Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. júlí 2025 10:23 Engar fregnir hafa borist af því að til standi að koma til móts víð íbúa vegna vöruskemmunnar við Álfabakka 2. Og nú eru framkvæmdir hafnar við göngustíga þétt upp við svalir íbúa. Vísir/Vilhelm Ingi Þór Hafsteinsson, íbúi í Árskógum, segir íbúa vera búna að standa í stappi við Reykjavíkurborg allt frá því þeir fluttu inn. Fyrst var það frágangur við húsið, svo göngustígur og að lokum „græna gímaldið“ svokallaða. Nú eru aftur hafnar framkvæmdir við göngustíg, sem Ingi Þór segir liggja í minna en metra fjarlægð frá svölunum hjá sér. „Í reglum segir að þeir eigi að hafa samráð við íbúa varðandi allar svona framkvæmdir í nærumhverfinu en það var ekkert haft samráð við okkur. Það mættu bara vinnuvélar einn morguninn í síðust viku og byrjuðu.“ Ingi Þór setti sig í framhaldinu í samband við borgina og fékk að lokum teikningar, sem hann segir sýna steyptan vegg fyrir framan tvær íbúðir, upp við og upp fyrir gluggana. „Þannig að blessað fólkið sem býr þarna í endaíbúðinni og ætlar að njóta þess að sitja þarna úti á svölum hjá sér, það horfir bara á Berlínarmúrinn,“ segir Ingi Þór. „Svalirnar hjá okkur eru allar yfirbyggðar, mjög huggulegar svalir, og fólk notar þær mikil til að setjast út og njóta.“ Ingi Þór segir íbúa hafa átt fund með verkefnastjóra, sem hafi gengið vel. Menn hafi tekið jákvætt í þeirra tillögur. „En svo snýst allt á annan endann og það á bara að halda áfram sömu vitleysunni,“ bætir hann við. „Að reisa þennan vegg og malbika hérna göngustíg. Tillögur okkar voru að leggja bara gras hérna fyrir framan en þá kom í ljós að það á að vera hægt að keyra hérna inn á þetta, neyðarbílar.“ Spurður að því hvernig stemningin sé meðal íbúa eftir allt sem á undan er gengið er Ingi Þór ekki lengi að svara. „Mórallinn er bara ömurlegur,“ segir hann. „Og maður nær kannski tveimur, þremur tímum á nóttunni útaf þessu.“ Ingi Þór segist nú bíða og sjá hvað verður; hvort mótmæli sem íbúar efndu til í gær skila einhverju. Hann segist þó hóflega bjartsýnn miðað við hvernig komið hafi verið fram við íbúana hingað til. Bítið Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Nú eru aftur hafnar framkvæmdir við göngustíg, sem Ingi Þór segir liggja í minna en metra fjarlægð frá svölunum hjá sér. „Í reglum segir að þeir eigi að hafa samráð við íbúa varðandi allar svona framkvæmdir í nærumhverfinu en það var ekkert haft samráð við okkur. Það mættu bara vinnuvélar einn morguninn í síðust viku og byrjuðu.“ Ingi Þór setti sig í framhaldinu í samband við borgina og fékk að lokum teikningar, sem hann segir sýna steyptan vegg fyrir framan tvær íbúðir, upp við og upp fyrir gluggana. „Þannig að blessað fólkið sem býr þarna í endaíbúðinni og ætlar að njóta þess að sitja þarna úti á svölum hjá sér, það horfir bara á Berlínarmúrinn,“ segir Ingi Þór. „Svalirnar hjá okkur eru allar yfirbyggðar, mjög huggulegar svalir, og fólk notar þær mikil til að setjast út og njóta.“ Ingi Þór segir íbúa hafa átt fund með verkefnastjóra, sem hafi gengið vel. Menn hafi tekið jákvætt í þeirra tillögur. „En svo snýst allt á annan endann og það á bara að halda áfram sömu vitleysunni,“ bætir hann við. „Að reisa þennan vegg og malbika hérna göngustíg. Tillögur okkar voru að leggja bara gras hérna fyrir framan en þá kom í ljós að það á að vera hægt að keyra hérna inn á þetta, neyðarbílar.“ Spurður að því hvernig stemningin sé meðal íbúa eftir allt sem á undan er gengið er Ingi Þór ekki lengi að svara. „Mórallinn er bara ömurlegur,“ segir hann. „Og maður nær kannski tveimur, þremur tímum á nóttunni útaf þessu.“ Ingi Þór segist nú bíða og sjá hvað verður; hvort mótmæli sem íbúar efndu til í gær skila einhverju. Hann segist þó hóflega bjartsýnn miðað við hvernig komið hafi verið fram við íbúana hingað til.
Bítið Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira