„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2025 22:48 Ásthildur Helgadóttir lék 69 A-landsleiki á sínum tíma fyrir Íslands hönd. Vísir/Ívar Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. Ísland lauk leik á EM í gær eftir 4-3 tap fyrir Noregi. Allir þrír leikirnir töpuðust og það í veikasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun FIFA. Landsliðið hefur eftir því sætt gagnrýni og einnig þjálfarinn vegna stefnuleysis og skorts á framþróun. Ásthildur Helgadóttir lék á sínum tíma 69 landsleiki fyrir Íslands hönd og kallaði sjálf eftir naflaskoðun hjá KSÍ hvað kvennafótbolta varðar fyrir tveimur árum síðan en síðan þá hefur ekkert gerst að hennar mati. „Mér finnst þróunin kannski ekki hafa verið eins og við vorum að vona. Þetta, ef ég sletti, „indentity“, eða það sem einkennir liðið, mér finnst það vanta. Góður varnarleikur, barist um hvern bolta, vinna okkar návígi. Mér finnst þetta kannski vanta.“ „Mér finnst það þurfa að sjást svolítið, hvernig viljum við spila, hver eru okkar einkenni. Mér finnst þetta kannski svolítið vanta í liðið okkar í dag.“ Fyrir liggur að forysta KSÍ mun taka stöðufund með þjálfarateymi liðsins og meta stöðu þess upp á framhaldið. Verkefnið sé þó stærra og mikilvægt sé að hafa leikmenn liðsins með í ráðum. „Ég held við þurfum að spyrja okkur þeirra spurninga hvort að við séum að dragast aftur úr. Ég hef verið hrædd um það undanfarin ár að við séum að dragast aftur úr. Við þurfum aðeins að skoða hvað hinir eru að gera í kringum okkur með fjármagn og uppbyggingu á yngri liðum og náttúrulega deildinni hérna heima.“ „Ég held að við þurfum að skoða þetta svolítið heildstætt. Setjast niður með Glódísi, sambandið setjist niður með henni og leikmönnunum eftir mótið. Ekki aðeins þjálfarateyminu. Bara taka gott samtal og skoða hvað er hægt að gera betur. Viðtalið við Ásthildi í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásthildur Helgadóttir um landsliðið EM 2025 í Sviss Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Ísland lauk leik á EM í gær eftir 4-3 tap fyrir Noregi. Allir þrír leikirnir töpuðust og það í veikasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun FIFA. Landsliðið hefur eftir því sætt gagnrýni og einnig þjálfarinn vegna stefnuleysis og skorts á framþróun. Ásthildur Helgadóttir lék á sínum tíma 69 landsleiki fyrir Íslands hönd og kallaði sjálf eftir naflaskoðun hjá KSÍ hvað kvennafótbolta varðar fyrir tveimur árum síðan en síðan þá hefur ekkert gerst að hennar mati. „Mér finnst þróunin kannski ekki hafa verið eins og við vorum að vona. Þetta, ef ég sletti, „indentity“, eða það sem einkennir liðið, mér finnst það vanta. Góður varnarleikur, barist um hvern bolta, vinna okkar návígi. Mér finnst þetta kannski vanta.“ „Mér finnst það þurfa að sjást svolítið, hvernig viljum við spila, hver eru okkar einkenni. Mér finnst þetta kannski svolítið vanta í liðið okkar í dag.“ Fyrir liggur að forysta KSÍ mun taka stöðufund með þjálfarateymi liðsins og meta stöðu þess upp á framhaldið. Verkefnið sé þó stærra og mikilvægt sé að hafa leikmenn liðsins með í ráðum. „Ég held við þurfum að spyrja okkur þeirra spurninga hvort að við séum að dragast aftur úr. Ég hef verið hrædd um það undanfarin ár að við séum að dragast aftur úr. Við þurfum aðeins að skoða hvað hinir eru að gera í kringum okkur með fjármagn og uppbyggingu á yngri liðum og náttúrulega deildinni hérna heima.“ „Ég held að við þurfum að skoða þetta svolítið heildstætt. Setjast niður með Glódísi, sambandið setjist niður með henni og leikmönnunum eftir mótið. Ekki aðeins þjálfarateyminu. Bara taka gott samtal og skoða hvað er hægt að gera betur. Viðtalið við Ásthildi í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásthildur Helgadóttir um landsliðið
EM 2025 í Sviss Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira