Innlent

Bar­átta við ill­vígan sjúk­dóm, furðu­leg upp­átæki fanga og svaka­legar hitatölur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

27 ára maður sem greindist með banvænan taugahrörnunarsjúkdóm á dögunum segir lífið of stutt til að vera neikvæður. Hann fagnar því að hafa fengið leyfi fyrir lífsnauðsynlegu lyfi, sem hann hefur þurft að berjast fyrir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar í kvöld.

Einnig verður rætt við sérfræðing í málefnum fanga, sem segir fanga upp úr tvítugu vera líklegasta til að beita fangaverði ofbeldi. Erfitt sé að ná til þeirra og þeir fái oft stórfurðulegar og ofbeldisfullar hugmyndir.

Tugir Palestínumanna létust í árás á óbreytta borgara á Gasa. Ísraelsher segir að árásin hafi beinst að hernaðarlegu skotmarki, en skeikað fyrir tæknileg mistök.

Við segjum frá áhyggjum bifhjólafólks af hönnun vegakerfisins, en talsmaður þess segir hætturnar leynast mun víðar fyrir bifhjólafólk en fólk gruni. Ökumaður mótorhjóls lést í slysi í Reykjavík í vikunni.

Þá sjáum við frá því þegar Reykvíkingur ársins 2025 renndi fyrir lax, heyrum af leit Selfyssinga að nýjum reit undir kirkjugarð og kynnum okkur veðurspána í beinni útsendingu, en gert er ráð fyrir himinháum hitatölum nánast um allt land eftir helgina.

Ekki missa af kvöldfréttum Sýnar í opinni dagskrá á Sýn, Vísi og Bylgjunni á slaginu 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×