Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Agnar Már Másson skrifar 30. júlí 2025 12:01 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Olena Kondratiuk, varaforseti úkraínska þjóðþings. Verkhovna Rada Varaforseti Úkraínuþings vonar að Íslendingar gangi í almannavarnabandalag með Úkraínumönnum og Finnum sem sér um uppbyggingu sprengjuskýla í Úkraínu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um inngöngu að sögn forseta Alþingis en það er til skoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, sækir nú alþjóðlega ráðstefnu þingforseta í Genf í Sviss. Í gær átti hún fund með Olenu Kondratiuk, varaþingforseta Úkraínuþings. Frá fundinum í gær.Verkhovna Rada Engin ákvörðun tekin Haft er eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að hún búist við því að Íslendingar gangi í nýlega stofnað almannavarnabandalag. Bandalagið var formlega stofnað af Úkraínumönnum og Finnum í maí með það að markmiði að byggja þrjú þúsund sprengjuskýli í Úkraínu. „Við vonumst til þess að Íslendingar muni ganga í Almannavarnasambandið, sem sér um uppbyggingu skýlakerfis í Úkraínu,“ er haft eftir Kondratiuk. Þórunn segir við fréttastofu að Kondratiuk hafi minnst á almannavarnabandalagið, sem sé frumkvæðisverkefni finnskra stjórnvalda, á fundinum í dag. Engin ákvörðun um slíkt hafi þó verið tekin að hálfu Íslenskra stjórnvalda en málið sé í skoðun. Sniðgekk myndatöku með Rússum Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að Þórunn hafi sniðgengið myndatöku með Valentynu Matvjenko, þingforseta Rússlands. Einnig er haft eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að Úkraínumenn séu þakklátir Íslendingum fyrir stuðnings. „Það sem er einkum mikilvægt,“ segir Kondratiuk, „að Íslendingar veiti Úkraínumönnum hernaðarlega og tæknilega aðstoð þó þeir séu herlausir. Heildarupphæð þessarar aðstoðar hefur þegar náð 54 milljónum bandaríkjadala [6.651 m. kr.].“ Forseti Alþingis og varaforseti úkraínuþings föðmuðust.Verkhovna Rada Úkraína Rússland Alþingi Almannavarnir Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, sækir nú alþjóðlega ráðstefnu þingforseta í Genf í Sviss. Í gær átti hún fund með Olenu Kondratiuk, varaþingforseta Úkraínuþings. Frá fundinum í gær.Verkhovna Rada Engin ákvörðun tekin Haft er eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að hún búist við því að Íslendingar gangi í nýlega stofnað almannavarnabandalag. Bandalagið var formlega stofnað af Úkraínumönnum og Finnum í maí með það að markmiði að byggja þrjú þúsund sprengjuskýli í Úkraínu. „Við vonumst til þess að Íslendingar muni ganga í Almannavarnasambandið, sem sér um uppbyggingu skýlakerfis í Úkraínu,“ er haft eftir Kondratiuk. Þórunn segir við fréttastofu að Kondratiuk hafi minnst á almannavarnabandalagið, sem sé frumkvæðisverkefni finnskra stjórnvalda, á fundinum í dag. Engin ákvörðun um slíkt hafi þó verið tekin að hálfu Íslenskra stjórnvalda en málið sé í skoðun. Sniðgekk myndatöku með Rússum Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að Þórunn hafi sniðgengið myndatöku með Valentynu Matvjenko, þingforseta Rússlands. Einnig er haft eftir Kondratiuk í tilkynningu frá úkraínska þjóðþinginu að Úkraínumenn séu þakklátir Íslendingum fyrir stuðnings. „Það sem er einkum mikilvægt,“ segir Kondratiuk, „að Íslendingar veiti Úkraínumönnum hernaðarlega og tæknilega aðstoð þó þeir séu herlausir. Heildarupphæð þessarar aðstoðar hefur þegar náð 54 milljónum bandaríkjadala [6.651 m. kr.].“ Forseti Alþingis og varaforseti úkraínuþings föðmuðust.Verkhovna Rada
Úkraína Rússland Alþingi Almannavarnir Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent