Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar 11. júlí 2025 08:32 Sumarfríið er tíminn þegar fjölskyldan fer í ferðalög, nýtur útivistar og gleymir dagatalinu. Sumarið er líka frábær tími til að efla fjármálalæsi barna og unglinga – án þess að það verði nokkurn tímann leiðinlegt. Nefni hér fimm atriði: Hvað kostar fríið? Getur verið dýrt - en ómetanlegt Af hverju ekki að ræða við börnin hvað bensínlítrinn kostar og hversu langt bíllinn kemst á einum tanki? Þetta getur orðið að skemmtilegu stærðfræðidæmi í bílnum: „Hvað kostar að keyra til Akureyrar?“ Stærðfræðin verður hagnýt og lifandi. Verðvitund og gjaldmiðlar Ef ferðinni er heitið út fyrir landsteinana má nýta tækifærið til að kynna börnunum erlenda gjaldmiðla. Láttu þau fylgjast með hvernig gengið breytist og hvað hlutirnir kosta í íslenskum krónum. Fáðu þau með í að ákveða: „Hvað ætlum við að eyða mikið á dag í ís, pizzur eða skemmtigarða?“ Það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að taka þátt í ákvörðunum og sjá hvernig peningar nýtast best. Þakklæti og meðvitund Ekki gleyma að ræða við börnin hvað það er mikils virði að fá að fara í frí. Það er ekki sjálfgefið – og með því að ræða þetta má efla þakklæti og meðvitund um að peningar eru ekki bara til að eyða heldur líka til að meta það sem þeir gera mögulegt. Sumarvinna = sjálfstæði Fyrir unglingana má fríið líka nýtast sem inngangur að fjárhagslegu sjálfstæði. Margir vinna sumarstörf og læra þannig að vinna fyrir eigin peningum og jafnframt að taka ákvarðanir um sparnað og eyðslu. Það getur verið gott að ræða við þau um markmið með peningunum: „Langar þig að spara fyrir tölvu, ferðalagi eða kannski ökunámi?“ Markmið gera sparnaðinn meira spennandi og þá er hægt að velta upp hver sé árangursríkasta leiðin. Týnt eða skemmt og tryggingar! Sumarfríinu fylgir líka ákveðin áhætta, nýtt umhverfi, vatnsleikir og fleira. Ef barnið týnir símanum, eða missir heyrnartólin í Atlantshafið, þá er ágætt að ræða að tryggingar koma oft að góðum notum, en þeim fylgir líka ákveðinn kostnaður í formi sjálfsábyrgðar. Þetta er kjörið tækifæri til að ræða hvernig tryggingar virka. Fjármál í fríi – án þess að verða leiðinleg... Það þarf ekki að setjast niður með excel-skjal til að kenna fjármálalæsi. Það er nóg að nýta tækifærin sem felast í daglegum aðstæðum. Meðvitund um peninga og verðmæti kemur ekki öll í einu, en það byrjar oft með litlu spurningunni: „Hvað kostar þetta?“. Við eigum að gleðjast og njóta – með því að láta börnin sjá heildarmyndina, læra þau að góðar upplifanir og skemmtun eru líka fjárfesting sem þarf að skipuleggja. Þegar börnin fá að taka þátt fá þau tilfinningu fyrir verðmætum sem endist miklu lengur en sumarið og sólbrúnkan! Ef ykkur skildi vantar fleiri hugmyndir má finna fjölmörg verkefni og leiki til viðbótar sem ætlað er að þjálfa fjármálalæsi ungs fólks á vef Fjármálavits, fjarmalavit.is. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem halda úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti sem hefur það að markmiði að efla fjármálalæsi ungs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Sumarfríið er tíminn þegar fjölskyldan fer í ferðalög, nýtur útivistar og gleymir dagatalinu. Sumarið er líka frábær tími til að efla fjármálalæsi barna og unglinga – án þess að það verði nokkurn tímann leiðinlegt. Nefni hér fimm atriði: Hvað kostar fríið? Getur verið dýrt - en ómetanlegt Af hverju ekki að ræða við börnin hvað bensínlítrinn kostar og hversu langt bíllinn kemst á einum tanki? Þetta getur orðið að skemmtilegu stærðfræðidæmi í bílnum: „Hvað kostar að keyra til Akureyrar?“ Stærðfræðin verður hagnýt og lifandi. Verðvitund og gjaldmiðlar Ef ferðinni er heitið út fyrir landsteinana má nýta tækifærið til að kynna börnunum erlenda gjaldmiðla. Láttu þau fylgjast með hvernig gengið breytist og hvað hlutirnir kosta í íslenskum krónum. Fáðu þau með í að ákveða: „Hvað ætlum við að eyða mikið á dag í ís, pizzur eða skemmtigarða?“ Það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að taka þátt í ákvörðunum og sjá hvernig peningar nýtast best. Þakklæti og meðvitund Ekki gleyma að ræða við börnin hvað það er mikils virði að fá að fara í frí. Það er ekki sjálfgefið – og með því að ræða þetta má efla þakklæti og meðvitund um að peningar eru ekki bara til að eyða heldur líka til að meta það sem þeir gera mögulegt. Sumarvinna = sjálfstæði Fyrir unglingana má fríið líka nýtast sem inngangur að fjárhagslegu sjálfstæði. Margir vinna sumarstörf og læra þannig að vinna fyrir eigin peningum og jafnframt að taka ákvarðanir um sparnað og eyðslu. Það getur verið gott að ræða við þau um markmið með peningunum: „Langar þig að spara fyrir tölvu, ferðalagi eða kannski ökunámi?“ Markmið gera sparnaðinn meira spennandi og þá er hægt að velta upp hver sé árangursríkasta leiðin. Týnt eða skemmt og tryggingar! Sumarfríinu fylgir líka ákveðin áhætta, nýtt umhverfi, vatnsleikir og fleira. Ef barnið týnir símanum, eða missir heyrnartólin í Atlantshafið, þá er ágætt að ræða að tryggingar koma oft að góðum notum, en þeim fylgir líka ákveðinn kostnaður í formi sjálfsábyrgðar. Þetta er kjörið tækifæri til að ræða hvernig tryggingar virka. Fjármál í fríi – án þess að verða leiðinleg... Það þarf ekki að setjast niður með excel-skjal til að kenna fjármálalæsi. Það er nóg að nýta tækifærin sem felast í daglegum aðstæðum. Meðvitund um peninga og verðmæti kemur ekki öll í einu, en það byrjar oft með litlu spurningunni: „Hvað kostar þetta?“. Við eigum að gleðjast og njóta – með því að láta börnin sjá heildarmyndina, læra þau að góðar upplifanir og skemmtun eru líka fjárfesting sem þarf að skipuleggja. Þegar börnin fá að taka þátt fá þau tilfinningu fyrir verðmætum sem endist miklu lengur en sumarið og sólbrúnkan! Ef ykkur skildi vantar fleiri hugmyndir má finna fjölmörg verkefni og leiki til viðbótar sem ætlað er að þjálfa fjármálalæsi ungs fólks á vef Fjármálavits, fjarmalavit.is. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem halda úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti sem hefur það að markmiði að efla fjármálalæsi ungs fólks.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun