Handbolti

Strákarnir brunuðu í úr­slita­leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er gaman hjá sautján ára landsliði Íslands á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu.
Það er gaman hjá sautján ára landsliði Íslands á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu. @hsi_iceland

Íslenska sautján ára landsliðið í handbolta tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu.

Íslensku strákarnir fóru á kostum í undanúrslitaleiknum á móti Ungverjum og unnu hann með átta marka mun, 40-32.

Íslenska liðið var þrettán mörkum yfir í hálfleik, 25-12, og komst mest fjórtán mörkum yfir í seinni hálfleiknum.

Valsmaðurinn Gunnar Róbertsson var markahæstur í íslenska liðinu með tólf mörk en Ómar Darri Sigurgeirsson skoraði sex mörk.

Úrslitaleikur mótsins fer fram á morgun klukkan 12.30 og andstæðingarnir verða annað hvort Þjóðverjar eða Króatar. Íslenska liðið er búið að vinna Króata stórt á þessu móti.

Íslensku stelpurnar töpuðu á saman tíma í undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum og spila því um bronsverðlaunin á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×