Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 12:02 Hildur segist ekki hafa reynt að fremja valdarán í gærkvöldi. Vísir/Einar „Mér þykir innilega leiðinlegt að fundarstjórn mín sem varaforseti í gærkvöldi sé túlkuð sem tilraun til valdaráns eða hvað það er sem ég heyri víða þennan morguninn. Í stuttu máli var það að sjálfsögðu alls ekki ætlun mín,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Ákvörðun hennar um að slíta þingfundi klukkan 23:39 í gærkvöldi olli miklu fjaðrafoki á þingi í morgun. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti óvænt ávarp í upphafi þingfundar í morgun vegna þessa og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fór hörðum orðum um ákvörðun Hildar og framgöngu stjórnarandstöðunnar almennt. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig,“ sagði hún til að mynda. Þingfundir almennt ekki fram yfir miðnætti Hildur hefur ritað færslu á Facebook þar sem hún svarar þeirri holskeflu gagnrýni sem hún fékk yfir sig í morgun. Hún var meðal annars sökuð um að hafa reynt að fremja valdarán af Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra. Það hafi að sjálfsögðu ekki verið ætlun hennar að fremja valdarán. „Fyrir áhugasama um þetta fyrirkomulag þá eru langir þingfundir almennt til miðnættis. Varaforseti á ekki að gefa ræðumanni orðið heldur slíta fundi þegar fullur ræðutími hans með andsvörum myndi ekki nást fyrir þann tíma. Forsætisnefnd hefur ekki verið kölluð saman í vikunni og forseti hefur ekki haft samráð við varaforseta um lengd þingfunda. Hvorki forseti né nokkur annar hafði tjáð mér í gær að til stæði að halda fund lengur en til miðnætti,“ segir hún. Því hafi hún talið sig hafa verið að fylgja réttu fyrirkomulagi með því að slíta fundi í stað þess að gefa ræðumanni orðið, sem hefði verið lengra en til miðnættis. Engin fyrirmæli um annað „Ég sumsé taldi mig vera að fylgja venjum þar sem næturfundir eru algjör undantekning og ég var ekki með neinar upplýsingar eða fyrirmæli forseta um annað. En ég hefði eftir á að hyggja að spyrjast fyrir í ljósi aðstæðna og þykir leitt að hafa valdið öllu þessu uppnámi.“ Þá hafi hún heyrt talað um það að Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefði rétt henni blað með fyrirmælum um að slíta þingfundi. Á því blaði hafi hins vegar verið dagskrártillaga stjórnarandstöðunnar um óundirbúnar fyrirspurnir, svo stjórnarandstaðan gæti sinnt eftirlitshlutverki sínu. „Ég ótrúlegt en satt tek ekki við fyrirmælum frá Bergþóri Ólasyni, eins ágætur og hann er, heldur tek mínar ákvarðanir sjálf - sem eru svo misfarsælar eins og gengur.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti óvænt ávarp í upphafi þingfundar í morgun vegna þessa og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fór hörðum orðum um ákvörðun Hildar og framgöngu stjórnarandstöðunnar almennt. „Það er verið að ganga á svig við leikreglurnar en það er alveg í samræmi við það hvers konar jaðarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er að verða. Því miður er það þannig,“ sagði hún til að mynda. Þingfundir almennt ekki fram yfir miðnætti Hildur hefur ritað færslu á Facebook þar sem hún svarar þeirri holskeflu gagnrýni sem hún fékk yfir sig í morgun. Hún var meðal annars sökuð um að hafa reynt að fremja valdarán af Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra. Það hafi að sjálfsögðu ekki verið ætlun hennar að fremja valdarán. „Fyrir áhugasama um þetta fyrirkomulag þá eru langir þingfundir almennt til miðnættis. Varaforseti á ekki að gefa ræðumanni orðið heldur slíta fundi þegar fullur ræðutími hans með andsvörum myndi ekki nást fyrir þann tíma. Forsætisnefnd hefur ekki verið kölluð saman í vikunni og forseti hefur ekki haft samráð við varaforseta um lengd þingfunda. Hvorki forseti né nokkur annar hafði tjáð mér í gær að til stæði að halda fund lengur en til miðnætti,“ segir hún. Því hafi hún talið sig hafa verið að fylgja réttu fyrirkomulagi með því að slíta fundi í stað þess að gefa ræðumanni orðið, sem hefði verið lengra en til miðnættis. Engin fyrirmæli um annað „Ég sumsé taldi mig vera að fylgja venjum þar sem næturfundir eru algjör undantekning og ég var ekki með neinar upplýsingar eða fyrirmæli forseta um annað. En ég hefði eftir á að hyggja að spyrjast fyrir í ljósi aðstæðna og þykir leitt að hafa valdið öllu þessu uppnámi.“ Þá hafi hún heyrt talað um það að Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefði rétt henni blað með fyrirmælum um að slíta þingfundi. Á því blaði hafi hins vegar verið dagskrártillaga stjórnarandstöðunnar um óundirbúnar fyrirspurnir, svo stjórnarandstaðan gæti sinnt eftirlitshlutverki sínu. „Ég ótrúlegt en satt tek ekki við fyrirmælum frá Bergþóri Ólasyni, eins ágætur og hann er, heldur tek mínar ákvarðanir sjálf - sem eru svo misfarsælar eins og gengur.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira