Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2025 12:31 Á Alþingi eru teknar sumar af veigamestu ákvörðunum um líf og kjör landsmanna. Umræður á Alþingi um leiðréttingu veiðigjalda fóru væntanlega fram hjá fáum. Kjörnir fulltrúar hafa lýst skoðun sinni í mjög ítarlegu máli, þó minnihluti þingheims hafi viljað meina að ýmislegt væri eftir órætt og að frumvarp um veiðigjöld myndi hafa áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það var hins vegar ekki einungis þeirra afkoma sem var í húfi á nýafstöðnu þingi. Þann 29. mars var frumvarp Loga Einarssonar háskólaráðherra um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna tekið til fyrstu umræðu. Í frumvarpinu eru lagðar til töluverðar breytingar á Menntasjóði sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - sumar allt frá því að drög að nýju námslánakerfi voru kynnt árið 2019. Ein stærsta breytingin felur í sér að loksins eigi að bregðast við íþyngjandi greiðslubyrði lántaka með því að heimila stúdentum með fleiri en eitt lán að greiða af einu þeirra í einu. Loksins þegar átti að bregðast við grafalvarlegri stöðu íslensks námslánakerfis sem setið hefur á hakanum í að verða tvö ár, náði frumvarpið sem myndi bæta stöðu námsmanna ekki fram að ganga á þessu þingi. Það gerðist þrátt fyrir að Allsherjar- og menntamálanefnd hafi lagt til að samþykkja frumvarpið óbreytt og þrátt fyrir að þingmenn hafi almennt verið sammála um að núverandi námslánakerfi væri óásættanlegt. En eftir það ræddi þingið að sjálfsögðu veiðigjöld fram á kvöld. Hversu áríðandi er að laga íslenskt námslánakerfi? Í pallborðsumræðum Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri og Landssamtaka íslenskra stúdenta í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 mættu fulltrúar allra flokka og svöruðu spurningum stúdenta. Aðspurðir hvort þeim fyndist Menntasjóður námsmanna standa undir hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður, svöruðu allir frambjóðendur spurningunni neitandi, þar á meðal Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Frumvarpið, sem hefur nú hefur verið bremsað af í þinginu, felur eingöngu í sér fyrstu, bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka sem hefur farið síversnandi. Í pallborðsumræðum á Landsþingi LÍS í vor ræddi háskólaráðherra eigin reynslu af íslenskum námslánum og tók sjálfan sig, eiginkonu sína og nýútskrifaðan son sinn sem dæmi - hann var með bestu lánakjörin, tíu árum seinna höfðu lánakjörin versnað aðeins og nú, frá árinu 2020, væru lánin enn verri. Það ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta og berjast fyrir umbótum í stað afturfarar. Þá er einnig áríðandi að bregðast við þeirri staðreynd að nú eru dæmi um að fólk sé að greiða af tveimur, jafnvel þremur námslánum í einu og standi frammi fyrir verulegri og algjörlega ósveigjanlegri greiðslubyrði sem slagar upp í hundrað þúsund krónur í hverjum einasta mánuði. Í vor virtist ríkja samstaða um að breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna væru nauðsynlegar og að núverandi námslánakerfi stæði ekki undir hlutverki sínu, en vegna málþófs situr framtíð stúdenta enn á hakanum. Í ljósi þess hvetja Landssamtök íslenskra stúdenta þingmenn til þess að hraða afgreiðslu málsins á fyrstu dögum nýs þings og með því setja stúdenta og ungt fólk í forgang. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru teknar sumar af veigamestu ákvörðunum um líf og kjör landsmanna. Umræður á Alþingi um leiðréttingu veiðigjalda fóru væntanlega fram hjá fáum. Kjörnir fulltrúar hafa lýst skoðun sinni í mjög ítarlegu máli, þó minnihluti þingheims hafi viljað meina að ýmislegt væri eftir órætt og að frumvarp um veiðigjöld myndi hafa áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Það var hins vegar ekki einungis þeirra afkoma sem var í húfi á nýafstöðnu þingi. Þann 29. mars var frumvarp Loga Einarssonar háskólaráðherra um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna tekið til fyrstu umræðu. Í frumvarpinu eru lagðar til töluverðar breytingar á Menntasjóði sem stúdentahreyfingin hefur kallað eftir árum saman - sumar allt frá því að drög að nýju námslánakerfi voru kynnt árið 2019. Ein stærsta breytingin felur í sér að loksins eigi að bregðast við íþyngjandi greiðslubyrði lántaka með því að heimila stúdentum með fleiri en eitt lán að greiða af einu þeirra í einu. Loksins þegar átti að bregðast við grafalvarlegri stöðu íslensks námslánakerfis sem setið hefur á hakanum í að verða tvö ár, náði frumvarpið sem myndi bæta stöðu námsmanna ekki fram að ganga á þessu þingi. Það gerðist þrátt fyrir að Allsherjar- og menntamálanefnd hafi lagt til að samþykkja frumvarpið óbreytt og þrátt fyrir að þingmenn hafi almennt verið sammála um að núverandi námslánakerfi væri óásættanlegt. En eftir það ræddi þingið að sjálfsögðu veiðigjöld fram á kvöld. Hversu áríðandi er að laga íslenskt námslánakerfi? Í pallborðsumræðum Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri og Landssamtaka íslenskra stúdenta í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 mættu fulltrúar allra flokka og svöruðu spurningum stúdenta. Aðspurðir hvort þeim fyndist Menntasjóður námsmanna standa undir hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður, svöruðu allir frambjóðendur spurningunni neitandi, þar á meðal Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Frumvarpið, sem hefur nú hefur verið bremsað af í þinginu, felur eingöngu í sér fyrstu, bráðnauðsynlegustu skrefin til þess að létta fjárhagslega byrði lántaka sem hefur farið síversnandi. Í pallborðsumræðum á Landsþingi LÍS í vor ræddi háskólaráðherra eigin reynslu af íslenskum námslánum og tók sjálfan sig, eiginkonu sína og nýútskrifaðan son sinn sem dæmi - hann var með bestu lánakjörin, tíu árum seinna höfðu lánakjörin versnað aðeins og nú, frá árinu 2020, væru lánin enn verri. Það ætti að vera í forgangi að leiðrétta þann kynslóðahalla sem hefur myndast hvað varðar lánakjör íslenskra stúdenta og berjast fyrir umbótum í stað afturfarar. Þá er einnig áríðandi að bregðast við þeirri staðreynd að nú eru dæmi um að fólk sé að greiða af tveimur, jafnvel þremur námslánum í einu og standi frammi fyrir verulegri og algjörlega ósveigjanlegri greiðslubyrði sem slagar upp í hundrað þúsund krónur í hverjum einasta mánuði. Í vor virtist ríkja samstaða um að breytingar á lögum um Menntasjóð námsmanna væru nauðsynlegar og að núverandi námslánakerfi stæði ekki undir hlutverki sínu, en vegna málþófs situr framtíð stúdenta enn á hakanum. Í ljósi þess hvetja Landssamtök íslenskra stúdenta þingmenn til þess að hraða afgreiðslu málsins á fyrstu dögum nýs þings og með því setja stúdenta og ungt fólk í forgang. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun