„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2025 19:32 Kjartan Þorbjörnsson, Golli, segir ömurlegt að fréttaljósmyndarar geti ekki sinnt starfi sínu í friði. Vísir/Vilhelm Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson, Golli, fordæma árás sem Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins varð fyrir á mótmælum við utanríkisráðuneytisins í gær. Eyþór fékk yfir sig gusu af rauðri málningu er hann myndaði viðburðinn. Skvettarinn virðist einskis iðrast og Eyþór hyggst kæra hann fyrir líkamsárás og eignatjón. „Það er ömurlegt að sjá svona árásir á blaðamenn við störf. Það er eitthvað sem við höfum ekki, alla vega líkamlegar árásir, séð áður,“ segir Sigríður Dögg. Golli tekur í sama streng en bæði voru þau til tals í Reykjavík síðdegis. Blaðamenn sem mæti á mótmæli séu í meira mæli farnir að skilja blaðamannapassann sinn eftir á stað þar sme þeir sjáist ekki vegna þess að þeir vilji ekki að mótmælendur viti að þeir séu blaðamenn. Eðlilega geti ljósmyndarar aftur á móti ekki látið eins lítið fyrir sér fara. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að á árum áður voru blaðamannapassarnir ákveðin vörn. Þessu starfi var sýnd virðing og það var komið fram við blaðamenn með öðrum hætti en við sjáum í dag,“ segir Sigríður Dögg. Veltir fyrir sér hvað kemur næst Golli segist hafa lent í alls konar vandræðum á ferlinum, til að mynda á átakatímum. „Til dæmis eftir hrun þegar allt logaði í samfélaginu og við vorum niðri á Austurvelli milli lögreglunnar og mótmælenda, þá lentu menn í alls konar hlutum. En í þessu tilviki er þessu beint að einum manni, fulltrúa eins fjölmiðils,“ segir Golli. Í umfjöllun um málið hefur komið fram að skvettarinn hafi spurt bæði ljósmyndara Morgunblaðsins og tökumann Ríkisútvarpsins frá hvaða miðli þeir kæmu og einungis skvett á ljósmyndara Morgunblaðsins eftir að þeir svöruðu. „Það er ennþá ömurlegra ef það er verið að refsa og ráðast á ljósmyndara miðils vegna þess að þú ert kannski ósammála einhverju sem fram kemur í þeim miðli,“ segir Sigríður Dögg, sem vill þó ekki lesa í þá staðreynd að ljósmyndarinn hafi verið frá Morgunblaðinu að öðru leyti. Golli segir starf fréttaljósmyndara gríðarlega mikilvægt, einn góður fréttaljósmyndari á Gasa geti gert miklu meira gagn en stórar hersveitir fyrir mótherjann. „Ef við getum ekki haft augu og eyru á staðnum hérna heima án þess að eiga þá hættu að það sé verið að henda í okkur málningu, eða hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur? Þetta er bara fyrsta skrefið,“ segir Golli. Ljósmyndun Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson, Golli, fordæma árás sem Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins varð fyrir á mótmælum við utanríkisráðuneytisins í gær. Eyþór fékk yfir sig gusu af rauðri málningu er hann myndaði viðburðinn. Skvettarinn virðist einskis iðrast og Eyþór hyggst kæra hann fyrir líkamsárás og eignatjón. „Það er ömurlegt að sjá svona árásir á blaðamenn við störf. Það er eitthvað sem við höfum ekki, alla vega líkamlegar árásir, séð áður,“ segir Sigríður Dögg. Golli tekur í sama streng en bæði voru þau til tals í Reykjavík síðdegis. Blaðamenn sem mæti á mótmæli séu í meira mæli farnir að skilja blaðamannapassann sinn eftir á stað þar sme þeir sjáist ekki vegna þess að þeir vilji ekki að mótmælendur viti að þeir séu blaðamenn. Eðlilega geti ljósmyndarar aftur á móti ekki látið eins lítið fyrir sér fara. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að á árum áður voru blaðamannapassarnir ákveðin vörn. Þessu starfi var sýnd virðing og það var komið fram við blaðamenn með öðrum hætti en við sjáum í dag,“ segir Sigríður Dögg. Veltir fyrir sér hvað kemur næst Golli segist hafa lent í alls konar vandræðum á ferlinum, til að mynda á átakatímum. „Til dæmis eftir hrun þegar allt logaði í samfélaginu og við vorum niðri á Austurvelli milli lögreglunnar og mótmælenda, þá lentu menn í alls konar hlutum. En í þessu tilviki er þessu beint að einum manni, fulltrúa eins fjölmiðils,“ segir Golli. Í umfjöllun um málið hefur komið fram að skvettarinn hafi spurt bæði ljósmyndara Morgunblaðsins og tökumann Ríkisútvarpsins frá hvaða miðli þeir kæmu og einungis skvett á ljósmyndara Morgunblaðsins eftir að þeir svöruðu. „Það er ennþá ömurlegra ef það er verið að refsa og ráðast á ljósmyndara miðils vegna þess að þú ert kannski ósammála einhverju sem fram kemur í þeim miðli,“ segir Sigríður Dögg, sem vill þó ekki lesa í þá staðreynd að ljósmyndarinn hafi verið frá Morgunblaðinu að öðru leyti. Golli segir starf fréttaljósmyndara gríðarlega mikilvægt, einn góður fréttaljósmyndari á Gasa geti gert miklu meira gagn en stórar hersveitir fyrir mótherjann. „Ef við getum ekki haft augu og eyru á staðnum hérna heima án þess að eiga þá hættu að það sé verið að henda í okkur málningu, eða hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur? Þetta er bara fyrsta skrefið,“ segir Golli.
Ljósmyndun Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira