Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2025 20:04 Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi (t.v.) og Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, vegglistakona og sjálflærður málari með verkið á bak við sig. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík eru sérstaklega kátir þessa dagana því til að lífga upp á tilveru fólksins var ákveðið að breyta gráum ljótum vegg fyrir utan heimilið í glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni á árabáti. 99 hjúkrunarrými eru á Sléttunni á Sléttuvegi í Fossvoginum og svo er heilmikið af þjónustuíbúðum þar í nágrenninu fyrir eldri borgara. Heiðurinn af nýja útilistaverkinu á vegg, sem var grár og ljótur á vegglistakonan Karen Ýr, sem er á síðustu metrunum við að klára verkið. „Hér erum við bara að bæta útsýni íbúanna og gefa þeim eitthvað fallegt að horfa á. Þessi fyrsta hæð hefur bara verið með gráan vegg, sem útsýni og okkur fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt,” segir Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi. Hvert er þemað á veggnum? „Það er náttúrulega svolítið í anda Sjómannadagsráðs þannig að við vildum hafa eitthvað sem tengdist sjómennskunni,” segir Bryndís og bætir við. „Þau eru svo ánægð með herbergin sín núna þau, sem búa hérna. Þeim finnst þau vera með besta útsýnið í bænum.” Mikil ánægja er með útilistaverkið á veggnum en það er langt komið í vinnslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Listakonan, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, segir verkefnið á Hrafnistu einstaklega skemmtilegt. „Já alveg gríðarlega. Það er náttúrulega alltaf þegar maður fær að mála fallega íslenska landslagið, það náttúrulega alltaf mjög skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er að mála fyrir elliheimili og bara fólk, sem á heima hérna og maður sér, að þau séu að njóta þess að fá einhverja liti. Það er alltaf bara mjög skemmtilegt og gefandi að sjá brosin hjá fólkinu, sem gengur fram hjá og svona,” segir Karen Ýr. Og íbúar hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi eru mjög ánægðir með listaverkið. „Þetta er lifandi og skemmtilegt fyrir augað og umgang. Mér finnst það alveg einstakt. Ég er alsæl með verkið”, segir Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi. Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins er alsæl með nýja útilistaverkið við gluggann sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sléttan heitir hjúkrunarheimili Hrafnistu í Fossvogi í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karen Ýr upplýsingar og myndir af verkum hennar Reykjavík Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
99 hjúkrunarrými eru á Sléttunni á Sléttuvegi í Fossvoginum og svo er heilmikið af þjónustuíbúðum þar í nágrenninu fyrir eldri borgara. Heiðurinn af nýja útilistaverkinu á vegg, sem var grár og ljótur á vegglistakonan Karen Ýr, sem er á síðustu metrunum við að klára verkið. „Hér erum við bara að bæta útsýni íbúanna og gefa þeim eitthvað fallegt að horfa á. Þessi fyrsta hæð hefur bara verið með gráan vegg, sem útsýni og okkur fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt,” segir Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi. Hvert er þemað á veggnum? „Það er náttúrulega svolítið í anda Sjómannadagsráðs þannig að við vildum hafa eitthvað sem tengdist sjómennskunni,” segir Bryndís og bætir við. „Þau eru svo ánægð með herbergin sín núna þau, sem búa hérna. Þeim finnst þau vera með besta útsýnið í bænum.” Mikil ánægja er með útilistaverkið á veggnum en það er langt komið í vinnslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Listakonan, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, segir verkefnið á Hrafnistu einstaklega skemmtilegt. „Já alveg gríðarlega. Það er náttúrulega alltaf þegar maður fær að mála fallega íslenska landslagið, það náttúrulega alltaf mjög skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er að mála fyrir elliheimili og bara fólk, sem á heima hérna og maður sér, að þau séu að njóta þess að fá einhverja liti. Það er alltaf bara mjög skemmtilegt og gefandi að sjá brosin hjá fólkinu, sem gengur fram hjá og svona,” segir Karen Ýr. Og íbúar hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi eru mjög ánægðir með listaverkið. „Þetta er lifandi og skemmtilegt fyrir augað og umgang. Mér finnst það alveg einstakt. Ég er alsæl með verkið”, segir Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi. Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins er alsæl með nýja útilistaverkið við gluggann sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sléttan heitir hjúkrunarheimili Hrafnistu í Fossvogi í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karen Ýr upplýsingar og myndir af verkum hennar
Reykjavík Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira