Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 23:41 Bæjaryfirvöld báðu lögreglu um að rannsaka málið og fólu ytri aðila að gera öryggisúttekt fyrir sundlaugina. Vísir/Vilhelm Fullorðinn einstaklingur slasaðist í sundlaug í Mosfelssbæ á dögunum og hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því að lögregla rannsaki atvikið. Ytri aðila hefur verið falið að gera öryggisúttekt í votrýmum sundlaugarinnar. Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að alvarlegt atvik hafi komið upp í Lágafellslaug á sunnudaginn sem varðar fullorðinn einstakling. Strax hafi verið hringt í viðbragðsaðila sem hafi komið skjótt á staðinn. Í fyrstu hafi málið litið út fyrir að vera hefðbundið slys en eftir að í ljós kom að atvikið reyndist alvarlegra en talið var í fyrstu hafi Mosfellsbær ákveðið að tilkynna það til lögreglu sem annist nú rannsókn þess. „Við höfum óskað eftir því að Lögregla höfuðborgarsvæðisins rannsaki málið í ljósi alvarleika þess,“ segir í svari Arnars. „Öryggi í almenningssundlaugum er mjög mikilvægt og ávallt efst á borði hjá sveitarfélögum og því eru flísar í votrýmum sundlauga ævinlega með mjög lágan hálkustuðul,“ bætir hann við. Auk þess að vísa málinu til rannsóknar lögreglu hafi bæjaryfirvöld falið ytri aðila að taka út öryggi í votrýmum Lágafellslaugar sem taki til gólfefna, lýsingar, þrifefna og hvers þess annars sem getur haft áhrif á öryggi sundlaugagesta. Úttektinni á að ljúka á næstu dögum en fram að því hafi vöktun starfsmanna á votrýmum verið aukin í varúðarskyni. RÚV greindi fyrst frá og hefur eftir Hjördísi Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að málið sé komið á borð lögreglu en hún segir það á frumstigi. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Mosfellsbær Lögreglumál Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að alvarlegt atvik hafi komið upp í Lágafellslaug á sunnudaginn sem varðar fullorðinn einstakling. Strax hafi verið hringt í viðbragðsaðila sem hafi komið skjótt á staðinn. Í fyrstu hafi málið litið út fyrir að vera hefðbundið slys en eftir að í ljós kom að atvikið reyndist alvarlegra en talið var í fyrstu hafi Mosfellsbær ákveðið að tilkynna það til lögreglu sem annist nú rannsókn þess. „Við höfum óskað eftir því að Lögregla höfuðborgarsvæðisins rannsaki málið í ljósi alvarleika þess,“ segir í svari Arnars. „Öryggi í almenningssundlaugum er mjög mikilvægt og ávallt efst á borði hjá sveitarfélögum og því eru flísar í votrýmum sundlauga ævinlega með mjög lágan hálkustuðul,“ bætir hann við. Auk þess að vísa málinu til rannsóknar lögreglu hafi bæjaryfirvöld falið ytri aðila að taka út öryggi í votrýmum Lágafellslaugar sem taki til gólfefna, lýsingar, þrifefna og hvers þess annars sem getur haft áhrif á öryggi sundlaugagesta. Úttektinni á að ljúka á næstu dögum en fram að því hafi vöktun starfsmanna á votrýmum verið aukin í varúðarskyni. RÚV greindi fyrst frá og hefur eftir Hjördísi Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að málið sé komið á borð lögreglu en hún segir það á frumstigi. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Mosfellsbær Lögreglumál Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira