Innlent

Sökk í mýri við Stokks­eyri

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Unnið var við það í morgun í að ná gröfunni upp.
Unnið var við það í morgun í að ná gröfunni upp. Aðsend

Stór skurðgrafa sökk í mýri við Hraunsá skammt frá Stokkseyri í nótt þegar verktaki var að vinna við að losa stíflu í ánni.

Grafan náðist upp í morgun og stjórnandi gröfunnar fór á sjúkrahús til skoðunar. Miklar skemmdir eru á landinu í kringum gröfuna. Lögreglan hefur verið á staðnum í morgun til að taka myndir og afla gagna um það sem gerðist.

Hér sést þar sem grafan sökk niður þar sem pollurinn næst veginum er.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stóra grafa frá Borgarverki á Selfossi (þessi gula) var fengin til að ná gröfunni, sem sökk upp á fastland.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Lögreglumenn að skoða gröfuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×