Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 16:24 Begur lagði af stað á mánudag. Skjáskot/Instagram Íslenskur slökkviliðsmaður gengur nú 465 kílómetra frá Goðafossi að Gróttuvita til að vekja athygli á andlegri heilsu og sjálfsvígsforvörnum. Hann er kominn á þriðja dag af tólf, hefur lokið 87 kílómetrum en áttar sig nú á því að hann klári þetta ekki einn síns liðs. „Ég vil nýta styrk minn og úthald til að vekja athygli á málefni sem skiptir miklu máli,“ er haft eftir Bergi Vilhjálmssyni, slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanni, í fréttatilkynningu frá Píeta en Bergur lagði af stað frá Goðafossi á mánudag með 100 kg kerru í eftirdragi og hyggst ekki stoppa fyrr en hann nær að Gróttuvita. Þetta gerir hann til vitundarvakningar andlegri heilsu og sjálfsvígsforvörnum. Auk þess gengur hann til styrktar Píeta-samtökunum og til að sýna fram á mikilvægi þess að biðja um hjálp. Gangan ber nafnið „Skrefið fyrir vonina“. View this post on Instagram A post shared by Skrefið fyrir Píeta samtökin 💛 (@skrefid2025) „Enginn ætti að þurfa að kljást við myrkrið einn,“ bætir göngugarpurinn við í tilkynningunni. „Ef þetta verkefni getur hjálpað einni manneskju að sjá að hún er ekki ein, það sé alltaf von og það sé hægt að leita sér hjálpar, þá hefur það skilað árangri. Og nú getur almenningur fylgst með ferðum Bergs, sem hefur nú á þriðja degi göngunnar klárað 87 kílómetra, eða um einn fimmta af heildarvegalengdinni. Hér er hægt að sjá hvert Bergur er kominn. Hann kveðst þó hafa áttað sig á að hann þurfi hjálp til að ljúka verkefninu. Bergur gengur einn með vistir sínar og búnað, en hann er þó ekki einn í þessu átaki. Tökulið fylgir honum alla leið og vinnur að heimildarmynd um verkefnið: Að hlusta, hjálpa og opna umræðuna. Upplýsingar um hvernig leggja megi Bergi lið má finna á vef Píeta. Þetta er ekki fyrsta slíka uppátæki Bergs en í fyrra gekk hann 100 kílómetra með 100 kílóa sleða í eftirdragi. Góðverk Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Ég vil nýta styrk minn og úthald til að vekja athygli á málefni sem skiptir miklu máli,“ er haft eftir Bergi Vilhjálmssyni, slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanni, í fréttatilkynningu frá Píeta en Bergur lagði af stað frá Goðafossi á mánudag með 100 kg kerru í eftirdragi og hyggst ekki stoppa fyrr en hann nær að Gróttuvita. Þetta gerir hann til vitundarvakningar andlegri heilsu og sjálfsvígsforvörnum. Auk þess gengur hann til styrktar Píeta-samtökunum og til að sýna fram á mikilvægi þess að biðja um hjálp. Gangan ber nafnið „Skrefið fyrir vonina“. View this post on Instagram A post shared by Skrefið fyrir Píeta samtökin 💛 (@skrefid2025) „Enginn ætti að þurfa að kljást við myrkrið einn,“ bætir göngugarpurinn við í tilkynningunni. „Ef þetta verkefni getur hjálpað einni manneskju að sjá að hún er ekki ein, það sé alltaf von og það sé hægt að leita sér hjálpar, þá hefur það skilað árangri. Og nú getur almenningur fylgst með ferðum Bergs, sem hefur nú á þriðja degi göngunnar klárað 87 kílómetra, eða um einn fimmta af heildarvegalengdinni. Hér er hægt að sjá hvert Bergur er kominn. Hann kveðst þó hafa áttað sig á að hann þurfi hjálp til að ljúka verkefninu. Bergur gengur einn með vistir sínar og búnað, en hann er þó ekki einn í þessu átaki. Tökulið fylgir honum alla leið og vinnur að heimildarmynd um verkefnið: Að hlusta, hjálpa og opna umræðuna. Upplýsingar um hvernig leggja megi Bergi lið má finna á vef Píeta. Þetta er ekki fyrsta slíka uppátæki Bergs en í fyrra gekk hann 100 kílómetra með 100 kílóa sleða í eftirdragi.
Góðverk Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira