Veður

Veður­blíða víða um land

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sólin ætlar að láta sjá sig á Ísafirði í dag.
Sólin ætlar að láta sjá sig á Ísafirði í dag.

Veðurstofa Íslands spáir hita upp á elleftu til 21 stig en hlýjast verður á norðaustanverðu landinu. Einnig má búast við sólskini um tíma á Vestfjörðum og Vesturlandi.

Búast má við að súld eða rigningu á Suður- og Austurlandi síðdegis. Hæg breytilegt átt verður í dag, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt.

Veðurhorfur næstu daga

Á mánudag: Austan og norðaustan 3-10 m/s, en 8-13 við suðausturströndna. Víða bjart veður og hiti 17 til 27 stig, en sums staðar þokubakkar og mun svalara við norður- og austurströndina.

Á þriðjudag:Austlæg eða breytileg átt 3-8. Bjart með köflum, en þokubakkar við ströndina og skúrir á stöku stað síðdegis. Áfram mjög hlýtt.

Á miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt og sums staðar skúrir, en yfirleitt þurrt og bjart á austanverðu landinu. Hiti 13 til 25 stig, hlýjast í innsveitum norðaustantil.

Á fimmtudag og föstudag: Hæg breytileg átt, skýjað og dálítil súld öðru hverju. Hiti 12 til 20 stig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×