Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 08:40 Bergur lýkur 465 kílómetra göngu í dag. Skrefið2025 Bergur Vilhjálmsson er á síðasta degi tólf daga göngu frá Goðafossi að Gróttuvita með hundrað kílóa kerru í eftirdragi til að vekja athygli á Píeta samtökunum. Hann hlakkar til að ljúka við áfangann en vonast til að umræðan haldi áfram þó hann hætti að ganga. Blaðamaður tók púlsinn á Bergi á áttunda tímanum en þá var síðasti göngudagurinn af tólf þegar hafinn. Í kvöld stefnir hann á að ljúka göngunni, sem telur 465 kílómetra. Hátt í tvö hundruð nöfn „Ég er þreyttur og orðinn spenntur að klára þetta. Þannig að ég tek eitt skref í einu og reyni að halda mér vakandi,“ segir Bergur. „Þetta hefur gengið ágætlega, nema að ég er tognaður í báðum lærunum og með blöðrur á öllum tám þannig að hvert skref er svolítið óþægilegt en andlega er ég búinn að vera ágætur.“ Á kerruna sem Bergur dregur á eftir sér hefur fjöldi nafna verið skrifaður. Um er að ræða nöfn fólks sem er ýmist að glíma við andleg veikindi, hefur misst ástvin í sjálfsvígi eða hefur fallið fyrir eigin hendi. „Ég held það séu komin 150 nöfn á sleðann og við erum ekki búin að skrifa allt saman. Hann er að verða fallegur, sleðinn,“ segir Bergur. Bergur segir nöfnin á kerrunni gefa honum styrk.Skrefið2025 Bergur skipti um skófatnað í gær og gengur nú á crocs-klossum síðasta spölinn. „Ég komst ekki í neina aðra skó, mér var orðið svo illt í fótunum. Þetta voru einu skórnir sem ég gat farið í. Ég var orðinn svo bjúgaður og bólginn.“ Bergur tók sér hlé frá göngunni síðasta laugardag, ekki til að hvíla sig heldur til þess að taka þátt í Laugavegshlaupinu. Bergur var að sjálfsögðu merktur samtökunum í Laugavegshlaupinu. Vísir/Vilhelm Bergur stefnir á að ganga í mark við Gróttuvita um klukkan hálf sex í kvöld. Hann vekur athygli á að hver sem er má koma og fylgjast með honum ljúka við gönguna. „Það verður æðislegt að fá að knúsa fjölskylduna og komast heim. Ég er orðinn svo sárfættur að það er orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin.“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands gekk með Bergi um skeið í gær. Skrefið2025 Sem fyrr segir gengur Bergur til að vekja athygli á Píeta samtökunum, sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Þetta er stórt vandamál á Íslandi og mér finnst ennþá svolítið leyndarmál, þetta er ennþá svolítið tabú í samfélaginu finnst mér. Ég vona svo innilega að þegar þetta klárast að þetta haldi áfram, ekki að vitundarvakningin deyi út um leið og ég hætti að labba.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Góðverk Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Blaðamaður tók púlsinn á Bergi á áttunda tímanum en þá var síðasti göngudagurinn af tólf þegar hafinn. Í kvöld stefnir hann á að ljúka göngunni, sem telur 465 kílómetra. Hátt í tvö hundruð nöfn „Ég er þreyttur og orðinn spenntur að klára þetta. Þannig að ég tek eitt skref í einu og reyni að halda mér vakandi,“ segir Bergur. „Þetta hefur gengið ágætlega, nema að ég er tognaður í báðum lærunum og með blöðrur á öllum tám þannig að hvert skref er svolítið óþægilegt en andlega er ég búinn að vera ágætur.“ Á kerruna sem Bergur dregur á eftir sér hefur fjöldi nafna verið skrifaður. Um er að ræða nöfn fólks sem er ýmist að glíma við andleg veikindi, hefur misst ástvin í sjálfsvígi eða hefur fallið fyrir eigin hendi. „Ég held það séu komin 150 nöfn á sleðann og við erum ekki búin að skrifa allt saman. Hann er að verða fallegur, sleðinn,“ segir Bergur. Bergur segir nöfnin á kerrunni gefa honum styrk.Skrefið2025 Bergur skipti um skófatnað í gær og gengur nú á crocs-klossum síðasta spölinn. „Ég komst ekki í neina aðra skó, mér var orðið svo illt í fótunum. Þetta voru einu skórnir sem ég gat farið í. Ég var orðinn svo bjúgaður og bólginn.“ Bergur tók sér hlé frá göngunni síðasta laugardag, ekki til að hvíla sig heldur til þess að taka þátt í Laugavegshlaupinu. Bergur var að sjálfsögðu merktur samtökunum í Laugavegshlaupinu. Vísir/Vilhelm Bergur stefnir á að ganga í mark við Gróttuvita um klukkan hálf sex í kvöld. Hann vekur athygli á að hver sem er má koma og fylgjast með honum ljúka við gönguna. „Það verður æðislegt að fá að knúsa fjölskylduna og komast heim. Ég er orðinn svo sárfættur að það er orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin.“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands gekk með Bergi um skeið í gær. Skrefið2025 Sem fyrr segir gengur Bergur til að vekja athygli á Píeta samtökunum, sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Þetta er stórt vandamál á Íslandi og mér finnst ennþá svolítið leyndarmál, þetta er ennþá svolítið tabú í samfélaginu finnst mér. Ég vona svo innilega að þegar þetta klárast að þetta haldi áfram, ekki að vitundarvakningin deyi út um leið og ég hætti að labba.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Góðverk Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira