Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 19:17 Hin 25 ára Radhika Yadav var efnileg tenniskona fyrir nokkrum árum en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsli og stofnaði þá tennisakademíu. Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. Indverska lögreglan greinir frá andláti Yadav og fjallað er um málið í The Independent. Deepak skaut fimm sinnum úr skammbyssu sinni á dótturina og hæfðu þrjár kúlnanna hana í bakið. Atvikið átti sér stað um 10:30 að staðartíma og kom Kuldeep Yadav, föðurbróðir Radhiku, að henni hreyfingarlausri á gólfinu eftir að hafa heyrt skothljóðin gegnum loftið í íbúðinni fyrir neðan. „Sonur minn og ég fórum samstundis með hana á spítalann en hún var þá þegar farin,“ sagði Deepak við lögreglu en Radhika var tilkynnt látin við komuna á Marengo Asia-spítalann í borginni Gurugram, sem er staðsett í jaðri Nýju-Delíar. Vildi að dóttirin lokaði akademíunni Hinn 49 ára Deepak játaði að hafa myrt dóttur sína við lögreglu og sagði háðsglósur þopsbúa í Wazirabad um að hann lifði á tekjum dóttur sinnar hafa lagst þungt á sig. Sagði hann fólk hafa efast um heilindi dótturinnar vegna þessa og hann því beðið hana um að loka tennisakademíunni en hún neitað. Deepak er enn í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morð. Radhika var efnilegur tennisspilari og spilaði fyrir hönd Indlands á ýmsum alþjóðlegum mótum. Hún lagði skóna á hilluna vegna meiðsla og einbeitti sér þá að því að þjálfa yngri leikmenn í akademíu sinni í Gurugram. Lögregla segir fjárhagslegt sjálfstæði hennar eftir stofnun akademíunnar, viðveru á samélagsmiðlum og leik í tónlistarmyndbandi hafa reynt á fjölskylduböndin. Lögregluþjónninn Vinod Kumar útilokaði í samtali við CNN-News18 að um sæmdarmorð væri að ræða. Manju Yadav, móðir Radhiku, hafði lokað að sér í öðru herbergi vegna veikinda og varð ekki vitni að morðinu. Hún neitað að gefa frá sér skriflega yfirlýsingu. Indland Erlend sakamál Tennis Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Indverska lögreglan greinir frá andláti Yadav og fjallað er um málið í The Independent. Deepak skaut fimm sinnum úr skammbyssu sinni á dótturina og hæfðu þrjár kúlnanna hana í bakið. Atvikið átti sér stað um 10:30 að staðartíma og kom Kuldeep Yadav, föðurbróðir Radhiku, að henni hreyfingarlausri á gólfinu eftir að hafa heyrt skothljóðin gegnum loftið í íbúðinni fyrir neðan. „Sonur minn og ég fórum samstundis með hana á spítalann en hún var þá þegar farin,“ sagði Deepak við lögreglu en Radhika var tilkynnt látin við komuna á Marengo Asia-spítalann í borginni Gurugram, sem er staðsett í jaðri Nýju-Delíar. Vildi að dóttirin lokaði akademíunni Hinn 49 ára Deepak játaði að hafa myrt dóttur sína við lögreglu og sagði háðsglósur þopsbúa í Wazirabad um að hann lifði á tekjum dóttur sinnar hafa lagst þungt á sig. Sagði hann fólk hafa efast um heilindi dótturinnar vegna þessa og hann því beðið hana um að loka tennisakademíunni en hún neitað. Deepak er enn í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morð. Radhika var efnilegur tennisspilari og spilaði fyrir hönd Indlands á ýmsum alþjóðlegum mótum. Hún lagði skóna á hilluna vegna meiðsla og einbeitti sér þá að því að þjálfa yngri leikmenn í akademíu sinni í Gurugram. Lögregla segir fjárhagslegt sjálfstæði hennar eftir stofnun akademíunnar, viðveru á samélagsmiðlum og leik í tónlistarmyndbandi hafa reynt á fjölskylduböndin. Lögregluþjónninn Vinod Kumar útilokaði í samtali við CNN-News18 að um sæmdarmorð væri að ræða. Manju Yadav, móðir Radhiku, hafði lokað að sér í öðru herbergi vegna veikinda og varð ekki vitni að morðinu. Hún neitað að gefa frá sér skriflega yfirlýsingu.
Indland Erlend sakamál Tennis Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira