Innherji

Með fleiri gjald­eyris­stoðum gæti hátt raun­gengi verið „komið til að vera“

Hörður Ægisson skrifar
Afkoma flugfélaganna, sem eru með tekjur sínar að miklum meirihluta í erlendri mynt en kostnaðurinn að stórum hluta í krónum, á öðrum ársfjórðungi litast mjög af mikilli gengisstyrkingu krónunnar. Forstjóri Icelandair varar við þessari stöðu og segir hátt raungengi vera ósjálfbært. 
Afkoma flugfélaganna, sem eru með tekjur sínar að miklum meirihluta í erlendri mynt en kostnaðurinn að stórum hluta í krónum, á öðrum ársfjórðungi litast mjög af mikilli gengisstyrkingu krónunnar. Forstjóri Icelandair varar við þessari stöðu og segir hátt raungengi vera ósjálfbært.  Vísir/Vilhelm

Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær.


Tengdar fréttir

Krónan styrkist enn þótt líf­eyris­sjóðir og Seðla­bankinn bæti í gjald­eyris­kaupin

Þrátt fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi aukist talsvert í liðnum mánuði þá hafa umsvif sjóðanna á gjaldeyrismarkaði nærri helmingast á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðan Seðlabankinn hefur sætt færis með því bæta enn frekar í regluleg gjaldeyriskaup sín þá hefur það lítil áhrif til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal sem fer bráðlega að nálgast sitt lægsta gildi í meira en sex ár.

Góður tími fyrir gjald­eyris­kaup bankans og ætti að bæta jafn­vægið á markaði

Ákvörðun Seðlabankans að hefja reglukaup kaup á gjaldeyri kemur á góðum tímapunkti, að mati gjaldeyrismiðlara, núna þegar lífeyrissjóðir hafa dregið sig til hlés samtímis talsverðu innflæði á markaðinn sem hefur ýtt undir gengisstyrkingu krónunnar. Áætluð kaup bankans, gerð í því skyni að styrkja gjaldeyrisforðann sem hefur farið lækkandi, ættu ekki að hafa mikil áhrif á gengið en krónan gaf lítillega eftir við opnun markaða í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×