Innlent

Annar stór skartgripaþjófnaður í mið­borginni

Árni Sæberg skrifar
Talsvert er af skartgripabúðum í miðborginni.
Talsvert er af skartgripabúðum í miðborginni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þjófnað úr skartgripabúð, hvaðan þjófarnir komust með talsverð verðmæti í gær. Á mánudag var einnig tilkynnt um skartgripaþjófa á ferð. Málin eru sögð sambærileg en ekki liggur fyrir hvort þau tengist.

Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Hann segir að um talsverð verðmæti sé að ræða en að svo stöddu verði ekki greint frá því hversu miklum. Lögreglan vilji ná betur utan um málið áður en það er gert. Rannsókn málsins sé á frumstigum.

Hvað varðar þjófnaðinn á mánudag segir Unnar Már að tveir hafi verið handteknir og hluti þýfisins hafi fundist í fórum þeirra. Þeim hafi verið sleppt að loknum skýrslutökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×