Innlent

Þing­fundi slitið eftir í­trekaðar frestanir og snörp orða­skipti

Magnús Jochum Pálsson skrifar
130229835

Þingfundi Alþingis hefur verið slitið í dag en honum var frestað ítrekað í dag. Fundurinn hófst loks á fjórða tímanum og stóð þá yfir í um 50 mínútur þar til honum var frestað aftur. Forseti Alþingis sleit fundinum klukkan hálf sex. Næsti þingfundur hefst á mánudagsmorgun.

Dagurinn í gær var viðburðaríkur en Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti þá 71. grein þingskapalaganna í fyrsta skipti í áratugi. Með samþykki meirihlutans var því annari umræðu um frumvarpið lokið. Frumvarpið fór fyrir atvinnuveganefnd í gær og til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í dag. 

Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og var á dagskrá þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarpið. Þingfundinum var hins vegar ítrekað frestað og skiptust varaforsetar þingsins á að mæta í stól forsetans og tilkynna hverja frestunina á fætur annarri. Formenn þingflokka hafa ekki viljað tjá sig um ástæðu frestunarinnar.

Klukkan fjögur hóft þingfundur á ný eftir að honum hafði verið frestað sjö sinnum og körpuðu þá fulltrúar stjórnarandstöðunnar og stjórnarinnar undir liðnum fundarstjórn forseta. Eftir um 52 mínútur af slíku var fundinum frestað til 17:30 en þá ákvað Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hins vegar að slíta honum.


Tengdar fréttir

Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir

Þingfundi Alþingis var ítrekað verið frestað í dag en hófst hann loks á fjórða tímanum. Varaforsetar þingsins hafa skiptust á að mæta í stól forsetans og tilkynna hverja frestunina á fætur annarri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×