Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Bylgjulestin 23. júlí 2025 10:43 Kristín Ruth og Svali Kaldalóns stýrðu Bylgjulestinni síðasta laugardag. Milli þeirra situr Yesmine Olsson sem var einn margra góðra gesta sem kíktu í heimsókn. Mynd/Hulda Margrét. Það ríkti frábær og ilmandi stemning í Hljómskálagarðinum í Reykjavík um helgina. Götubitahátíðin fór fram föstudag til sunnudags og var aðsóknin mjög góð. Bylgjulestin mætti í garðinn á laugardaginn og var í beinni útsendingu milli kl. 12 og 16. Hulda Margrét ljósmyndari mætti á staðinn og tók fullt af myndum. Smelltu endilega á hvítu örina til hægri til að sjá fleiri myndir. „Þetta var virkilega góður dagur,“ sagði Kristín Ruth. „Við fengum að smakka fullt af góðum mat enda var garðurinn fullur af virkilega spennandi matarvögnunum á þessari stærstu götubitahátíð hingað til. Eins og venjulega fengum við til okkar frábæra viðmælendur sem m.a. fræddu okkur um iKamperinn og snilldinni sem fylgir því að ferðast um landið með topptjald! Svo gáfum við eins og venjulega fullt af gjöfum, sundpokarnir kláruðust og fullt af fólki fór heim með vinninga úr lukkuhjóli Bylgjunnar.“ Metþátttaka var á Götuhátíðinni í ár, bæði þegar kemur að fjölda matarvagna og gesta en Róbert Aron Magnússon, skipuleggjandi hátíðarinnar, áætlar að um 90.000 gestir hafi heimsótt hátíðina um helgina. Hún var fyrst var haldin árið 2015 á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem tólf matarvagnar seldu mat. „Við vorum með yfir 40 söluaðila sem seldu fjölbreyttan mat og drykki. Sala veitinga þrefaldaðist frá síðasta ári og erum við skipuleggjendur Götubitans himinlifandi með þessar góðu viðtökur. Nú er bara að leggja höfuðið í bleyti og reyna að finna út hvernig við getum gert hátíðina á næsta ári betri. Í fyrra sagðist ég óska eftir betra veðri á næsta ári og fékk það. Þannig að nú geri ég bara ráð fyrir hitabylgju á næsta ári.“ The Food Truck hreppti dómnefndarverðlaun Götubitahátíðarinnar í ár og gestir hátíðarinnar völdu Churros vagninn götubita fólksins. „Dómnefndin hefur aldrei verið eins lengi að koma að niðurstöðu,“ segir Róbert. „Hún var sammála um að gæðin hafi bæst á hverju ári og aldrei hafi jafn margir vagnar átt möguleika á að vinna til verðlauna.“ Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar voru með í för. Sjóvá og Samgöngustofa fjölluðu um umferðaröryggi, Topptjöld og vagnar voru með með iKamper vagn til sýnis, 7up Zero gaf gestum frískandi drykki, bílaumboðið Askja hélt bílasýningu og gjafapokarnir frá Bylgjunni voru að sjálfsögðu á sínum stað með 7up Zero pink, nammi frá Danól og varning frá Bylgjunni. Síðasti áfangastaðir Bylgjulestarinnar í sumar er Vaglaskógur næsta laugardag, 26. júlí. Bylgjan Bylgjulestin Reykjavík Matur Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Hulda Margrét ljósmyndari mætti á staðinn og tók fullt af myndum. Smelltu endilega á hvítu örina til hægri til að sjá fleiri myndir. „Þetta var virkilega góður dagur,“ sagði Kristín Ruth. „Við fengum að smakka fullt af góðum mat enda var garðurinn fullur af virkilega spennandi matarvögnunum á þessari stærstu götubitahátíð hingað til. Eins og venjulega fengum við til okkar frábæra viðmælendur sem m.a. fræddu okkur um iKamperinn og snilldinni sem fylgir því að ferðast um landið með topptjald! Svo gáfum við eins og venjulega fullt af gjöfum, sundpokarnir kláruðust og fullt af fólki fór heim með vinninga úr lukkuhjóli Bylgjunnar.“ Metþátttaka var á Götuhátíðinni í ár, bæði þegar kemur að fjölda matarvagna og gesta en Róbert Aron Magnússon, skipuleggjandi hátíðarinnar, áætlar að um 90.000 gestir hafi heimsótt hátíðina um helgina. Hún var fyrst var haldin árið 2015 á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem tólf matarvagnar seldu mat. „Við vorum með yfir 40 söluaðila sem seldu fjölbreyttan mat og drykki. Sala veitinga þrefaldaðist frá síðasta ári og erum við skipuleggjendur Götubitans himinlifandi með þessar góðu viðtökur. Nú er bara að leggja höfuðið í bleyti og reyna að finna út hvernig við getum gert hátíðina á næsta ári betri. Í fyrra sagðist ég óska eftir betra veðri á næsta ári og fékk það. Þannig að nú geri ég bara ráð fyrir hitabylgju á næsta ári.“ The Food Truck hreppti dómnefndarverðlaun Götubitahátíðarinnar í ár og gestir hátíðarinnar völdu Churros vagninn götubita fólksins. „Dómnefndin hefur aldrei verið eins lengi að koma að niðurstöðu,“ segir Róbert. „Hún var sammála um að gæðin hafi bæst á hverju ári og aldrei hafi jafn margir vagnar átt möguleika á að vinna til verðlauna.“ Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar voru með í för. Sjóvá og Samgöngustofa fjölluðu um umferðaröryggi, Topptjöld og vagnar voru með með iKamper vagn til sýnis, 7up Zero gaf gestum frískandi drykki, bílaumboðið Askja hélt bílasýningu og gjafapokarnir frá Bylgjunni voru að sjálfsögðu á sínum stað með 7up Zero pink, nammi frá Danól og varning frá Bylgjunni. Síðasti áfangastaðir Bylgjulestarinnar í sumar er Vaglaskógur næsta laugardag, 26. júlí.
Bylgjan Bylgjulestin Reykjavík Matur Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira