Fótbolti

Hilmir Rafn full­komnaði markaveislu Viking

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmir Rafn Mikaelsson var á skotskónum í Sambandsdeildinni í kvöld.
Hilmir Rafn Mikaelsson var á skotskónum í Sambandsdeildinni í kvöld. Getty/ Mike Egerton

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði tvö mörk undir lokin í sjö marka stórsigri norska úrvalsdeildarfélagsins Viking í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Viking vann 7-0 sigur á slóvenska félaginu Koper í fyrri leik liðanna og eru komnir með annan fótinn í þriðju umferðina.

Hilmir var í byrjunarliðinu hjá Viking og nýtti tækifærið vel. Hann þurfti þó að bíða eftir fyrsta markinu sínu fram á 78. mínútu.

Hilmir skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 78. mínútu en það seinna sjö mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Simen Kvia-Egeskog.

Hann er nú kominn með átta mörk í öllum keppnum í sumar, þar af fjögur þeirra í bikarnum.

Sander Svendsen skoraði líka tvö mörk fyrir Viking en hin mörkin skoruðu þeir Anders Bærtelsen, Zlatko Tripic og Sondre Bjørshol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×