar sínar og dótið sitt tilbúið til að fara af bátnum bara með nauðsynjavörur og mat. Þá hefðum við klifrað upp á fjallið og það var planið að klifra upp á hálendið,“ segir Óttar. Hann hafi séð myndefni af flóðbylgjunni sem skall á í Indlandshafi árið 2004, í kjölfar jarðskjálfta sem var 9,1 til 9,3 að stærð, en þá létust á þriðja hundrað þúsund. Tilhugsunin um að vera í sömu aðstæðum hafi vakið ótta. „Núna líður mér vel en ég var rosalega hræddur áðan því það var rosalega mikil óvissa. Maður hefur séð vídeó af því sem hefur gerst í Taílandi, Indónesíu og maður var hræddur um að nú væri komið að okkur.“ Íslendingar erlendis Rússland Frakkland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. 30. júlí 2025 06:11 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma og voru upptök hans austur af Kamtsjatka-skaga á 47 kílómetra dýpi. Skjálftaflóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út um allt Kyrrahafið og var sérstaklega óttast um flóðbylgjur á Havaí og í Japan. Undanfari eldgoss Hæstu flóðbylgjurnar lentu á hafnarborgum á Kamtsjatkaskaga, þar sem öldur náðu fjögurra metra hæð í borginni Severo-Kurilsk, þar sem sjórinn sópaði með sér öllu steini léttara. Grjót hrundi úr hlíðum skagans og sjómenn náðu myndum af sæljónum flýja í hafið á meðan skjálftinn reið yfir. Eldgos hófst svo í Kljútsjevskoj-fjalli eftir hádegi að íslenskum tíma en en reglulega hefur gosið í fjallinu á síðustu árum. Við strendur Kyrrahafsins flúðu margir á hærra land og mynduðust umferðarteppur víða. Áhrifin voru þó minni en talið var að yrði í fyrstu Hræðileg upplifun Óttar Ómarsson er staddur í Frönsku Pólýnesíu, þar sem hann er á mánaðarlangri siglingu ásamt níu manna danskri áhöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Óttari var hann einn áhafnarmeðlima sem var vakandi - hann stóð flóðbylgjuvaktina á meðan aðrir sváfu. Klukkan var þá hálf tvö um nótt. „Að upplifa þetta er hræðilegt því við fréttum af þessu á meðan við erum að borða hrísgrjónagrautinn okkar í kvöldmat,“ segir Óttar. Fregnir bárust þá af jarðskjálfta við Rússlandsstrendur, um 9.000 kílómetra í burtu. Hópurinn fylgdist grannt með fréttum frá Havaí, þar sem bylgjurnar skullu fyrst á. „Eins og við vitum núna þá fór ekkert úrskeiðis, ekkert það slæmt. Nú er komið að okkur að fá sömu bylgjur, eða öldur.“ Óttaðist endurtekningu frá 2004 Bátur Óttars er undan ströndum Tahítí en fyrir innan rifið, sem veitir eyjunum nokkuð skjól. Hefði allt farið á versta veg var áhöfnin með neyðarplan tilbúið. „Þannig að við vorum búin að safna vegabréfunum frá öllum í einn poka og tilbúin með bátinn og svo voru allir með töskurnar sínar og dótið sitt tilbúið til að fara af bátnum bara með nauðsynjavörur og mat. Þá hefðum við klifrað upp á fjallið og það var planið að klifra upp á hálendið,“ segir Óttar. Hann hafi séð myndefni af flóðbylgjunni sem skall á í Indlandshafi árið 2004, í kjölfar jarðskjálfta sem var 9,1 til 9,3 að stærð, en þá létust á þriðja hundrað þúsund. Tilhugsunin um að vera í sömu aðstæðum hafi vakið ótta. „Núna líður mér vel en ég var rosalega hræddur áðan því það var rosalega mikil óvissa. Maður hefur séð vídeó af því sem hefur gerst í Taílandi, Indónesíu og maður var hræddur um að nú væri komið að okkur.“
Íslendingar erlendis Rússland Frakkland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. 30. júlí 2025 06:11 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. 30. júlí 2025 06:11