Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 10:57 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag, og brugðust fulltrúar annarra flokka við ávarpinu að því loknu. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Forseti þingsins hafi ekki stjórn á þinginu Bryndís Haraldsdóttir sagði í ræðu sinni að Alþingi Íslendinga væri sannarlega ekki á góðum stað í dag. „Hér höfum við rætt mál, mál sem hæstvirtur atvinnuvegaráðherra kom með inn í þingið. Mál sem að braut í rauninni allar reglur og leiðbeiningar stjórnarráðsins um hvernig vanda eigi til lagasetningar.“ „Mál sem kom hingað inn í þingið 30. apríl, þrátt fyrir að þingskaparlög segi að mál sem eigi að fá hér afgreiðslu þurfi að berast fyrir 1. apríl.“ Segir hún svo að stjórnarandstaðan hafi farið yfir fjölda umsagna þar sem fram koma alvarlega ábendingar um verulega galla við lögin. Stjórnarmeirihlutinn hafi haft varnarorðin að engu og ekki tekið þátt í samtali með neinum hætti. „Virðulegur forseti, þetta eru ekki einu sinni lög sem ættu að taka gildi strax. Það er ekkert sem liggur á þessari lagasetningu. Hæstvirtur ráðherra gæti svo vel farið heim í ráðuneyti og unnið þessi lög betur.“ „Okkur er fyllilega ljóst að ríkisstjórnin vill hækka skatta á útgerðina í landinu, og að sjálfsögðu hefur stjórnarmeirihlutinn heimild til þess. En við hér sem kjörnir þingmenn erum að standa vörð um gæði lagasetningar, gæði lagasetningar. Það er eitthvað sem allir þingmenn ættu að taka til sín.“ Ástandið í þinginu með eindæmum Bryndís sagði að ástandið í þinginu væri að mörgu leyti með eindæmum, og það væri ótrúlega sorglegt að samtal virðist ekki hafa getað þróast á nýju þingi. „Það er miður að forseta Alþingis hafi ekki tekist að ná betri stjórn á þingfundum og þinginu sjálfu, og að forsætisráðherra hafi ekki getað beitt sér fyrir lausnum í málinu.“ „Þegar hér er vísað í það að varaforseti Alþingis hafi í gær slitið þingfundi, þegar hann var að nálgast miðnætti, í samræmi við vinnureglur og handbók forseta,“ sagði Bryndís svo og allt ætlaði um koll að keyra á þingi. Hróp og sköll heyrðust úr þingi, þar sem kallað var „hvaða kjaftæði“ og „Jesús,“ þangað til Bryndís sneri sér við og spurði forseta hvort hún væri með orðið. Hélt hún ræðu sinni svo áfram. „Ef það er vilji hér til að keyra næturfundi út allan júlí, þá getum við svo sannarlega orðið við því. Það er kannski bara full ástæða til þess að boða forsætisnefnd saman, sem hefur ekki verið boðið saman í langan tíma, og ræða það hvernig tilhögun á að vera hér.“ „Ég segi enn og aftur, það er sorglegt á hvaða stað við erum komin. En við erum tilbúin að taka þátt í samtali um það hvernig við getum gert Alþingi Íslendinga betra,“ sagði Bryndís og lauk þar með máli sínu. „Forseti stýrir þinginu,“ kölluðu þá margir úr sal, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag, og brugðust fulltrúar annarra flokka við ávarpinu að því loknu. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Forseti þingsins hafi ekki stjórn á þinginu Bryndís Haraldsdóttir sagði í ræðu sinni að Alþingi Íslendinga væri sannarlega ekki á góðum stað í dag. „Hér höfum við rætt mál, mál sem hæstvirtur atvinnuvegaráðherra kom með inn í þingið. Mál sem að braut í rauninni allar reglur og leiðbeiningar stjórnarráðsins um hvernig vanda eigi til lagasetningar.“ „Mál sem kom hingað inn í þingið 30. apríl, þrátt fyrir að þingskaparlög segi að mál sem eigi að fá hér afgreiðslu þurfi að berast fyrir 1. apríl.“ Segir hún svo að stjórnarandstaðan hafi farið yfir fjölda umsagna þar sem fram koma alvarlega ábendingar um verulega galla við lögin. Stjórnarmeirihlutinn hafi haft varnarorðin að engu og ekki tekið þátt í samtali með neinum hætti. „Virðulegur forseti, þetta eru ekki einu sinni lög sem ættu að taka gildi strax. Það er ekkert sem liggur á þessari lagasetningu. Hæstvirtur ráðherra gæti svo vel farið heim í ráðuneyti og unnið þessi lög betur.“ „Okkur er fyllilega ljóst að ríkisstjórnin vill hækka skatta á útgerðina í landinu, og að sjálfsögðu hefur stjórnarmeirihlutinn heimild til þess. En við hér sem kjörnir þingmenn erum að standa vörð um gæði lagasetningar, gæði lagasetningar. Það er eitthvað sem allir þingmenn ættu að taka til sín.“ Ástandið í þinginu með eindæmum Bryndís sagði að ástandið í þinginu væri að mörgu leyti með eindæmum, og það væri ótrúlega sorglegt að samtal virðist ekki hafa getað þróast á nýju þingi. „Það er miður að forseta Alþingis hafi ekki tekist að ná betri stjórn á þingfundum og þinginu sjálfu, og að forsætisráðherra hafi ekki getað beitt sér fyrir lausnum í málinu.“ „Þegar hér er vísað í það að varaforseti Alþingis hafi í gær slitið þingfundi, þegar hann var að nálgast miðnætti, í samræmi við vinnureglur og handbók forseta,“ sagði Bryndís svo og allt ætlaði um koll að keyra á þingi. Hróp og sköll heyrðust úr þingi, þar sem kallað var „hvaða kjaftæði“ og „Jesús,“ þangað til Bryndís sneri sér við og spurði forseta hvort hún væri með orðið. Hélt hún ræðu sinni svo áfram. „Ef það er vilji hér til að keyra næturfundi út allan júlí, þá getum við svo sannarlega orðið við því. Það er kannski bara full ástæða til þess að boða forsætisnefnd saman, sem hefur ekki verið boðið saman í langan tíma, og ræða það hvernig tilhögun á að vera hér.“ „Ég segi enn og aftur, það er sorglegt á hvaða stað við erum komin. En við erum tilbúin að taka þátt í samtali um það hvernig við getum gert Alþingi Íslendinga betra,“ sagði Bryndís og lauk þar með máli sínu. „Forseti stýrir þinginu,“ kölluðu þá margir úr sal, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57