Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 13:51 Heilbrigðiseftirlitið bíður enn niðurstaðna úr saurgerlamælingu úr Laugarvatni. Vísir/Vilhelm Nóróveira hefur greinst í öllum fimm sýnum sem bárust frá einstaklingum sem veiktust af magakveisu eftir þríþraut á Laugarvatni 5. júlí síðastliðinn. Á fjórða tug hafa lýst því að hafa veikst á samfélagsmiðlum og 22 tilkynnt veikindin til sóttvarnalæknis. Í tilkynningu á vef landlæknis kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða um uppruna smita, hvort hafi borist úr vatninu tengt sundinu eða annars staðar frá. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sýni úr Laugarvatni með tilliti til saurgerlamengunar en niðurstöður úr þeim sýnatökum er að vænta á næstu dögum. Senda þyrfti vatnssýni á rannsóknarstofu erlendis ef á að mæla nóróveiru samkvæmt tilkynningu landlæknis. Eins og fram hefur komið fór hluti þríþrautarinnar fram í Laugarvatni en einnig var samvera í kringum viðburðinn og boðið upp á mat að keppni lokinni. Einhverjar getgátur voru um það í spjallþræði á Facebook eftir keppni hvort orsök sýkingar gæti verið í hamborgurum sem voru í boði. Flestir byrjuðu að finna til einkenna kvöldið og nóttina eftir viðburðinn. Vitað er um að minnsta kosti tvo einstaklinga sem ekki syntu í vatninu en voru á staðnum og veiktust. Ekki borðuðu allir sem tilkynntu veikindi sama matinn. Nóróveira smitast frá saur (eða uppköstum) í munn og smitleiðir eru margar. Veiran getur verið í vatni, smitast beint manna á milli við snertingu eða frá sameiginlegum snertiflötum og er hún einnig algeng ástæða matartengdra sýkinga. Nóróveirur er flokkur veira sem valda sýkingu í meltingarvegi. Nóróveira er algeng orsök iðrakveisu og veldur oft hópsýkingum. Algengustu einkennin eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum. Engin sértæk meðferð er til. Sóttvarnalæknir hefur gefið út rafrænan bækling um hvernig draga má úr útbreiðslu nóróveirusmits. Þríþraut Heilbrigðismál Bláskógabyggð Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef landlæknis kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða um uppruna smita, hvort hafi borist úr vatninu tengt sundinu eða annars staðar frá. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sýni úr Laugarvatni með tilliti til saurgerlamengunar en niðurstöður úr þeim sýnatökum er að vænta á næstu dögum. Senda þyrfti vatnssýni á rannsóknarstofu erlendis ef á að mæla nóróveiru samkvæmt tilkynningu landlæknis. Eins og fram hefur komið fór hluti þríþrautarinnar fram í Laugarvatni en einnig var samvera í kringum viðburðinn og boðið upp á mat að keppni lokinni. Einhverjar getgátur voru um það í spjallþræði á Facebook eftir keppni hvort orsök sýkingar gæti verið í hamborgurum sem voru í boði. Flestir byrjuðu að finna til einkenna kvöldið og nóttina eftir viðburðinn. Vitað er um að minnsta kosti tvo einstaklinga sem ekki syntu í vatninu en voru á staðnum og veiktust. Ekki borðuðu allir sem tilkynntu veikindi sama matinn. Nóróveira smitast frá saur (eða uppköstum) í munn og smitleiðir eru margar. Veiran getur verið í vatni, smitast beint manna á milli við snertingu eða frá sameiginlegum snertiflötum og er hún einnig algeng ástæða matartengdra sýkinga. Nóróveirur er flokkur veira sem valda sýkingu í meltingarvegi. Nóróveira er algeng orsök iðrakveisu og veldur oft hópsýkingum. Algengustu einkennin eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum. Engin sértæk meðferð er til. Sóttvarnalæknir hefur gefið út rafrænan bækling um hvernig draga má úr útbreiðslu nóróveirusmits.
Þríþraut Heilbrigðismál Bláskógabyggð Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira