Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2025 10:57 Eyþór Árnason varð fyrir skvettunni af höndum Naji Asar. Guðmundur Bergkvist/Einar Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. Atvikið sem um ræðir átti sér stað á mótmælum Félagsins Ísland-Palestína við utanríkisráðuneytið. Liður í mótmælunum var að skvetta rauðri málningu á húsakynni þess. Eyþór Árnasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og Mbl.is, var á vettvangi, og varð hann fyrir því að ungur maður skvetti rauðri málningu yfir hann. Að sögn Eyþórs hafði þessi sami maður skömmu áður spurt hann frá hvaða miðli hann væri. Brandari frá manni sem dreymir um að komast til Palestínu Maðurinn sem um ræðir heitir Naji Asar og er frá Palestínu. Hann hefur í kjölfar atviksins birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem hann virðist hjóla í Morgunblaðið og Mbl. Um er að ræða tvær færslur sem birtust á Instagram Story. Skjáskot af Instagram. Í fyrri færslunni deilir hann frétt þess efnis að Ísland-Palestína harmi atvikið, og skrifar: „Fréttastofa sem lýsir andspyrnu Palestínu sem hryðjuverkum, lýsir rétti okkar til að snúa aftur sem tálsýn, vekur upp reiði gegn okkur flóttamönnum, og styður hernámið. Getur hún birt fréttir um þann fjölda blaðamanna sem hafa verið drepnir af Ísrael með stuðningi Ameríku, Evrópu og Araba, þar sem ríkisstjórn Íslands er mikilvægur hlekkur í stuðningnum? Aðalatriðið er að við erum að verða fyrir barðinu á þjóðarmorði, og afstaða krefst aðgerða, ekki öskra fyrir framan hljóða veggi.“ Í seinni færslunni deilir hann þessari sömu frétt og skrifar: „Einungis brandari frá flóttamanni sem dreymir um að komast aftur til Palestínu.“ Naji Asar hefur verið nokkuð áberandi í mótmælum hér á landi á síðustu árum. Hann tók til að mynda þátt í tjaldmótmælum fyrir utan Alþingishúsið veturinn 2023 til 2024 sem vöktu umtalsverða athygli. Fjölmargir fordæma skvettuna Skvetta hans í gær hefur verið fordæmd af mörgum. Þeirra á meðal formanni Blaðaljósmyndarafélags Íslands. „Blaðamenn á Íslandi hafa svo sem ekki verið undanþegnir árásum en þær hafa hingað til mest verið í munnlegu og skriflegu formi. Að einhver skuli leyfa sér að ráðast á Eyþór ljósmyndara Morgunblaðisns með þessum hætti er árás á alla blaðaljósmyndara landsins!“ sagði Kjartan Þorbjörnsson, Golli, í yfirlýsingu í gær. „Stéttin inniheldur örfáa einstaklinga, eins og staðan er orðin í fjölmiðlaumhverfi landsins, sem allir eru að gera sitt besta til að skrá íslandssöguna í myndmáli. Ég þekki engan íslenskan blaðaljósmyndara sem blandar sér inn í pólitík að nokkru leyti, allir vinna með öllu því fólki sem þeir hitta, mynda og skrásetja alveg sama hvaða skoðanir það fólk annars hefur á lífinu. Þessi fáránlegi gjörningur er skelfilegur fyrir alla aðila, ljótt skref í ómenningu sem við villjum ekki taka þátt í!“ Birta Björnsdóttir, fréttamaður á RÚV, er hugsi yfir atvikinu. „Ég viðurkenni alveg að eitthvað þessu líkt hefur hvarflað að mér þegar póstsendingar, símtöl og merkingar í samfélagsmiðlafærslum ná hámarki inn á milli. Að á eitthvert okkar verði ráðist með öðru en orðum,“ segir Birta. „Siðlaus fífl, samsekir lygarar og þátttakendur í þjóðarmorði, múslimasleikjur, málpípur Ísraelshers og fréttastofa Hamas, eru meðal fjölmargra viðurnefna sem við á fréttastofu RÚV höfum verið kölluð fyrir umfjöllun um hörmungarnar á Gaza. Umfjöllun, sem ekki frekar en annað, er hafin yfir gagnrýni. En er fyrst og fremst vinnan okkar sem við leggjum okkur fram um að sinna að heilindum og fagmennsku alla daga.“ Hún segist vita vel að allir þeir sem mótmæltu í gær leggi ekki blessun sína yfir slíka árás. „Orð eru til alls fyrst og ef það er í lagi að hjóla linnulaust í fjölmiðlafólk með orðum er í mínum huga bara tímaspursmál hvenær einhverjir líti á það sem réttlætingu fyrir að taka málin í sínar hendur. Við deilum langflest þeirri tilfinningu að nánast óbærilegt er að fylgjast í fjarska með því sem hefur gengið á á þessu átakasvæði undanfarin misseri. Ástandi sem síst batnar. Lausnin er aldrei að fá útrás fyrir reiði sína og vonleysi vegna hörmunganna með því að ráðast á fólk sem er að skrásetja söguna og vinna vinnuna sína.“ Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Harpa Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Atvikið sem um ræðir átti sér stað á mótmælum Félagsins Ísland-Palestína við utanríkisráðuneytið. Liður í mótmælunum var að skvetta rauðri málningu á húsakynni þess. Eyþór Árnasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og Mbl.is, var á vettvangi, og varð hann fyrir því að ungur maður skvetti rauðri málningu yfir hann. Að sögn Eyþórs hafði þessi sami maður skömmu áður spurt hann frá hvaða miðli hann væri. Brandari frá manni sem dreymir um að komast til Palestínu Maðurinn sem um ræðir heitir Naji Asar og er frá Palestínu. Hann hefur í kjölfar atviksins birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem hann virðist hjóla í Morgunblaðið og Mbl. Um er að ræða tvær færslur sem birtust á Instagram Story. Skjáskot af Instagram. Í fyrri færslunni deilir hann frétt þess efnis að Ísland-Palestína harmi atvikið, og skrifar: „Fréttastofa sem lýsir andspyrnu Palestínu sem hryðjuverkum, lýsir rétti okkar til að snúa aftur sem tálsýn, vekur upp reiði gegn okkur flóttamönnum, og styður hernámið. Getur hún birt fréttir um þann fjölda blaðamanna sem hafa verið drepnir af Ísrael með stuðningi Ameríku, Evrópu og Araba, þar sem ríkisstjórn Íslands er mikilvægur hlekkur í stuðningnum? Aðalatriðið er að við erum að verða fyrir barðinu á þjóðarmorði, og afstaða krefst aðgerða, ekki öskra fyrir framan hljóða veggi.“ Í seinni færslunni deilir hann þessari sömu frétt og skrifar: „Einungis brandari frá flóttamanni sem dreymir um að komast aftur til Palestínu.“ Naji Asar hefur verið nokkuð áberandi í mótmælum hér á landi á síðustu árum. Hann tók til að mynda þátt í tjaldmótmælum fyrir utan Alþingishúsið veturinn 2023 til 2024 sem vöktu umtalsverða athygli. Fjölmargir fordæma skvettuna Skvetta hans í gær hefur verið fordæmd af mörgum. Þeirra á meðal formanni Blaðaljósmyndarafélags Íslands. „Blaðamenn á Íslandi hafa svo sem ekki verið undanþegnir árásum en þær hafa hingað til mest verið í munnlegu og skriflegu formi. Að einhver skuli leyfa sér að ráðast á Eyþór ljósmyndara Morgunblaðisns með þessum hætti er árás á alla blaðaljósmyndara landsins!“ sagði Kjartan Þorbjörnsson, Golli, í yfirlýsingu í gær. „Stéttin inniheldur örfáa einstaklinga, eins og staðan er orðin í fjölmiðlaumhverfi landsins, sem allir eru að gera sitt besta til að skrá íslandssöguna í myndmáli. Ég þekki engan íslenskan blaðaljósmyndara sem blandar sér inn í pólitík að nokkru leyti, allir vinna með öllu því fólki sem þeir hitta, mynda og skrásetja alveg sama hvaða skoðanir það fólk annars hefur á lífinu. Þessi fáránlegi gjörningur er skelfilegur fyrir alla aðila, ljótt skref í ómenningu sem við villjum ekki taka þátt í!“ Birta Björnsdóttir, fréttamaður á RÚV, er hugsi yfir atvikinu. „Ég viðurkenni alveg að eitthvað þessu líkt hefur hvarflað að mér þegar póstsendingar, símtöl og merkingar í samfélagsmiðlafærslum ná hámarki inn á milli. Að á eitthvert okkar verði ráðist með öðru en orðum,“ segir Birta. „Siðlaus fífl, samsekir lygarar og þátttakendur í þjóðarmorði, múslimasleikjur, málpípur Ísraelshers og fréttastofa Hamas, eru meðal fjölmargra viðurnefna sem við á fréttastofu RÚV höfum verið kölluð fyrir umfjöllun um hörmungarnar á Gaza. Umfjöllun, sem ekki frekar en annað, er hafin yfir gagnrýni. En er fyrst og fremst vinnan okkar sem við leggjum okkur fram um að sinna að heilindum og fagmennsku alla daga.“ Hún segist vita vel að allir þeir sem mótmæltu í gær leggi ekki blessun sína yfir slíka árás. „Orð eru til alls fyrst og ef það er í lagi að hjóla linnulaust í fjölmiðlafólk með orðum er í mínum huga bara tímaspursmál hvenær einhverjir líti á það sem réttlætingu fyrir að taka málin í sínar hendur. Við deilum langflest þeirri tilfinningu að nánast óbærilegt er að fylgjast í fjarska með því sem hefur gengið á á þessu átakasvæði undanfarin misseri. Ástandi sem síst batnar. Lausnin er aldrei að fá útrás fyrir reiði sína og vonleysi vegna hörmunganna með því að ráðast á fólk sem er að skrásetja söguna og vinna vinnuna sína.“
Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Harpa Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira