Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2025 12:11 Sérsveitin handtók manninn við Urriðaholt. Hending ein réð því að sérsveitin sinnti því verkefni. Vísir Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið handtekinn af sérsveitinni í Garðabæ vegna gruns um skemmdarverk í Reykjavík. Síðar var greint frá að maður hefði verið handtekinn grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Um sama mann og sama mál er að ræða. Maðurinn var handtekinn í Urriðaholti í Garðabæ klukkan 12:40 í gær og það af sérsveitinni. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hefði verið grunaður um skemmdarverk í Reykjavík. Í dagbókarfærslu lögreglu síðdegis í gær sagði svo frá manni sem hefði verið handtekinn í Laugardalnum í Reykjavík grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Þegar Vísir bar málin tvö undir áðurnefndan Unnar Má kom í ljós að um eitt og sama málið væri að ræða. Tilviljun að sérsveitin handtók manninn Unnar Már segir að atburðarásin hafi hafist í Laugardalnum þegar meintur brotaþoli hafi leitað til lögregluþjóna utandyra og greint frá því að hinn handtekni hefði ráðist að honum og skemmt bíl hans. Lögregla hafi þá lýst eftir bíl mannsins og sérsveitarmenn hafi komið auga á hann í Urriðaholtinu. Tilviljun ein hafi ráðið því að sérsveitin hafi handtekið mannin, enda hafi engin hætta verið talin stafa af honum. Með í för hafi verið kona sem tengdist honum fjölskylduböndum. Grunaður um að greiða ekki tilskilin laun Unnar Már segir að maðurinn sé enn í haldi lögreglu og skýrslutökur yfir honum hafi hafist fyrir hádegi. Auk þess að vera grunaður um líkamsárás gagnvart brotaþola og skemmdarverk á bíl hans sé hann grunaður um mansal, með því að hafa meintan brotaþola í vinnu án þess að greiða honum tilskilin laun. Eða svokallað vinnumansal. Garðabær Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Maðurinn var handtekinn í Urriðaholti í Garðabæ klukkan 12:40 í gær og það af sérsveitinni. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hefði verið grunaður um skemmdarverk í Reykjavík. Í dagbókarfærslu lögreglu síðdegis í gær sagði svo frá manni sem hefði verið handtekinn í Laugardalnum í Reykjavík grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Þegar Vísir bar málin tvö undir áðurnefndan Unnar Má kom í ljós að um eitt og sama málið væri að ræða. Tilviljun að sérsveitin handtók manninn Unnar Már segir að atburðarásin hafi hafist í Laugardalnum þegar meintur brotaþoli hafi leitað til lögregluþjóna utandyra og greint frá því að hinn handtekni hefði ráðist að honum og skemmt bíl hans. Lögregla hafi þá lýst eftir bíl mannsins og sérsveitarmenn hafi komið auga á hann í Urriðaholtinu. Tilviljun ein hafi ráðið því að sérsveitin hafi handtekið mannin, enda hafi engin hætta verið talin stafa af honum. Með í för hafi verið kona sem tengdist honum fjölskylduböndum. Grunaður um að greiða ekki tilskilin laun Unnar Már segir að maðurinn sé enn í haldi lögreglu og skýrslutökur yfir honum hafi hafist fyrir hádegi. Auk þess að vera grunaður um líkamsárás gagnvart brotaþola og skemmdarverk á bíl hans sé hann grunaður um mansal, með því að hafa meintan brotaþola í vinnu án þess að greiða honum tilskilin laun. Eða svokallað vinnumansal.
Garðabær Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira