Handbolti

Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson lyftir Íslandsbikarnum eftir sigur FH 2024.
Aron Pálmarsson lyftir Íslandsbikarnum eftir sigur FH 2024. vísir/Diego

Íslenska handboltagoðsögnin Aron Pálmarsson setti handboltaskóna upp á hillu í vor en hann á eftir að spila einn leik á ferlinum.

FH-ingar tilkynntu á miðlum sínum í dag að Aron fái sérstakan kveðjuleik í Kaplakrika þann 29. ágúst næstkomandi.

Aron er sigursælasti íslenski handboltamaðurinn á erlendri grundu en hann varð margoft landsmeistari í Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Hann endaði síðan á því að vera Íslandsmeistari með FH áður en hann endaði ferill sinn sem atvinnumaður í Ungverjalandi.

Veszprém frá Ungverjalandi mætir í Kaplakrika og spilar við FH þennan dag en þetta eru tvö síðustu félögin sem Aron spilaði með og jafnframt einu félögin sem hann spilar með á tveimur mismunandi tímum.

Aron varð ungverskur meistari með Veszprém í vor en margir af bestu leikmönnum heims leika með Veszprém. Þar á meðal er íslenski hornamaðurinn Bjarki Már Elíasson.

Miðasala hefst föstudaginn 18. júlí. 

FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×