Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. ágúst 2025 10:02 Þórhildur Halldórsdóttir, Dagmar Kristín Hannesdóttir og Kristín Rós Sigurðardóttir. Aðsend/Kristinn Magnússon Rannsókn sem var upprunalega meistaraverkefni Kristínar Rós Sigurðardóttir endaði sem grein í virta tímaritinu Lancet. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem fjallar um einhverf börn og börn með ADHD og, eru einstakar á heimsvísu vegna nákvæmni þeirra. Kristín Rós stóð frammi fyrir meistaraverkefninu sínu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2022. „Mig langaði að bæði skoða tilfinningavanda barna en svo hef ég sérstakan áhuga á því að vinna með börnum með taugafjölbreytileika, mér finnst það rosalega skemmtilegur hópur,“ segir Kristín Rós í samtali við fréttastofu. Úr varð rannsókn þar sem íslensk börn og ungmenni með taugafjölbreytileika voru tekin fyrir en hugtakið taugafjölbreytileiki er yfirheiti yfir þau sem eru til dæmis einhverf eða með ADHD. Þónokkrir eru skrifaðir fyrir rannsókninni auk Kristínar en þar á meðal eru Dagmar Kr. Hannesdóttir, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands, og Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við sálfræðideild HR og leiðbeinandi Kristínar. „Kristín hafði áhuga á að rannsaka einhverfu sem er frábært og maður styður það af sjálfsögðu,“ segir Þórhildur. Tveir þriðju barna með einhverfu einnig með ADHD Aðspurð hvað rannsóknin fjalli um segist Kristín gæta rætt það í ótalmargar klukkustundir. Í grófum dráttum rannsakaði hún bæði hversu algengt það sé að íslensk börn og unglingar séu greind einhverf, með ADHD eða bæði en einnig tilfinningavandi barnanna sem greindur var af fagaðilum og hvað getur fylgt þeim vanda. „Við vorum að skoða hversu algengt það væri á Íslandi en svo vorum við líka að skoða þennan tilfinningavanda. Við skoðuðum alls konar tilfinningavandamál sem geta komið samhliða og þegar þú færð klínískan vanda. Svo vorum við líka að skoða þegar foreldrar og kennarar eru að meta tilfinninga- og hegðunarvanda,“ segir Kristín. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að 1,5 prósent barna og unglinga á Íslandi eru einhverf án þroskahömlunar og 4,5 prósent með ADHD. Það sem var sérstaklega athyglisvert að sögn Kristínar var að tvö þriðju íslenskra barna og unglinga sem greinast einhverf voru einnig með ADHD. „Okkur finnst svo mikilvægt að skoða og rannsaka þennan hóp sem eru bæði einhverf og með ADHD. Niðurstöðurnar okkar sögðu að þessar greiningar fara oft saman,“ segir hún. Það sem kom svo skýrt í ljós var að börn með taugafjölbreytileika voru mun líklegri til að greinast með kvíðaraskanir heldur en önnur börn. „Þetta er ekki bara það að vera aðeins kvíðinn fyrir prófi eða að tala fyrir framan fólk heldur kvíðaröskun sem þýðir að það sé orðið mjög hamlandi í daglegu lífi,“ segir Kristín. „Þetta er mikilvægt fyrir Íslendinga klárlega og heilbrigðiskerfið að vita að já, við þurfum að skima sérstaklega fyrir kvíðaröskunum hjá ákveðnum hópum,“ segir Þórhildur. Miðuðu hátt Það var Þórhildur sem átti hugmyndina að senda greinina í The Lancet, virt vísindatímarit sem gefið hefur verið út frá árinu 1823. „Ég er svolítið með þá pælingu, af hverju ekki að miða hátt og í versta falli færðu nei. En þú færð ekki svar ef þú spyrð ekki. Ég vissi alveg um gæði gagnanna og um stöðu þekkingar, að hún væri takmörkuð hvað varðar einhverfu og ADHD,“ segir hún. Það er þó meira en að segja það að fá grein birta í tímaritinu, sem setur afar háar kröfur á allt efni sem er þar birt. „Sum tímarit monta sig af því að hafna níutíu prósentum af greinum sem þeim berast og Lancet er alveg klárlega í þeim klassa. Það er mikill heiður að fá að birta í þessu tímariti,“ segir Þórhildur. Ritstjóra tímaritsins leist afar vel á viðfangsefnið og taldi rannsóknina sýna fram á mikilvægar niðurstöður. Þá fengu þær Þórhildur og Kristín tækifæri til að ræða rannsóknina sína í hlaðvarpi tímaritsins, en hlusta má á þáttinn hér. Einstakt á heimsvísu Gögnin sem notuð voru í rannsókninni eru einstök á heimsvísu. Jafn nákvæmar niðurstöður og fengust í rannsókn Kristínar og Þórhildar hafa ekki fengist í neinni rannsókn en ástæðan eru gögn sem Dagmar hafði safnað og reyndust þau gríðarlega mikilvæg. „Fyrir hinn almenna borgara sem er ekki á kafi í þessu þá í rauninni erum við að impra á því hversu góð gæði þessi rannsókn hefur af því að í rauninni hjálpar þessi rannsókn okkur að skilja hvað þessi börn þurfa og hvar við getum veitt börnum þennan stuðning,“ segir Kristín. Þórhildur segir það sýna hversu magnað Ísland er, en ekki er sjálfsagt á heimsvísu að fá jafn nákvæmar upplýsingar um öll börn og unglinga á landinu. Áhugi fyrir áframhaldandi rannsóknum Kristín starfar nú sem sálfræðingur fyrir börn með taugafjölbreytileika. Hún segir ekkert rannsóknarverkefni á döfinni en hefur samt sem áður hafa áhuga á að halda áfram með rannsóknarefnið. Þórhildur starfar áfram hjá Háskólanum í Reykjavík og er með ýmislegt í gangi. Hún fór til að mynda í viðtal á Bylgjunni fyrir nokkrum dögum þar sem hún ræddi rannsókn sína um áhrif samfélagsmiðla á heila barna. „Ritstjóri Lancet er spennt fyrir fleiri rannsóknum og pælingum sem gætu verið gagnlegar fyrir börn sem eru með taugafjölbreytileika,“ segir Þórhildur. Lesa má rannsóknina í heild sinni hér. Vísindi Einhverfa ADHD Börn og uppeldi Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Kristín Rós stóð frammi fyrir meistaraverkefninu sínu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2022. „Mig langaði að bæði skoða tilfinningavanda barna en svo hef ég sérstakan áhuga á því að vinna með börnum með taugafjölbreytileika, mér finnst það rosalega skemmtilegur hópur,“ segir Kristín Rós í samtali við fréttastofu. Úr varð rannsókn þar sem íslensk börn og ungmenni með taugafjölbreytileika voru tekin fyrir en hugtakið taugafjölbreytileiki er yfirheiti yfir þau sem eru til dæmis einhverf eða með ADHD. Þónokkrir eru skrifaðir fyrir rannsókninni auk Kristínar en þar á meðal eru Dagmar Kr. Hannesdóttir, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands, og Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við sálfræðideild HR og leiðbeinandi Kristínar. „Kristín hafði áhuga á að rannsaka einhverfu sem er frábært og maður styður það af sjálfsögðu,“ segir Þórhildur. Tveir þriðju barna með einhverfu einnig með ADHD Aðspurð hvað rannsóknin fjalli um segist Kristín gæta rætt það í ótalmargar klukkustundir. Í grófum dráttum rannsakaði hún bæði hversu algengt það sé að íslensk börn og unglingar séu greind einhverf, með ADHD eða bæði en einnig tilfinningavandi barnanna sem greindur var af fagaðilum og hvað getur fylgt þeim vanda. „Við vorum að skoða hversu algengt það væri á Íslandi en svo vorum við líka að skoða þennan tilfinningavanda. Við skoðuðum alls konar tilfinningavandamál sem geta komið samhliða og þegar þú færð klínískan vanda. Svo vorum við líka að skoða þegar foreldrar og kennarar eru að meta tilfinninga- og hegðunarvanda,“ segir Kristín. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að 1,5 prósent barna og unglinga á Íslandi eru einhverf án þroskahömlunar og 4,5 prósent með ADHD. Það sem var sérstaklega athyglisvert að sögn Kristínar var að tvö þriðju íslenskra barna og unglinga sem greinast einhverf voru einnig með ADHD. „Okkur finnst svo mikilvægt að skoða og rannsaka þennan hóp sem eru bæði einhverf og með ADHD. Niðurstöðurnar okkar sögðu að þessar greiningar fara oft saman,“ segir hún. Það sem kom svo skýrt í ljós var að börn með taugafjölbreytileika voru mun líklegri til að greinast með kvíðaraskanir heldur en önnur börn. „Þetta er ekki bara það að vera aðeins kvíðinn fyrir prófi eða að tala fyrir framan fólk heldur kvíðaröskun sem þýðir að það sé orðið mjög hamlandi í daglegu lífi,“ segir Kristín. „Þetta er mikilvægt fyrir Íslendinga klárlega og heilbrigðiskerfið að vita að já, við þurfum að skima sérstaklega fyrir kvíðaröskunum hjá ákveðnum hópum,“ segir Þórhildur. Miðuðu hátt Það var Þórhildur sem átti hugmyndina að senda greinina í The Lancet, virt vísindatímarit sem gefið hefur verið út frá árinu 1823. „Ég er svolítið með þá pælingu, af hverju ekki að miða hátt og í versta falli færðu nei. En þú færð ekki svar ef þú spyrð ekki. Ég vissi alveg um gæði gagnanna og um stöðu þekkingar, að hún væri takmörkuð hvað varðar einhverfu og ADHD,“ segir hún. Það er þó meira en að segja það að fá grein birta í tímaritinu, sem setur afar háar kröfur á allt efni sem er þar birt. „Sum tímarit monta sig af því að hafna níutíu prósentum af greinum sem þeim berast og Lancet er alveg klárlega í þeim klassa. Það er mikill heiður að fá að birta í þessu tímariti,“ segir Þórhildur. Ritstjóra tímaritsins leist afar vel á viðfangsefnið og taldi rannsóknina sýna fram á mikilvægar niðurstöður. Þá fengu þær Þórhildur og Kristín tækifæri til að ræða rannsóknina sína í hlaðvarpi tímaritsins, en hlusta má á þáttinn hér. Einstakt á heimsvísu Gögnin sem notuð voru í rannsókninni eru einstök á heimsvísu. Jafn nákvæmar niðurstöður og fengust í rannsókn Kristínar og Þórhildar hafa ekki fengist í neinni rannsókn en ástæðan eru gögn sem Dagmar hafði safnað og reyndust þau gríðarlega mikilvæg. „Fyrir hinn almenna borgara sem er ekki á kafi í þessu þá í rauninni erum við að impra á því hversu góð gæði þessi rannsókn hefur af því að í rauninni hjálpar þessi rannsókn okkur að skilja hvað þessi börn þurfa og hvar við getum veitt börnum þennan stuðning,“ segir Kristín. Þórhildur segir það sýna hversu magnað Ísland er, en ekki er sjálfsagt á heimsvísu að fá jafn nákvæmar upplýsingar um öll börn og unglinga á landinu. Áhugi fyrir áframhaldandi rannsóknum Kristín starfar nú sem sálfræðingur fyrir börn með taugafjölbreytileika. Hún segir ekkert rannsóknarverkefni á döfinni en hefur samt sem áður hafa áhuga á að halda áfram með rannsóknarefnið. Þórhildur starfar áfram hjá Háskólanum í Reykjavík og er með ýmislegt í gangi. Hún fór til að mynda í viðtal á Bylgjunni fyrir nokkrum dögum þar sem hún ræddi rannsókn sína um áhrif samfélagsmiðla á heila barna. „Ritstjóri Lancet er spennt fyrir fleiri rannsóknum og pælingum sem gætu verið gagnlegar fyrir börn sem eru með taugafjölbreytileika,“ segir Þórhildur. Lesa má rannsóknina í heild sinni hér.
Vísindi Einhverfa ADHD Börn og uppeldi Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira